Óli Kristjáns: PSG er svolítill plastklúbbur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2022 13:01 Neymar og félagar í PSG eru úr leik í Meistaradeildinni og nú dugði ekki einu sinni að ná í Lionel Messi. AP/Manu Fernandez Gærkvöldið var ekki kvöld franska stórliðsins Paris Saint Germain sem enn á ný mistókst að fara alla leið í Meistaradeildinni. Nú ekki lengra en í sextán liða úrslitin. Meistaradeildarmörkin á Stöð 2 Sport 2 fóru yfir stórleik Real Madrid og Paris Saint Germain sem Real menn unnu 3-1 og þar með 3-2 samanlagt. „Það verður erfitt að toppa leikinn í kvöld, í svona drama, tilfinningum og öðru slíku,“ sagði Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Meistaradeildarmarkanna. „Þetta Meistaradeildarævintýri PSG er að bíða hnekki enn einu sinni,“ sagði Ólafur en það er óhætt að segja að franska félagið hafi sett mikinn pening í að vinna loksins Meistaradeildina. Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Meistaradeildarmarkanna kom með nokkur dæmi þar sem PSG hefur klúðrað niður góðri stöðu eins og á móti Barcelona og Manchester United svo eitthvað sé nefnt. Þessi leikur var enn eitt dæmið um það. „Það eru allt mismunandi knattspyrnustjórar og þjálfarar sem eru með liðið. Maður spyr sig því hvort að þetta sé í DNA klúbbsins,“ spurði Kjartan Atli. „Heldur þú að það sé eitthvað DNA í klúbbnum,“ svaraði Ólafur á móti. „Ég er ekki viss um það að það sé eitthvað DNA í klúbbnum. Þú finnur það stundum þegar þú kemur inn í sveitta búningsklefa að það er eitthvað þarna. Ég hef það á tilfinningunni að það sé ekki þannig hjá PSG,“ sagði Ólafur. „Þetta er svolítill plastklúbbur ef maður getur sagt sem svo. Hann er byggður í kringum gríðarlega mikið fjármagn og því er ausið í þennan klúbb. Það á að gera allt í krafti fjármagns til að ná í þennan stóra titil. Það hefur ekki tekist ennþá og það held ég að sé ákveðin blessun fyrir okkur sem eru örlitlir rómantíkerar í fótboltanum,“ sagði Ólafur. Það má finna alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Umræða um PSG eftir enn eitt Meistaradeildarklúðrið Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Franski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Meistaradeildarmörkin á Stöð 2 Sport 2 fóru yfir stórleik Real Madrid og Paris Saint Germain sem Real menn unnu 3-1 og þar með 3-2 samanlagt. „Það verður erfitt að toppa leikinn í kvöld, í svona drama, tilfinningum og öðru slíku,“ sagði Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Meistaradeildarmarkanna. „Þetta Meistaradeildarævintýri PSG er að bíða hnekki enn einu sinni,“ sagði Ólafur en það er óhætt að segja að franska félagið hafi sett mikinn pening í að vinna loksins Meistaradeildina. Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Meistaradeildarmarkanna kom með nokkur dæmi þar sem PSG hefur klúðrað niður góðri stöðu eins og á móti Barcelona og Manchester United svo eitthvað sé nefnt. Þessi leikur var enn eitt dæmið um það. „Það eru allt mismunandi knattspyrnustjórar og þjálfarar sem eru með liðið. Maður spyr sig því hvort að þetta sé í DNA klúbbsins,“ spurði Kjartan Atli. „Heldur þú að það sé eitthvað DNA í klúbbnum,“ svaraði Ólafur á móti. „Ég er ekki viss um það að það sé eitthvað DNA í klúbbnum. Þú finnur það stundum þegar þú kemur inn í sveitta búningsklefa að það er eitthvað þarna. Ég hef það á tilfinningunni að það sé ekki þannig hjá PSG,“ sagði Ólafur. „Þetta er svolítill plastklúbbur ef maður getur sagt sem svo. Hann er byggður í kringum gríðarlega mikið fjármagn og því er ausið í þennan klúbb. Það á að gera allt í krafti fjármagns til að ná í þennan stóra titil. Það hefur ekki tekist ennþá og það held ég að sé ákveðin blessun fyrir okkur sem eru örlitlir rómantíkerar í fótboltanum,“ sagði Ólafur. Það má finna alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Umræða um PSG eftir enn eitt Meistaradeildarklúðrið
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Franski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira