Segir Drífu hafa mistekist og spyr hvort ASÍ sé barn síns tíma Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. mars 2022 15:05 Ragnar Þór vandar Drífu Snædal ekki kveðjurnar. Formaður VR segir forseta Alþýðusambandsins hafa mistekist að sætta sjónarmið innan verkalýðshreyfingarinnar þar sem hann segir eitraða menningu hafa þrifist í langan tíma. Hann segir mögulegt að ASÍ sé barn síns tíma og að verkalýðshreyfingin þurfi að endurhugsa aðkomu sína að sambandinu. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var harðorður í garð Drífu Snædal, forseta ASÍ, í pistli sem hann ritaði á Vísi í vikunni en hann hafði áður lýst eitruðum kúltúr, baktjaldamakki og valdabaráttu innan verkalýðshreyfingarinnar. Ragnar fór yfir stöðuna á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun en hann segir ýmis vandamál til staðar innan ASÍ, sem hafa verið til staðar í lengri tíma, og að þörf sé á breytingum. „Þetta gengur alla vega ekki upp eins og þetta er í dag og með fullri virðingu fyrir Drífu, að þá hefur henni bara mistekist að sætta sjónarmið innan Alþýðusambandsins og tekið mjög virka stöðu með þeim hópi sem hefur unnið hvað mest gegn okkur,“ segir Ragnar. Að sögn Ragnars stendur ákveðinn hópur á móti VR, Eflingu og öðrum verkalýðshreyfingum sem hafa staðið með þeim úti á landi. „Það sem ég er að setja fram er; hef ég áhuga á að vinna á vettvangi og með fólki sem að veit ekkert betra en að bregða fyrir mér fæti? Ég hef ekki áhuga á að starfa á slíkum vettvangi,“ segir Ragnar. Hann segir grunnvandamál ASÍ vera það að róttæk baráttumál komist ekki á dagskrá og veltir því fyrir sér hvort hægt sé að bæta stöðuna. „Ég held að við ættum frekar að spyrja okkur hvort við eigum við að breyta þessu fyrirkomulagi, er Alþýðusambandið barn síns tíma, hvað getum við gert, er hægt að laga þetta? Ég er ekki með svarið við þessu,“ segir Ragnar. Ragnar gerir ráð fyrir að mótframboð berist til forseta á næsta þingi ASÍ en segir það ekki endilega nóg að skipta bara út forseta. „Það þarf einhvern veginn að endurhugsa Alþýðusambandið og sjá hvort það getur gagnast okkur í þeirri baráttu sem fram undan er eða ekki. Ef það gagnast okkur ekki þá þurfum við að endurhugsa okkar aðkomu að því,“ segir Ragnar. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Skuggahliðar verkalýðshreyfingarinnar Þegar ég náði kjöri árið 2017 sem formaður VR var framboð mitt vantraust á stefnu Alþýðusambandsins og forystu þess. Ég vildi gefa félagsmönnum VR val um aðra rödd og aðra stefnu en miðstýrða af forystu ASÍ og Gylfa Arnbjörnssonar undir merkjum Salek. 10. febrúar 2022 16:31 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Fleiri fréttir Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var harðorður í garð Drífu Snædal, forseta ASÍ, í pistli sem hann ritaði á Vísi í vikunni en hann hafði áður lýst eitruðum kúltúr, baktjaldamakki og valdabaráttu innan verkalýðshreyfingarinnar. Ragnar fór yfir stöðuna á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun en hann segir ýmis vandamál til staðar innan ASÍ, sem hafa verið til staðar í lengri tíma, og að þörf sé á breytingum. „Þetta gengur alla vega ekki upp eins og þetta er í dag og með fullri virðingu fyrir Drífu, að þá hefur henni bara mistekist að sætta sjónarmið innan Alþýðusambandsins og tekið mjög virka stöðu með þeim hópi sem hefur unnið hvað mest gegn okkur,“ segir Ragnar. Að sögn Ragnars stendur ákveðinn hópur á móti VR, Eflingu og öðrum verkalýðshreyfingum sem hafa staðið með þeim úti á landi. „Það sem ég er að setja fram er; hef ég áhuga á að vinna á vettvangi og með fólki sem að veit ekkert betra en að bregða fyrir mér fæti? Ég hef ekki áhuga á að starfa á slíkum vettvangi,“ segir Ragnar. Hann segir grunnvandamál ASÍ vera það að róttæk baráttumál komist ekki á dagskrá og veltir því fyrir sér hvort hægt sé að bæta stöðuna. „Ég held að við ættum frekar að spyrja okkur hvort við eigum við að breyta þessu fyrirkomulagi, er Alþýðusambandið barn síns tíma, hvað getum við gert, er hægt að laga þetta? Ég er ekki með svarið við þessu,“ segir Ragnar. Ragnar gerir ráð fyrir að mótframboð berist til forseta á næsta þingi ASÍ en segir það ekki endilega nóg að skipta bara út forseta. „Það þarf einhvern veginn að endurhugsa Alþýðusambandið og sjá hvort það getur gagnast okkur í þeirri baráttu sem fram undan er eða ekki. Ef það gagnast okkur ekki þá þurfum við að endurhugsa okkar aðkomu að því,“ segir Ragnar. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Skuggahliðar verkalýðshreyfingarinnar Þegar ég náði kjöri árið 2017 sem formaður VR var framboð mitt vantraust á stefnu Alþýðusambandsins og forystu þess. Ég vildi gefa félagsmönnum VR val um aðra rödd og aðra stefnu en miðstýrða af forystu ASÍ og Gylfa Arnbjörnssonar undir merkjum Salek. 10. febrúar 2022 16:31 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Fleiri fréttir Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Sjá meira
Skuggahliðar verkalýðshreyfingarinnar Þegar ég náði kjöri árið 2017 sem formaður VR var framboð mitt vantraust á stefnu Alþýðusambandsins og forystu þess. Ég vildi gefa félagsmönnum VR val um aðra rödd og aðra stefnu en miðstýrða af forystu ASÍ og Gylfa Arnbjörnssonar undir merkjum Salek. 10. febrúar 2022 16:31