Sakar Agnieszku um rógburð og segir engar athugasemdir gerðar við viðskipti Eflingar Eiður Þór Árnason skrifar 10. mars 2022 16:10 Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, og Agnieszka Ewa Ziółkowska, fráfarandi formaður. Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir að endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hafi ekki gert neinar athugasemdir við viðskipti stéttarfélagsins við vefhönnunarfyrirtækið Sigur vefstofu. Fjallað var um það í síðustu viku að Efling hafi samið við Andra Sigurðsson, sem meðal annars er þekktur fyrir aðkomu sína að Jæja-hópnum, um vefsíðugerð. Kostnaður við samninginn er sagður hafa hlaupið á mörgum, ef ekki tugum, milljóna króna. Samkvæmt heimildum fréttastofu ýjaði Agnieszka Ewu Ziółkowska, sitjandi formaður Eflingar, að því á nýlegum fundi trúnaðarráðs að ekki hafi verið staðið að samningum við Andra með lögmætum hætti og að hún, sem formaður Eflingar, væri að „rannsaka“ málið. Viðar segir að Agnieszka hafi óskað eftir athugun Deloitte, sem fari með endurskoðun ársreikninga Eflingar, og félagið hafi nú komist að áðurnefndri niðurstöðu. Neitað að veita skýringar „Fráfarandi formaður, Agnieszka Ewa Ziółkowska, hefur borið út róg um að ég sé ábyrgur fyrir einhvers konar fjármálamisferli í tengslum við viðskipti Eflingar við umrætt fyrirtæki í tíð minni sem framkvæmdastjóri félagsins. Gerði hún þetta á fundi trúnaðarráðs Eflingar þann 16. febrúar sl. að mér fjarstöddum. Neitaði hún að veita lögmanni mínum skýringar eða gögn til stuðnings ummælum sínum þegar hann óskaði eftir því,“ segir Viðar í yfirlýsingu til fjölmiðla. Ónafngreindir einstaklingar hafi í kjölfarið sett sig í samband við fjölmiðla og látið hafa eftir sér ummæli „til þess gerð að málinu yrði slegið upp með tortryggilegum hætti“ gagnvart Viðari og hans störfum. „Halldóra Sveinsdóttir, þriðji varaforseti ASÍ, hefur jafnframt í samtölum við fjölmiðla tekið undir með þessum órökstuddu ásökunum og talað um fjárdrátt og önnur ótilgreind lögbrot. Eftir athugun Deloitte liggur fyrir að dylgjur fráfarandi formanns Eflingar og þriðja varaforseta ASÍ eru með öllu tilhæfulausar,“ segir Viðar. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Krefur Agnieszku útskýringa á ummælum á trúnaðarráðsfundi Agnieszku Ewu Ziółkowsku, sitjandi formanni Eflingar, hefur borist bréf þar sem hún er innt eftir útskýringum á ummælum sem hún lét falla á fundi trúnaðarráðs um ráðstöfun fjármuna félagsins. 4. mars 2022 09:07 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Fjallað var um það í síðustu viku að Efling hafi samið við Andra Sigurðsson, sem meðal annars er þekktur fyrir aðkomu sína að Jæja-hópnum, um vefsíðugerð. Kostnaður við samninginn er sagður hafa hlaupið á mörgum, ef ekki tugum, milljóna króna. Samkvæmt heimildum fréttastofu ýjaði Agnieszka Ewu Ziółkowska, sitjandi formaður Eflingar, að því á nýlegum fundi trúnaðarráðs að ekki hafi verið staðið að samningum við Andra með lögmætum hætti og að hún, sem formaður Eflingar, væri að „rannsaka“ málið. Viðar segir að Agnieszka hafi óskað eftir athugun Deloitte, sem fari með endurskoðun ársreikninga Eflingar, og félagið hafi nú komist að áðurnefndri niðurstöðu. Neitað að veita skýringar „Fráfarandi formaður, Agnieszka Ewa Ziółkowska, hefur borið út róg um að ég sé ábyrgur fyrir einhvers konar fjármálamisferli í tengslum við viðskipti Eflingar við umrætt fyrirtæki í tíð minni sem framkvæmdastjóri félagsins. Gerði hún þetta á fundi trúnaðarráðs Eflingar þann 16. febrúar sl. að mér fjarstöddum. Neitaði hún að veita lögmanni mínum skýringar eða gögn til stuðnings ummælum sínum þegar hann óskaði eftir því,“ segir Viðar í yfirlýsingu til fjölmiðla. Ónafngreindir einstaklingar hafi í kjölfarið sett sig í samband við fjölmiðla og látið hafa eftir sér ummæli „til þess gerð að málinu yrði slegið upp með tortryggilegum hætti“ gagnvart Viðari og hans störfum. „Halldóra Sveinsdóttir, þriðji varaforseti ASÍ, hefur jafnframt í samtölum við fjölmiðla tekið undir með þessum órökstuddu ásökunum og talað um fjárdrátt og önnur ótilgreind lögbrot. Eftir athugun Deloitte liggur fyrir að dylgjur fráfarandi formanns Eflingar og þriðja varaforseta ASÍ eru með öllu tilhæfulausar,“ segir Viðar.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Krefur Agnieszku útskýringa á ummælum á trúnaðarráðsfundi Agnieszku Ewu Ziółkowsku, sitjandi formanni Eflingar, hefur borist bréf þar sem hún er innt eftir útskýringum á ummælum sem hún lét falla á fundi trúnaðarráðs um ráðstöfun fjármuna félagsins. 4. mars 2022 09:07 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Krefur Agnieszku útskýringa á ummælum á trúnaðarráðsfundi Agnieszku Ewu Ziółkowsku, sitjandi formanni Eflingar, hefur borist bréf þar sem hún er innt eftir útskýringum á ummælum sem hún lét falla á fundi trúnaðarráðs um ráðstöfun fjármuna félagsins. 4. mars 2022 09:07