„Ég var bara búin að sætta mig við að deyja“ Elísabet Hanna skrifar 16. mars 2022 07:01 Aníta Ösp Gunnlaugsdóttir segist hafa verið í ofbeldissambandi í fjögur ár með fyrrverandi eiginkonu sinni. Skjáskot Aníta Ösp Gunnlaugsdóttir er tuttugu og átta ára læknanemi sem segist hafa búið við ofbeldi af hálfu kærustu og síðar eiginkonu sinnar sem hún byrjaði með aðeins tuttugu ára gömul. Hún segir ofbeldið hafa stigmagnaðist á þeim fjórum árum sem þær voru saman og hafi vopn eins og hnífar oft komið við sögu. Rætt var við Anítu í þættinum Heimilisofbeldi á Stöð 2 í gærkvöld. Í þáttunum fjallar Sindri Sindrason um heimilisofbeldi og fær hann að skyggnast inn í heim þolenda sem virðast eiga það sameiginlegt að þora lengst af ekki að segja frá, skammast sín og vilja að enginn viti. Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins. Byrjaði eins og ævintýri Aníta segist tvítug hafa kynnst ungri konu frá Bandaríkjunum sem var þremur árum eldri á tónlistarhátíð á Íslandi. Hún segir þær strax hafa náð vel saman og haldið sambandi á samfélagsmiðlum eftir að vinkonan fór aftur heim til Bandaríkjanna. Hún segir sambandið hafa þróast í meira en vináttu og að þær hafi fljótt orðið ástfangnar af hvor annarri. Aníta segir hana hafa komið til Íslands skömmu seinna og í kjölfarið flutt til landsins og inn til Anítu. Á þessum tímapunkti hafði Aníta aldrei upplifað slíka tengingu áður og var ótrúlega ástfangin. Nýja kærastan skrifaði henni ástarljóð, sagðist ekki sjá sólina fyrir henni og vildi vita allt um hana. Viðvaranir frá fyrrverandi Aníta segist hafa byrjað að fá skilaboð frá tveimur fyrrverandi mökum konunnar sem vöruðu hana við henni. „Ég held að ég hafi ekki viljað trúa því. Ég held að það hafi bara verið þannig. Þetta var svo gott að það gat ekki verið að það væri eitthvað svona,“ segir Aníta. Á sama tíma segist hún ekki hafa skilið af hverju þær væru að leggja svona mikið á sig til þess að vara sig við en kærastan var búin að leggja aðra sögu undir áður en þær höfðu samband. Hún segir hana hafa sagt sér að hennar fyrrverandi væru geðveikar og fíklar og væru henni reiðar að vera að bæta sig og byggja upp sitt líf eftir erfiða fortíð. Rauð flögg Aníta segist í raun hafa fundið frá upphafi að ekki væri allt með felldu og fannst kærastan til dæmis vera í óeðlilega miklu sambandi við aðrar konur sem ekki voru vinkonur hennar. Hún segir kærustuna hafa sagt sig vera afbrýðisama af því að hún elskaði sig svo mikið. Fleiri atvik komu upp og sagði kærastan alltaf við Anítu að þetta væri óöryggi í henni því hún væri svo ástfangin og Aníta fór að trúa því sjálf. Hægt og rólega segir Aníta hana hafa byrjað að stjórna sér. Hún hafi skammað hana, ógnað henni, ráðið fatavali, mat sem þær borðuðu og hvað þær gerðu og segir hana hafa orðið reiða ef Aníta var ósammála. Fyrsta skiptið Aníta segist muna vel eftir fyrsta skiptinu sem kærastan beitti hana líkamlegu ofbeldi en þá bjuggu þær fyrir norðan þar sem þær voru í stuttan tíma. Þá segist Aníta hafa verið að halda partý fyrir bekkjarfélaga sína heima hjá þeim áður en haldið væri á ball. Á þessum tímapunkti segir hún mikla spennu hafa verið í sambandinu því að kærastan var með annarri konu sem hún var að koma heim frá. Aníta segist hafa ákveðið að halda áfram með kvöldið sitt eins og hafi verið planað. „Þegar ég er að fara þá byrjar hún í rauninni, það voru einhverjir nokkrir eftir með mér, þá byrjar hún að kasta glösum í veggina og brjóta glös“ Aníta segist hafa frosið og ekki vitað hvernig hún ætti að bregðast við aðstæðunum. Hún segist hafa ákveðið að fara með bekkjarfélögum sínum á ballið en ekki stjórnast af þessu. Hún segir kærustuna hafa mætt á ballið en farið heim stuttu síðar og hafi hún fylgt fljótlega á eftir þar sem kvöldið var hvort sem er ónýtt. Þegar heim var komið segir Aníta hana hafa verið alveg brjálaða, hafa öskrað, lamið í veggina og hent í sig hlutum. Hún segist hafa reynt að labba í burtu og forðast átök en þá hafi kærastan ráðist á hana, rifið í hárið á henni og dregið hana niður. „Það skipti engu máli hvað ég sagði á þessum tímapunkti, hún var svo reið.“ Aníta segir átökin hafa endað með því að kærastan henti henni niður stiga. Hún segist ekki muna mikið eftir það annað en að kærastan hafi sest ofan á hana, klemmt hendurnar hennar niður með lærunum sínum og að hún var hafi verið með hníf. „Hún var með hníf og svo var hún bara að öskra sjáðu hvað þú ert að láta mig gera, þetta er allt þér að kenna, sjáðu hvernig þú lætur mér líða. Hún öskraði á mig að ég væri að láta hana gera þetta og svo man ég eiginlega ekkert eftir það.“ Áfall Aníta heldur að í kjölfarið hafi hún fengið áfall þar sem hún man lítið sem ekkert eftir næstu dögum sem fylgdu ofbeldinu. Hún segir allt hafa verið í þoku og hún vissi ekki hvernig hún ætti að bregðast við þessum aðstæðum. Aníta segir að tími hafi liðið eftir ofbeldið án þess að um mikið líkamlegt ofbeldi væri að ræða þó það hafi verið löðrungar hér og þar. Hún segir þó mikið hafa verið um öskur, verið að lemja í veggi, gera mikinn hávaða og skella hurðum og aðra ógnandi hegðun. Aníta segist sjá hvernig niðurrifs tímabilið, þar sem kærastan réðst á persónuleikann hennar, hófst áður en líkamlega ofbeldið átti sér stað. Svo segir hún hafa komið tímabil þar sem hún fékk mikla ást og umhyggju og kærastan lét henni líða eins og hún væri best í heimi. Hún segir sig hafa verið háða þessum rússíbana og hafi algjörlega verið stjórnað af þessum tilfinningum. Líkamlega ofbeldið varð algengt Með tímanum segir Aníta það hafa orðið algengt að kærastan missti stjórn á sér og réðst á hana. Í eitt skiptið segist hún hafa reynt að flýja og hlaupa út úr húsinu. „Það var gripið í hnakkann á mér, mér dúndrað í jörðina og ég man bara að ég hugsaði okei ég get ekki einu sinni hlaupið, ég get ekki farið neitt því hún kemur bara á eftir mér.“ Ofan á líkamlega ofbeldið segir hún kærustuna líka hafa beitt vopnum og verið mikið með hnífa bæði til að hóta sjálfskaða ef Aníta færi frá sér og til að standa í vegi fyrir Anítu svo að hún kæmist ekki út ef hún var að reyna að komast í burtu. Varð dofin Með tímanum segist Aníta hafa hætt að bregðast við andlega ofbeldinu eins og kærastan vildi og þá hafi líkamlega ofbeldið orðið harðara. Hún segir hana sífellt hafa hótað því að meiða sig og hafi skilið Anítu eftir í uppnámi og hrædda um hana en á ákveðnum tímapunkti var Anítu orðið sama. „Ef hún myndi hverfa þá myndi þetta ekki gerast lengur“ segir hún um tilfinningarnar sem fylgdu. Kærastan vildi giftast Anítu og þó að hún hafði reynt að koma orðum að því að þetta væri ekki það sem hún vildi var ekki hlustað á það og úr varð brúðkaup. „Ég bara einhvern veginn gafst upp“ „Ég vaknaði á brúðkaupsdaginn og ég var bara ó nei hvað er ég búin að gera“ segir Aníta um brúðkaupsmorguninn. Aníta segir kærustuna hafa fundið þennan efa og byrjað að öskra á sig og rífa í sig á hótelherberginu sem þær gistu á. Hún segist hafa hlaupið út um dyrnar ásamt hundinum á brúðkaupsdaginn. Aníta segist svo hafa farið aftur inn og tekið róandi verkjalyf til þess að slökkva á sér, beðist fyrirgefningar og haldið áfram með daginn eins og ekkert væri. Í brúðkaupsferðinni sjálfri segir hún barsmíðar og fílustjórnun hafa tekið við og segist hún muna lítið eftir ferðinni þar sem hún leyfði nýju eiginkonunni að ráða för og gerði eins og hún vildi. „Ég bara einhvern veginn gafst upp og sætti mig við að þetta væru mín hlutskipti í lífinu og ég myndi aldrei komast í burtu frá því.“ Í kjölfarið segist Aníta hafa farið að skipuleggja sjálfsmorð þar sem það var eina leiðin sem hún sá út úr aðstæðunum. Gerði hana að engu „Hún var búin að gera mig að engu, hún var búin að taka allt manneðlið mitt í burtu. Hún, allt sem að mér fannst flott var ljótt, allt sem að mér fannst gott var ljótt“ segir Aníta um stjórnunina og niðurrifið sem hún segist hafa upplifað. Hún segir það hafa verið bannað að hlusta á tónlist sem Aníta hafði gaman að inn á heimilinu. „Hún stjórnaði hversu þung ég var. Ef ég var of mjó þá var ég ógeðsleg en ef ég fitnaði of mikið lætur hún mig líka vita af því þá átti ég að drekka þetta detox te og borða hollt og svo þegar ég var orðin of mjó fyrir hennar smekk að þá átti ég að borða þessa pizzu og borða þessa köku og borða þetta og ég var bara orðin þannig að borðaði það sem hún sagði mér að borða því ég vildi ekki að hún myndi öskraði á mig“ Eftir sambandið segist Aníta hafa verið lengi að finna sjálfan sig aftur. Reyndi að fara frá henni Aníta segist hafa farið utan og hafi það verið í fyrsta skipti sem hún fór frá kærustinnu í nokkra daga án þess að fá endalaust áreiti, hún hafi aldrei áður getað fengið frí frá henni. Þegar hún kom heim segist hún hafa séð skilaboð hjá eiginkonunni til annarrar manneskju sem hún hafi verið að halda við. Þá segist hún hafa sent eiginkonunni strax skilaboð um að hún vildi skilnað og hafi byrjað að pakka í töskur. Stuttu síðar segir hún konuna hafa komið heim og hafi Aníta reynt að fela sig. Hún segir hana hafa fundið sig strax og snöggreiðst þegar Aníta sagðist ekki þola sambandið lengur. Þá hafi hún byrjað að kasta hlutum og öskra á hana. Aníta segist hafa reynt að flýja en konan hafi dregið hana niður og hún dottið og fengið aftur kunnuglega tilfinningu um að hún gæti ekki farið neitt því konan kæmi alltaf aftur. Árás Hún segir konuna hafa farið inn í stofu með hníf og staðið fyrir dyrunum og hótað að drepa sig ef hún færi frá sér. Hún segir hana hafa haldið áfram að öskra á sig og kastað í hana hlutum og segja henni að þetta væri allt henni að kenna. Á þessum tímapunkti segist Aníta hafa verið orðin svo þreytt eftir átökin að hún hafi lofað öllu fögra en beðið um að fá að fara í göngutúr en hún hafi ekki fengið leyfi til þess. Aníta segist ekki hafa séð neina leið út úr aðstæðunum og sest niður í sófann og gefist upp. Þá segir hún konuna hafa stokkið á sig og við hafi tekið hræðileg árás sem lýst er í klippunni hér fyrir neðan þar sem Aníta segir meðal annars: „Ég gafst bara upp og ég hætti og ég lá bara þarna og ég bara vonaði að hún myndi bara klára þetta og þetta væri bara búið. Ég var bara búin að sætta mig við að deyja. Ég var orðin svo þreytt, þetta var svo mikið og þetta var alltaf í gangi.“ Klippa: Ég var bara búin að sætta mig við að deyja Langur bati eftir sambandið Aníta segir frá því í þættinum hvernig hún komst út úr aðstæðunum, bataferlinu sem tók við eftir sambandið og hvernig hún komst á þann stað sem hún er á í dag. Fólk sem upplifir heimilisofbeldi getur leitað í úrræði á borð við Bjarkarhlíð og Kvennaathvarfið. Heimilisofbeldi Tengdar fréttir „Hélt að hann ætlaði að kála mér“ Guðmunda Erla Þórhallsdóttir er áttræð og nýskilin en hún segist hafa búið við fimmtíu ára ofbeldissamband með fyrrverandi eiginmanni sínum. 8. mars 2022 10:31 Heimilisofbeldi – Ertu viss um að börnin séu sofandi? Heimilisofbeldi er þegar að einstaklingur inni á heimili hótar, niðurlægir, ógnar, kúgar, beitir líkamlegu, fjárhagslegu, stafrænu eða kynferðislegu ofbeldi. 1. mars 2022 10:30 „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Áslaug María lýsir hrottalegri æsku sinni í síðasta þætti af Heimilisofbeldi á Stöð 2 sem sýndur var í gær. 1. mars 2022 12:30 Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Rætt var við Anítu í þættinum Heimilisofbeldi á Stöð 2 í gærkvöld. Í þáttunum fjallar Sindri Sindrason um heimilisofbeldi og fær hann að skyggnast inn í heim þolenda sem virðast eiga það sameiginlegt að þora lengst af ekki að segja frá, skammast sín og vilja að enginn viti. Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins. Byrjaði eins og ævintýri Aníta segist tvítug hafa kynnst ungri konu frá Bandaríkjunum sem var þremur árum eldri á tónlistarhátíð á Íslandi. Hún segir þær strax hafa náð vel saman og haldið sambandi á samfélagsmiðlum eftir að vinkonan fór aftur heim til Bandaríkjanna. Hún segir sambandið hafa þróast í meira en vináttu og að þær hafi fljótt orðið ástfangnar af hvor annarri. Aníta segir hana hafa komið til Íslands skömmu seinna og í kjölfarið flutt til landsins og inn til Anítu. Á þessum tímapunkti hafði Aníta aldrei upplifað slíka tengingu áður og var ótrúlega ástfangin. Nýja kærastan skrifaði henni ástarljóð, sagðist ekki sjá sólina fyrir henni og vildi vita allt um hana. Viðvaranir frá fyrrverandi Aníta segist hafa byrjað að fá skilaboð frá tveimur fyrrverandi mökum konunnar sem vöruðu hana við henni. „Ég held að ég hafi ekki viljað trúa því. Ég held að það hafi bara verið þannig. Þetta var svo gott að það gat ekki verið að það væri eitthvað svona,“ segir Aníta. Á sama tíma segist hún ekki hafa skilið af hverju þær væru að leggja svona mikið á sig til þess að vara sig við en kærastan var búin að leggja aðra sögu undir áður en þær höfðu samband. Hún segir hana hafa sagt sér að hennar fyrrverandi væru geðveikar og fíklar og væru henni reiðar að vera að bæta sig og byggja upp sitt líf eftir erfiða fortíð. Rauð flögg Aníta segist í raun hafa fundið frá upphafi að ekki væri allt með felldu og fannst kærastan til dæmis vera í óeðlilega miklu sambandi við aðrar konur sem ekki voru vinkonur hennar. Hún segir kærustuna hafa sagt sig vera afbrýðisama af því að hún elskaði sig svo mikið. Fleiri atvik komu upp og sagði kærastan alltaf við Anítu að þetta væri óöryggi í henni því hún væri svo ástfangin og Aníta fór að trúa því sjálf. Hægt og rólega segir Aníta hana hafa byrjað að stjórna sér. Hún hafi skammað hana, ógnað henni, ráðið fatavali, mat sem þær borðuðu og hvað þær gerðu og segir hana hafa orðið reiða ef Aníta var ósammála. Fyrsta skiptið Aníta segist muna vel eftir fyrsta skiptinu sem kærastan beitti hana líkamlegu ofbeldi en þá bjuggu þær fyrir norðan þar sem þær voru í stuttan tíma. Þá segist Aníta hafa verið að halda partý fyrir bekkjarfélaga sína heima hjá þeim áður en haldið væri á ball. Á þessum tímapunkti segir hún mikla spennu hafa verið í sambandinu því að kærastan var með annarri konu sem hún var að koma heim frá. Aníta segist hafa ákveðið að halda áfram með kvöldið sitt eins og hafi verið planað. „Þegar ég er að fara þá byrjar hún í rauninni, það voru einhverjir nokkrir eftir með mér, þá byrjar hún að kasta glösum í veggina og brjóta glös“ Aníta segist hafa frosið og ekki vitað hvernig hún ætti að bregðast við aðstæðunum. Hún segist hafa ákveðið að fara með bekkjarfélögum sínum á ballið en ekki stjórnast af þessu. Hún segir kærustuna hafa mætt á ballið en farið heim stuttu síðar og hafi hún fylgt fljótlega á eftir þar sem kvöldið var hvort sem er ónýtt. Þegar heim var komið segir Aníta hana hafa verið alveg brjálaða, hafa öskrað, lamið í veggina og hent í sig hlutum. Hún segist hafa reynt að labba í burtu og forðast átök en þá hafi kærastan ráðist á hana, rifið í hárið á henni og dregið hana niður. „Það skipti engu máli hvað ég sagði á þessum tímapunkti, hún var svo reið.“ Aníta segir átökin hafa endað með því að kærastan henti henni niður stiga. Hún segist ekki muna mikið eftir það annað en að kærastan hafi sest ofan á hana, klemmt hendurnar hennar niður með lærunum sínum og að hún var hafi verið með hníf. „Hún var með hníf og svo var hún bara að öskra sjáðu hvað þú ert að láta mig gera, þetta er allt þér að kenna, sjáðu hvernig þú lætur mér líða. Hún öskraði á mig að ég væri að láta hana gera þetta og svo man ég eiginlega ekkert eftir það.“ Áfall Aníta heldur að í kjölfarið hafi hún fengið áfall þar sem hún man lítið sem ekkert eftir næstu dögum sem fylgdu ofbeldinu. Hún segir allt hafa verið í þoku og hún vissi ekki hvernig hún ætti að bregðast við þessum aðstæðum. Aníta segir að tími hafi liðið eftir ofbeldið án þess að um mikið líkamlegt ofbeldi væri að ræða þó það hafi verið löðrungar hér og þar. Hún segir þó mikið hafa verið um öskur, verið að lemja í veggi, gera mikinn hávaða og skella hurðum og aðra ógnandi hegðun. Aníta segist sjá hvernig niðurrifs tímabilið, þar sem kærastan réðst á persónuleikann hennar, hófst áður en líkamlega ofbeldið átti sér stað. Svo segir hún hafa komið tímabil þar sem hún fékk mikla ást og umhyggju og kærastan lét henni líða eins og hún væri best í heimi. Hún segir sig hafa verið háða þessum rússíbana og hafi algjörlega verið stjórnað af þessum tilfinningum. Líkamlega ofbeldið varð algengt Með tímanum segir Aníta það hafa orðið algengt að kærastan missti stjórn á sér og réðst á hana. Í eitt skiptið segist hún hafa reynt að flýja og hlaupa út úr húsinu. „Það var gripið í hnakkann á mér, mér dúndrað í jörðina og ég man bara að ég hugsaði okei ég get ekki einu sinni hlaupið, ég get ekki farið neitt því hún kemur bara á eftir mér.“ Ofan á líkamlega ofbeldið segir hún kærustuna líka hafa beitt vopnum og verið mikið með hnífa bæði til að hóta sjálfskaða ef Aníta færi frá sér og til að standa í vegi fyrir Anítu svo að hún kæmist ekki út ef hún var að reyna að komast í burtu. Varð dofin Með tímanum segist Aníta hafa hætt að bregðast við andlega ofbeldinu eins og kærastan vildi og þá hafi líkamlega ofbeldið orðið harðara. Hún segir hana sífellt hafa hótað því að meiða sig og hafi skilið Anítu eftir í uppnámi og hrædda um hana en á ákveðnum tímapunkti var Anítu orðið sama. „Ef hún myndi hverfa þá myndi þetta ekki gerast lengur“ segir hún um tilfinningarnar sem fylgdu. Kærastan vildi giftast Anítu og þó að hún hafði reynt að koma orðum að því að þetta væri ekki það sem hún vildi var ekki hlustað á það og úr varð brúðkaup. „Ég bara einhvern veginn gafst upp“ „Ég vaknaði á brúðkaupsdaginn og ég var bara ó nei hvað er ég búin að gera“ segir Aníta um brúðkaupsmorguninn. Aníta segir kærustuna hafa fundið þennan efa og byrjað að öskra á sig og rífa í sig á hótelherberginu sem þær gistu á. Hún segist hafa hlaupið út um dyrnar ásamt hundinum á brúðkaupsdaginn. Aníta segist svo hafa farið aftur inn og tekið róandi verkjalyf til þess að slökkva á sér, beðist fyrirgefningar og haldið áfram með daginn eins og ekkert væri. Í brúðkaupsferðinni sjálfri segir hún barsmíðar og fílustjórnun hafa tekið við og segist hún muna lítið eftir ferðinni þar sem hún leyfði nýju eiginkonunni að ráða för og gerði eins og hún vildi. „Ég bara einhvern veginn gafst upp og sætti mig við að þetta væru mín hlutskipti í lífinu og ég myndi aldrei komast í burtu frá því.“ Í kjölfarið segist Aníta hafa farið að skipuleggja sjálfsmorð þar sem það var eina leiðin sem hún sá út úr aðstæðunum. Gerði hana að engu „Hún var búin að gera mig að engu, hún var búin að taka allt manneðlið mitt í burtu. Hún, allt sem að mér fannst flott var ljótt, allt sem að mér fannst gott var ljótt“ segir Aníta um stjórnunina og niðurrifið sem hún segist hafa upplifað. Hún segir það hafa verið bannað að hlusta á tónlist sem Aníta hafði gaman að inn á heimilinu. „Hún stjórnaði hversu þung ég var. Ef ég var of mjó þá var ég ógeðsleg en ef ég fitnaði of mikið lætur hún mig líka vita af því þá átti ég að drekka þetta detox te og borða hollt og svo þegar ég var orðin of mjó fyrir hennar smekk að þá átti ég að borða þessa pizzu og borða þessa köku og borða þetta og ég var bara orðin þannig að borðaði það sem hún sagði mér að borða því ég vildi ekki að hún myndi öskraði á mig“ Eftir sambandið segist Aníta hafa verið lengi að finna sjálfan sig aftur. Reyndi að fara frá henni Aníta segist hafa farið utan og hafi það verið í fyrsta skipti sem hún fór frá kærustinnu í nokkra daga án þess að fá endalaust áreiti, hún hafi aldrei áður getað fengið frí frá henni. Þegar hún kom heim segist hún hafa séð skilaboð hjá eiginkonunni til annarrar manneskju sem hún hafi verið að halda við. Þá segist hún hafa sent eiginkonunni strax skilaboð um að hún vildi skilnað og hafi byrjað að pakka í töskur. Stuttu síðar segir hún konuna hafa komið heim og hafi Aníta reynt að fela sig. Hún segir hana hafa fundið sig strax og snöggreiðst þegar Aníta sagðist ekki þola sambandið lengur. Þá hafi hún byrjað að kasta hlutum og öskra á hana. Aníta segist hafa reynt að flýja en konan hafi dregið hana niður og hún dottið og fengið aftur kunnuglega tilfinningu um að hún gæti ekki farið neitt því konan kæmi alltaf aftur. Árás Hún segir konuna hafa farið inn í stofu með hníf og staðið fyrir dyrunum og hótað að drepa sig ef hún færi frá sér. Hún segir hana hafa haldið áfram að öskra á sig og kastað í hana hlutum og segja henni að þetta væri allt henni að kenna. Á þessum tímapunkti segist Aníta hafa verið orðin svo þreytt eftir átökin að hún hafi lofað öllu fögra en beðið um að fá að fara í göngutúr en hún hafi ekki fengið leyfi til þess. Aníta segist ekki hafa séð neina leið út úr aðstæðunum og sest niður í sófann og gefist upp. Þá segir hún konuna hafa stokkið á sig og við hafi tekið hræðileg árás sem lýst er í klippunni hér fyrir neðan þar sem Aníta segir meðal annars: „Ég gafst bara upp og ég hætti og ég lá bara þarna og ég bara vonaði að hún myndi bara klára þetta og þetta væri bara búið. Ég var bara búin að sætta mig við að deyja. Ég var orðin svo þreytt, þetta var svo mikið og þetta var alltaf í gangi.“ Klippa: Ég var bara búin að sætta mig við að deyja Langur bati eftir sambandið Aníta segir frá því í þættinum hvernig hún komst út úr aðstæðunum, bataferlinu sem tók við eftir sambandið og hvernig hún komst á þann stað sem hún er á í dag. Fólk sem upplifir heimilisofbeldi getur leitað í úrræði á borð við Bjarkarhlíð og Kvennaathvarfið.
Heimilisofbeldi Tengdar fréttir „Hélt að hann ætlaði að kála mér“ Guðmunda Erla Þórhallsdóttir er áttræð og nýskilin en hún segist hafa búið við fimmtíu ára ofbeldissamband með fyrrverandi eiginmanni sínum. 8. mars 2022 10:31 Heimilisofbeldi – Ertu viss um að börnin séu sofandi? Heimilisofbeldi er þegar að einstaklingur inni á heimili hótar, niðurlægir, ógnar, kúgar, beitir líkamlegu, fjárhagslegu, stafrænu eða kynferðislegu ofbeldi. 1. mars 2022 10:30 „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Áslaug María lýsir hrottalegri æsku sinni í síðasta þætti af Heimilisofbeldi á Stöð 2 sem sýndur var í gær. 1. mars 2022 12:30 Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
„Hélt að hann ætlaði að kála mér“ Guðmunda Erla Þórhallsdóttir er áttræð og nýskilin en hún segist hafa búið við fimmtíu ára ofbeldissamband með fyrrverandi eiginmanni sínum. 8. mars 2022 10:31
Heimilisofbeldi – Ertu viss um að börnin séu sofandi? Heimilisofbeldi er þegar að einstaklingur inni á heimili hótar, niðurlægir, ógnar, kúgar, beitir líkamlegu, fjárhagslegu, stafrænu eða kynferðislegu ofbeldi. 1. mars 2022 10:30
„Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Áslaug María lýsir hrottalegri æsku sinni í síðasta þætti af Heimilisofbeldi á Stöð 2 sem sýndur var í gær. 1. mars 2022 12:30