Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Edda Andrésdóttir les fréttir í kvöld.
Edda Andrésdóttir les fréttir í kvöld.

Forseti Úkraínu óttast að ásaknir Rússa um að Úkraínumenn séu að koma sér upp efnavopnum sé undanfari þess að þeir beiti slíkum vopnum í Úkraínu. Biden bandaríkjaforseti segir Putin algerlega hafa misreiknað samstöðu Vesturlanda. Rússar sækja vestur á bóginn í innrásinni. Við segjum frá helstu tíðindum stríðsins í Úkraínu í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Þá verðum við í beinni útsendingu frá vöruhúsi í Holtagörðum, þar sem Golfsamband Íslands hefur tekið við tugum vörubretta af fatnaði, sjúkratækjum og öðrum varningi sem senda á út til Úkraínu með fragtflugi um helgina. Félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar hafa safnað tugum, ef ekki hundruðum, milljóna króna fyrir stríðshrjáða Úkraínumenn á síðustu dögum.

Við heyrum einnig í heilbrigðisráðherra um stöðuna á kórónuveirufaraldrinum, sem geisar sem aldrei fyrr og bitnar einna helst á heilbrigðisstofnunum landsins. Þá heimsækjum við Reykjanesvita en bæjarstjóri Reykjanesbæjar fordæmir ferðaþjónustufyrirtæki fyrir að rukka inn á bílastæði við vitann. Hann segir fyrirtækið hafa svikið loforð um að koma fyrst upp þjónustumiðstöð á svæðinu áður en rukkað yrði inn á það.

Við ræðum einnig við laganema sem aðstoða munu gesti og gangandi í Háskólanum í Reykjavík við að skila inn skattframtali um helgina – en frestur til slíkra skila rennur nú senn út. Þá verðum við í beinni útsendingu frá Hörpu, þar sem allir salir eru bókaðir undir tónleika í kvöld og gleðin væntanlega allsráðandi. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×