María bjargaði geðheilsunni með kuldagalla um miðja nótt Stefán Árni Pálsson skrifar 11. mars 2022 10:31 María fékk mjög erfitt kvíðakast eina nótt í Danmörku. Hönnuðurinn María Ericsdóttir Panduro varð hrædd um líf sitt þegar hún fékk heiftarlegt kvíðakast um miðja nótt eftir erfið sambandsslit og gríðarlega erfitt tímabil og hún hreinlega óttaðist að hún væri að fá hjartaáfall. María fékk lánaðan kuldagalla og fór út í góðan göngutúr og kom til baka öll léttari og endurnærð og tilbúin að takast á við lífið. Í dag hefur hún hannað kuldagalla fyrir konur sem þurfa að fara út í náttúruna til að ná áttum eða bara hreinlega nota á gleðistundum því gallann er hægt að nota við ýmis tækifæri bæði úti og inni. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og fékk að heyra þessa mögnuðu reynslusögu og skoðaði þennan snilldar galla sem breytti hennar Maríu. Áhorfendur fá einnig að sjá skemmtilegt heimili Maríu þar sem hún fer ótroðnar slóðir við innréttingar og endurhönnun. „Ég og vinkonur mínar og konur á þessum aldri gerum oft svo lítið úr því að fá taugaáfall. Við vitum hvað við eigum að segja og hvernig hlutirnir eru en samt viljum við alltaf draga úr. Þetta var ömurlegt, alveg hræðilegt. Ég vissi að þetta væri líklega taugaáfall, en samt varð ég hrædd,“ segir María og heldur áfram. „Ég var hrædd um að fá hjartaáfall af því að það var svo mikill þungi. Líkaminn var að segja að það væri eitthvað mikið að og ég réði ekkert við það. Þetta lýsir sér þannig að ég hef átt erfitt með að sofa í langan tíma fyrir þetta atvik. Ég hef fengið svona lítil kvíðaköst þar sem ég finn að ég hef ekki stjórn á því hvernig mér líður en þetta var kvíðakast. Þetta gerðist þegar ég var í heimsókn hjá frænku minni í Danmörku og gerðist fimm um morguninn. Mér fannst ég ekki geta vakið fólkið, en eitthvað verð ég að gera. Það eina sem mér datt í hug, var að fara út.“ María segist hafa fundið kuldagalla sem frænka hennar átti og lagði af stað út úr íbúðinni. „Ég upplifði þarna frið og lækningu í náttúrunni. Ég sleppti mér algjörlega úti í náttúrunni og í dag er ég algjörlega háð því. Ég verð að komast nálægt trjám og Öskuhlíðinni hérna er algjörlega einstök,“ segir María sem eins og áður segir hannaði sérstakan galla fyrir kvenmenn sem hægt er að fara mjög auðveldlega í og skella sér í göngutúr í náttúrunni. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira
María fékk lánaðan kuldagalla og fór út í góðan göngutúr og kom til baka öll léttari og endurnærð og tilbúin að takast á við lífið. Í dag hefur hún hannað kuldagalla fyrir konur sem þurfa að fara út í náttúruna til að ná áttum eða bara hreinlega nota á gleðistundum því gallann er hægt að nota við ýmis tækifæri bæði úti og inni. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og fékk að heyra þessa mögnuðu reynslusögu og skoðaði þennan snilldar galla sem breytti hennar Maríu. Áhorfendur fá einnig að sjá skemmtilegt heimili Maríu þar sem hún fer ótroðnar slóðir við innréttingar og endurhönnun. „Ég og vinkonur mínar og konur á þessum aldri gerum oft svo lítið úr því að fá taugaáfall. Við vitum hvað við eigum að segja og hvernig hlutirnir eru en samt viljum við alltaf draga úr. Þetta var ömurlegt, alveg hræðilegt. Ég vissi að þetta væri líklega taugaáfall, en samt varð ég hrædd,“ segir María og heldur áfram. „Ég var hrædd um að fá hjartaáfall af því að það var svo mikill þungi. Líkaminn var að segja að það væri eitthvað mikið að og ég réði ekkert við það. Þetta lýsir sér þannig að ég hef átt erfitt með að sofa í langan tíma fyrir þetta atvik. Ég hef fengið svona lítil kvíðaköst þar sem ég finn að ég hef ekki stjórn á því hvernig mér líður en þetta var kvíðakast. Þetta gerðist þegar ég var í heimsókn hjá frænku minni í Danmörku og gerðist fimm um morguninn. Mér fannst ég ekki geta vakið fólkið, en eitthvað verð ég að gera. Það eina sem mér datt í hug, var að fara út.“ María segist hafa fundið kuldagalla sem frænka hennar átti og lagði af stað út úr íbúðinni. „Ég upplifði þarna frið og lækningu í náttúrunni. Ég sleppti mér algjörlega úti í náttúrunni og í dag er ég algjörlega háð því. Ég verð að komast nálægt trjám og Öskuhlíðinni hérna er algjörlega einstök,“ segir María sem eins og áður segir hannaði sérstakan galla fyrir kvenmenn sem hægt er að fara mjög auðveldlega í og skella sér í göngutúr í náttúrunni. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira