Ullarbændur í Öxarfirði selja lopa beint frá býli Kristján Már Unnarsson skrifar 14. mars 2022 22:44 Guðrún Lilja og Brynjar Þór í gestastofu ullarvinnslunnar í Gilhaga. Einar Árnason Ung hjón sem áttu sér þann draum að setjast að í sveit ásamt börnum sínum þremur ákváðu að gerast ullarbændur í Öxarfirði og selja lopaband beint frá býli. Svo vel hefur gengið að þau hafa vart undan við framleiðsluna. Í fréttum Stöðvar 2 sýndum við myndir frá því þegar við heimsóttum bæinn Gilhaga síðastliðið sumar. Þá rak okkur eiginlega í rogastans að sjá skógarsalinn með birkivöxnum hlíðum og ræktuðum skógi næst bæjarhúsunum. Í gamalli vélageymslu á hlaðinu eru þau Brynjar Þór Vigfússon og Guðrún Lilja Dam Guðrúnardóttir búin að innrétta ullarvinnslu en þau keyptu jörðin af afa hans fyrir þremur árum. Bærinn Gilhagi í Öxarfirði er í skógarsal um fimm kílómetra frá Lundi og um tólf kílómetra frá Ásbyrgi.Einar Árnason „Við vissum eiginlega ekkert um ull þegar við byrjuðum. Þetta var verkefni sem var í gangi á vegum Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga,“ segir Guðrún. Ullina fá þau frá bændum í héraðinu. Hún fer síðan í gegnum vélar sem þvo ullina, tæta hana, kemba og spinna. Afurðirnar eru svo seldar beint frá býli en þau innréttuðu sérstaka gestastofu. „Við erum að reyna að hafa þetta svolítið fjölbreytt. Við erum til dæmis með mjög fínt einband. Við erum með fínt tvinnað band, sem er skemmtilegt í vettlinga, og hefur verið mjög vinsælt. Við erum með gróft þríband og eitt sem við köllum Hrút. Það er í rauninni bara ærull. Við nefnum það Hrút vegna þess að við tökum ekki togið frá. Þannig að það er svona grófara og ekki fyrir þá allra viðkvæmustu,“ segir Guðrún. Þau Guðrún og Brynjar segja frá ullarvinnslunni í Gilhaga.Einar Árnason Þau hófu starfsemina sumarið 2020 og þetta varð strax fullt starf hjá Brynjari. „Guðrún er svona að koma inn í þetta hægt og rólega af því að við höfum bara ekki undan. Þurfum bara í rauninni fleiri hendur,“ segir Brynjar og Guðrún bætir við að tryllt umferð hafi verið síðastliðið sumar og brjálað að gera. En geta þau lifað á þessu? Liggur framtíðin í þessu? „Já, ég held að það sé algerlega framtíðin, að vera ullarbóndi,“ svarar Guðrún. „Já, eins og er, þá gengur þetta vel, og virðist vera að aukast. Þannig að við erum ekki smeyk,“ svarar Brynjar. Fjallað er um Öxarfjörð í þættinum Um land allt á Stöð 2 en þáttinn má einnig nálgast á Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Um land allt Landbúnaður Norðurþing Byggðamál Tengdar fréttir Sænskar konur uppgötvuðu Öxarfjörð og fóru svo hvergi Tvær sænskar konur, sem stofnað hafa heimili í Öxarfirði með íslenskum eiginmönnum, eru meðal viðmælenda í þættinum Um land allt á Stöð 2. Báðar eiga sinn þátt í því að börnum hefur farið fjölgandi í sveitinni. 14. mars 2022 12:13 Íslensk ull slær í gegn í vinsælum útivistarfatnaði Íslensk ull er heldur betur að slá í gegn á Íslandi og í útlöndum, ekki bara í lopapeysum því nú er hún líka komin í vinsælan útivistarfatnað til einangrunar. Talsmaður sauðfjárbænda segir bændur mjög stolta af vinsældum ullarinnar. 28. desember 2021 13:07 Handprjónarar bæta hag íslenskra sauðfjárbænda Sauðfjárbændur gleðjast núna yfir hærra ullarverði en íslenskt handprjónaband hefur slegið í gegn meðal prjónafólks, bæði hérlendis og erlendis. Ullarvinnslufyrirtækið Ístex hefur ekki undan við framleiðsluna. 18. nóvember 2021 22:44 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 sýndum við myndir frá því þegar við heimsóttum bæinn Gilhaga síðastliðið sumar. Þá rak okkur eiginlega í rogastans að sjá skógarsalinn með birkivöxnum hlíðum og ræktuðum skógi næst bæjarhúsunum. Í gamalli vélageymslu á hlaðinu eru þau Brynjar Þór Vigfússon og Guðrún Lilja Dam Guðrúnardóttir búin að innrétta ullarvinnslu en þau keyptu jörðin af afa hans fyrir þremur árum. Bærinn Gilhagi í Öxarfirði er í skógarsal um fimm kílómetra frá Lundi og um tólf kílómetra frá Ásbyrgi.Einar Árnason „Við vissum eiginlega ekkert um ull þegar við byrjuðum. Þetta var verkefni sem var í gangi á vegum Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga,“ segir Guðrún. Ullina fá þau frá bændum í héraðinu. Hún fer síðan í gegnum vélar sem þvo ullina, tæta hana, kemba og spinna. Afurðirnar eru svo seldar beint frá býli en þau innréttuðu sérstaka gestastofu. „Við erum að reyna að hafa þetta svolítið fjölbreytt. Við erum til dæmis með mjög fínt einband. Við erum með fínt tvinnað band, sem er skemmtilegt í vettlinga, og hefur verið mjög vinsælt. Við erum með gróft þríband og eitt sem við köllum Hrút. Það er í rauninni bara ærull. Við nefnum það Hrút vegna þess að við tökum ekki togið frá. Þannig að það er svona grófara og ekki fyrir þá allra viðkvæmustu,“ segir Guðrún. Þau Guðrún og Brynjar segja frá ullarvinnslunni í Gilhaga.Einar Árnason Þau hófu starfsemina sumarið 2020 og þetta varð strax fullt starf hjá Brynjari. „Guðrún er svona að koma inn í þetta hægt og rólega af því að við höfum bara ekki undan. Þurfum bara í rauninni fleiri hendur,“ segir Brynjar og Guðrún bætir við að tryllt umferð hafi verið síðastliðið sumar og brjálað að gera. En geta þau lifað á þessu? Liggur framtíðin í þessu? „Já, ég held að það sé algerlega framtíðin, að vera ullarbóndi,“ svarar Guðrún. „Já, eins og er, þá gengur þetta vel, og virðist vera að aukast. Þannig að við erum ekki smeyk,“ svarar Brynjar. Fjallað er um Öxarfjörð í þættinum Um land allt á Stöð 2 en þáttinn má einnig nálgast á Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Um land allt Landbúnaður Norðurþing Byggðamál Tengdar fréttir Sænskar konur uppgötvuðu Öxarfjörð og fóru svo hvergi Tvær sænskar konur, sem stofnað hafa heimili í Öxarfirði með íslenskum eiginmönnum, eru meðal viðmælenda í þættinum Um land allt á Stöð 2. Báðar eiga sinn þátt í því að börnum hefur farið fjölgandi í sveitinni. 14. mars 2022 12:13 Íslensk ull slær í gegn í vinsælum útivistarfatnaði Íslensk ull er heldur betur að slá í gegn á Íslandi og í útlöndum, ekki bara í lopapeysum því nú er hún líka komin í vinsælan útivistarfatnað til einangrunar. Talsmaður sauðfjárbænda segir bændur mjög stolta af vinsældum ullarinnar. 28. desember 2021 13:07 Handprjónarar bæta hag íslenskra sauðfjárbænda Sauðfjárbændur gleðjast núna yfir hærra ullarverði en íslenskt handprjónaband hefur slegið í gegn meðal prjónafólks, bæði hérlendis og erlendis. Ullarvinnslufyrirtækið Ístex hefur ekki undan við framleiðsluna. 18. nóvember 2021 22:44 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Sænskar konur uppgötvuðu Öxarfjörð og fóru svo hvergi Tvær sænskar konur, sem stofnað hafa heimili í Öxarfirði með íslenskum eiginmönnum, eru meðal viðmælenda í þættinum Um land allt á Stöð 2. Báðar eiga sinn þátt í því að börnum hefur farið fjölgandi í sveitinni. 14. mars 2022 12:13
Íslensk ull slær í gegn í vinsælum útivistarfatnaði Íslensk ull er heldur betur að slá í gegn á Íslandi og í útlöndum, ekki bara í lopapeysum því nú er hún líka komin í vinsælan útivistarfatnað til einangrunar. Talsmaður sauðfjárbænda segir bændur mjög stolta af vinsældum ullarinnar. 28. desember 2021 13:07
Handprjónarar bæta hag íslenskra sauðfjárbænda Sauðfjárbændur gleðjast núna yfir hærra ullarverði en íslenskt handprjónaband hefur slegið í gegn meðal prjónafólks, bæði hérlendis og erlendis. Ullarvinnslufyrirtækið Ístex hefur ekki undan við framleiðsluna. 18. nóvember 2021 22:44