Eigendur Man Utd íhuga að jafna Old Trafford við jörðu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. mars 2022 07:01 Old Trafford, heimavöllur Manchester United. James Gill/Getty Images Eigendur enska knattspyrnufélagsins Manchester United íhuga nú hvort það sé sniðugast að jafna Old Trafford, heimavöll liðsins, við jörðu og byggja í kjölfarið nýjan völl á sama stað. Stærsta spurningin er hvar liðið ætti að leika heimaleiki sína á meðan framkvæmdum stendur. Glazer-fjölskyldan, eigendur Man United, hefur verið gagnrýnd harkalega undanfarin ár fyrir að hundsa viðhald vallarins sem er í dag hálfgert barn síns tíma. Nú virðist heldur betur eiga að taka til hendinni. Enski fjölmiðillinn The Telegraph greindi frá því að Glazer-fjölskyldan sé langt komin með að finna samstarfsaðila sem myndi sjá um stærsta uppbyggingarverkefni í sögu félagsins. Þar kemur fram að eigendurnir hafi beðið um tilboð í þrjár mismunandi tillögur. Ein tillagan snýr að endurgerð vallarins frá grunni. Old Trafford er sem stendur stærsti leikvangur félagsliðs á Englandi með 74.140 sæti. Hann hefur verið heimavöllur Man United frá árinu 1910. Old Trafford, one of the world's most iconic football stadiums, could be knocked down & rebuilt under one of three design plans being considered by #MUFC. Club close to appointing preferred architects to oversee project https://t.co/18JBqGaHcF— James Ducker (@TelegraphDucker) March 14, 2022 Talið er að ef Glazer-fjölskyldan ákveði að rífa í gikkinn og endurgera völlinn frá grunni þá sé stefnt að því að byggja leikvang sem gæti tekið allt að 90 þúsund manns í sæti. Þá yrði einnig annar völlur byggður skammt frá fyrir kvennalið félagsins sem og akademíu þess. Ásamt tillögunni um nýjan leikvang þá eru tvær aðrar tillögur á borðinu. Önnur þeirra snýr að stækkun suður-stúkunnar sem og almenn yfirhalning á leikvanginum í heild sinni. Með því myndi Old Trafford geta tekið rúmlega 80 þúsund manns í sæti. Þriðja tillagan er svo alger yfirhalning á öllum leikvanginum fyrir utan áðurnefnda suður-stúku. Tæknilega séð er einfaldasta framkvæmdin sú að jafna völlinn við jörðu og byggja nýjan en félagið væri þá heimilislaust. Talið er að slík framkvæmd gæti tekið tvö til þrjú ár. Félagið gæti ekki gert hið sama og Tottenham Hotspur – sem spilaði heimaleiki sína á Wembley meðan nýr leikvangur þess var byggður – þar sem enginn hlutlaus leikvangur í Norður-Englandi er nægilega stór. Þá virðast eigendur félagsins ekki tilbúnir að leigja völl af félagi í nágrenninu þar sem það myndi skerða tekjurnar sem félagið tekur inn á leikdegi. Avram og Joel Glazer.Michael Regan/Getty Images Samkvæmt frétt The Telegraph halda eigendur Man Utd öllum möguleikum opnum og verður áhugavert að sjá hvaða ákvörðun verður tekin. Síðan Glazer-fjölskyldan eignaðist félagið hefur hún aðallega hugsað um eigin hagsmuni og má reikna með að sama hver ákvörðunin verður þá verður hún tekin með veski þeirra að leiðarljósi en ekki hagsmuni Manchester United. Fótbolti Enski boltinn Bretland England Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Miklu meira af bakertíum á tækjunum í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Sjá meira
Glazer-fjölskyldan, eigendur Man United, hefur verið gagnrýnd harkalega undanfarin ár fyrir að hundsa viðhald vallarins sem er í dag hálfgert barn síns tíma. Nú virðist heldur betur eiga að taka til hendinni. Enski fjölmiðillinn The Telegraph greindi frá því að Glazer-fjölskyldan sé langt komin með að finna samstarfsaðila sem myndi sjá um stærsta uppbyggingarverkefni í sögu félagsins. Þar kemur fram að eigendurnir hafi beðið um tilboð í þrjár mismunandi tillögur. Ein tillagan snýr að endurgerð vallarins frá grunni. Old Trafford er sem stendur stærsti leikvangur félagsliðs á Englandi með 74.140 sæti. Hann hefur verið heimavöllur Man United frá árinu 1910. Old Trafford, one of the world's most iconic football stadiums, could be knocked down & rebuilt under one of three design plans being considered by #MUFC. Club close to appointing preferred architects to oversee project https://t.co/18JBqGaHcF— James Ducker (@TelegraphDucker) March 14, 2022 Talið er að ef Glazer-fjölskyldan ákveði að rífa í gikkinn og endurgera völlinn frá grunni þá sé stefnt að því að byggja leikvang sem gæti tekið allt að 90 þúsund manns í sæti. Þá yrði einnig annar völlur byggður skammt frá fyrir kvennalið félagsins sem og akademíu þess. Ásamt tillögunni um nýjan leikvang þá eru tvær aðrar tillögur á borðinu. Önnur þeirra snýr að stækkun suður-stúkunnar sem og almenn yfirhalning á leikvanginum í heild sinni. Með því myndi Old Trafford geta tekið rúmlega 80 þúsund manns í sæti. Þriðja tillagan er svo alger yfirhalning á öllum leikvanginum fyrir utan áðurnefnda suður-stúku. Tæknilega séð er einfaldasta framkvæmdin sú að jafna völlinn við jörðu og byggja nýjan en félagið væri þá heimilislaust. Talið er að slík framkvæmd gæti tekið tvö til þrjú ár. Félagið gæti ekki gert hið sama og Tottenham Hotspur – sem spilaði heimaleiki sína á Wembley meðan nýr leikvangur þess var byggður – þar sem enginn hlutlaus leikvangur í Norður-Englandi er nægilega stór. Þá virðast eigendur félagsins ekki tilbúnir að leigja völl af félagi í nágrenninu þar sem það myndi skerða tekjurnar sem félagið tekur inn á leikdegi. Avram og Joel Glazer.Michael Regan/Getty Images Samkvæmt frétt The Telegraph halda eigendur Man Utd öllum möguleikum opnum og verður áhugavert að sjá hvaða ákvörðun verður tekin. Síðan Glazer-fjölskyldan eignaðist félagið hefur hún aðallega hugsað um eigin hagsmuni og má reikna með að sama hver ákvörðunin verður þá verður hún tekin með veski þeirra að leiðarljósi en ekki hagsmuni Manchester United.
Fótbolti Enski boltinn Bretland England Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Miklu meira af bakertíum á tækjunum í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Sjá meira