Óli Kristjáns: PSG er svolítill plastklúbbur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2022 13:01 Neymar og félagar í PSG eru úr leik í Meistaradeildinni og nú dugði ekki einu sinni að ná í Lionel Messi. AP/Manu Fernandez Gærkvöldið var ekki kvöld franska stórliðsins Paris Saint Germain sem enn á ný mistókst að fara alla leið í Meistaradeildinni. Nú ekki lengra en í sextán liða úrslitin. Meistaradeildarmörkin á Stöð 2 Sport 2 fóru yfir stórleik Real Madrid og Paris Saint Germain sem Real menn unnu 3-1 og þar með 3-2 samanlagt. „Það verður erfitt að toppa leikinn í kvöld, í svona drama, tilfinningum og öðru slíku,“ sagði Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Meistaradeildarmarkanna. „Þetta Meistaradeildarævintýri PSG er að bíða hnekki enn einu sinni,“ sagði Ólafur en það er óhætt að segja að franska félagið hafi sett mikinn pening í að vinna loksins Meistaradeildina. Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Meistaradeildarmarkanna kom með nokkur dæmi þar sem PSG hefur klúðrað niður góðri stöðu eins og á móti Barcelona og Manchester United svo eitthvað sé nefnt. Þessi leikur var enn eitt dæmið um það. „Það eru allt mismunandi knattspyrnustjórar og þjálfarar sem eru með liðið. Maður spyr sig því hvort að þetta sé í DNA klúbbsins,“ spurði Kjartan Atli. „Heldur þú að það sé eitthvað DNA í klúbbnum,“ svaraði Ólafur á móti. „Ég er ekki viss um það að það sé eitthvað DNA í klúbbnum. Þú finnur það stundum þegar þú kemur inn í sveitta búningsklefa að það er eitthvað þarna. Ég hef það á tilfinningunni að það sé ekki þannig hjá PSG,“ sagði Ólafur. „Þetta er svolítill plastklúbbur ef maður getur sagt sem svo. Hann er byggður í kringum gríðarlega mikið fjármagn og því er ausið í þennan klúbb. Það á að gera allt í krafti fjármagns til að ná í þennan stóra titil. Það hefur ekki tekist ennþá og það held ég að sé ákveðin blessun fyrir okkur sem eru örlitlir rómantíkerar í fótboltanum,“ sagði Ólafur. Það má finna alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Umræða um PSG eftir enn eitt Meistaradeildarklúðrið Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Franski boltinn Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti „Þetta var sársaukafullt“ Fótbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Fleiri fréttir NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Sjá meira
Meistaradeildarmörkin á Stöð 2 Sport 2 fóru yfir stórleik Real Madrid og Paris Saint Germain sem Real menn unnu 3-1 og þar með 3-2 samanlagt. „Það verður erfitt að toppa leikinn í kvöld, í svona drama, tilfinningum og öðru slíku,“ sagði Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Meistaradeildarmarkanna. „Þetta Meistaradeildarævintýri PSG er að bíða hnekki enn einu sinni,“ sagði Ólafur en það er óhætt að segja að franska félagið hafi sett mikinn pening í að vinna loksins Meistaradeildina. Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Meistaradeildarmarkanna kom með nokkur dæmi þar sem PSG hefur klúðrað niður góðri stöðu eins og á móti Barcelona og Manchester United svo eitthvað sé nefnt. Þessi leikur var enn eitt dæmið um það. „Það eru allt mismunandi knattspyrnustjórar og þjálfarar sem eru með liðið. Maður spyr sig því hvort að þetta sé í DNA klúbbsins,“ spurði Kjartan Atli. „Heldur þú að það sé eitthvað DNA í klúbbnum,“ svaraði Ólafur á móti. „Ég er ekki viss um það að það sé eitthvað DNA í klúbbnum. Þú finnur það stundum þegar þú kemur inn í sveitta búningsklefa að það er eitthvað þarna. Ég hef það á tilfinningunni að það sé ekki þannig hjá PSG,“ sagði Ólafur. „Þetta er svolítill plastklúbbur ef maður getur sagt sem svo. Hann er byggður í kringum gríðarlega mikið fjármagn og því er ausið í þennan klúbb. Það á að gera allt í krafti fjármagns til að ná í þennan stóra titil. Það hefur ekki tekist ennþá og það held ég að sé ákveðin blessun fyrir okkur sem eru örlitlir rómantíkerar í fótboltanum,“ sagði Ólafur. Það má finna alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Umræða um PSG eftir enn eitt Meistaradeildarklúðrið
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Franski boltinn Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti „Þetta var sársaukafullt“ Fótbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Fleiri fréttir NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Sjá meira