„Búinn að bíða eftir tækifærinu og nýt þess að spila“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. mars 2022 19:37 Arnór Snær Óskarsson með verðlaunagripinn sem hann fékk fyrir að vera bestur á úrslitahelgi Coca Cola bikarsins. vísir/hulda margrét Arnór Snær Óskarsson var valinn besti leikmaður bikarúrslitahelgarinnar þar sem Valur stóð uppi sem sigurvegari. Hann skoraði þrettán mörk þegar Valur vann stórsigur á FH, 27-37, í undanúrslitunum og fylgdi því eftir með fimm mörkum í úrslitaleiknum þar sem Valsmenn unnu KA-menn, 36-32. „Tilfinningin er geggjuð. Þetta var þvílíkur leikur. Við byrjuðum illa en komum sterkir til baka. Vörnin small og við fórum að keyra á þá. Þetta var geggjaður leikur. KA-menn voru frábærir,“ sagði Arnór við Vísi eftir leik. Valsmenn voru ekki sjálfum sér líkir í vörninni í fyrri hálfleik þar sem þeir fengu á sig sautján mörk en hún lagaðist aðeins í þeim seinni. „Við vorum út um allt, misstum menn framhjá okkur og vorum of staðir. Þetta var bara lélegt. En við þéttum þetta og það var lykilinn að þessu,“ sagði Arnór. Valsmenn keyrðu grimmt á KA-menn og uppskáru fjölda marka eftir hraðaupphlaup og hraða miðju. „Við erum með Bjögga [Björgvin Pál Gústavsson] sem er frábær að kasta fram og Einar Þorstein [Ólafsson] sem keyrir eins og brjálæðingur. Við viljum keyra, keyra og keyra og þreyta hin liðin,“ sagði Arnór sem hefur spilað einstaklega vel að undanförnu. „Ég er búinn að bíða eftir tækifærinu og nýt þess að spila. Liðið var frábært í dag og það var flott að fá þennan titil.“ Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Snorri Steinn: Svakalega glaður og stoltur af liðinu Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður eftir sigurinn á KA, 36-32, í úrslitaleik Coca Cola bikar karla í handbolta í dag. 12. mars 2022 18:47 „Vinna og vinna aftur, það er markmiðið þegar þú ert í Val“ Þrátt fyrir að vera svo til nýbyrjaður í meistaraflokki vann Einar Þorsteinn Ólafsson sinn þriðja stóra titil með Val þegar liðið bar sigurorð af KA, 36-32, í úrslitaleik Coca Cola bikars karla í dag. 12. mars 2022 18:35 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira
Hann skoraði þrettán mörk þegar Valur vann stórsigur á FH, 27-37, í undanúrslitunum og fylgdi því eftir með fimm mörkum í úrslitaleiknum þar sem Valsmenn unnu KA-menn, 36-32. „Tilfinningin er geggjuð. Þetta var þvílíkur leikur. Við byrjuðum illa en komum sterkir til baka. Vörnin small og við fórum að keyra á þá. Þetta var geggjaður leikur. KA-menn voru frábærir,“ sagði Arnór við Vísi eftir leik. Valsmenn voru ekki sjálfum sér líkir í vörninni í fyrri hálfleik þar sem þeir fengu á sig sautján mörk en hún lagaðist aðeins í þeim seinni. „Við vorum út um allt, misstum menn framhjá okkur og vorum of staðir. Þetta var bara lélegt. En við þéttum þetta og það var lykilinn að þessu,“ sagði Arnór. Valsmenn keyrðu grimmt á KA-menn og uppskáru fjölda marka eftir hraðaupphlaup og hraða miðju. „Við erum með Bjögga [Björgvin Pál Gústavsson] sem er frábær að kasta fram og Einar Þorstein [Ólafsson] sem keyrir eins og brjálæðingur. Við viljum keyra, keyra og keyra og þreyta hin liðin,“ sagði Arnór sem hefur spilað einstaklega vel að undanförnu. „Ég er búinn að bíða eftir tækifærinu og nýt þess að spila. Liðið var frábært í dag og það var flott að fá þennan titil.“
Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Snorri Steinn: Svakalega glaður og stoltur af liðinu Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður eftir sigurinn á KA, 36-32, í úrslitaleik Coca Cola bikar karla í handbolta í dag. 12. mars 2022 18:47 „Vinna og vinna aftur, það er markmiðið þegar þú ert í Val“ Þrátt fyrir að vera svo til nýbyrjaður í meistaraflokki vann Einar Þorsteinn Ólafsson sinn þriðja stóra titil með Val þegar liðið bar sigurorð af KA, 36-32, í úrslitaleik Coca Cola bikars karla í dag. 12. mars 2022 18:35 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira
Snorri Steinn: Svakalega glaður og stoltur af liðinu Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður eftir sigurinn á KA, 36-32, í úrslitaleik Coca Cola bikar karla í handbolta í dag. 12. mars 2022 18:47
„Vinna og vinna aftur, það er markmiðið þegar þú ert í Val“ Þrátt fyrir að vera svo til nýbyrjaður í meistaraflokki vann Einar Þorsteinn Ólafsson sinn þriðja stóra titil með Val þegar liðið bar sigurorð af KA, 36-32, í úrslitaleik Coca Cola bikars karla í dag. 12. mars 2022 18:35