FRÍS: Heimsóknir á Tröllaskaga og Akranes Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. mars 2022 18:31 FRÍS Meta Productions FVA tryggði sér sæti í undanúrslitum Framhaldsskólaleika Rafíþróttasamtaka Íslands með sigri á Menntaskólanum á Tröllaskaga síðastliðinn fimmtudag, en á meðan keppni stóð var sýnt frá heimsóknum í skólana. Skólarnir hófu leik í Rocket League. FVA hafði mikla yfirburði og vann að lokum öruggan 2-0 sigur í leik sem náði aldrei að verða spennandi. Næst kepptu skólarnir í FIFA og þar voru það liðsmenn Menntaskólans á Tröllaskaga sem höfðu betur í fyrri leiknum 2-1, en FVA vann síðari leikinn 6-3 og samanlagður sigur þeirra var því 7-5. FVA kláraði svo einvígið með 16-4 sigri í CS:GO og varð þar með þriðja og næst seinasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Eins og áður segir var einnig sýnt frá heimsóknum í skólana þar sem Eva Margrét fór á stúfana og tók púlsinn á nemendum og keppendum liðanna, en heimsóknirnar má sjá í spilurunum hér fyrir neðan. Klippa: FRÍS: Heimsókn í Menntaskólann á Tröllaskaga Klippa: FRÍS: Heimsókn í FVA Seinasta viðureign átta liða úrslitanna fer svo fram annað kvöld þegar Tækniskólinn og Menntaskólinn á Egilsstöðum berjast um seinasta lausa sætið í undanúrslitum. Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá FRÍS á Stöð 2 eSport og hér á Vísi. Rafíþróttir Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport
Skólarnir hófu leik í Rocket League. FVA hafði mikla yfirburði og vann að lokum öruggan 2-0 sigur í leik sem náði aldrei að verða spennandi. Næst kepptu skólarnir í FIFA og þar voru það liðsmenn Menntaskólans á Tröllaskaga sem höfðu betur í fyrri leiknum 2-1, en FVA vann síðari leikinn 6-3 og samanlagður sigur þeirra var því 7-5. FVA kláraði svo einvígið með 16-4 sigri í CS:GO og varð þar með þriðja og næst seinasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Eins og áður segir var einnig sýnt frá heimsóknum í skólana þar sem Eva Margrét fór á stúfana og tók púlsinn á nemendum og keppendum liðanna, en heimsóknirnar má sjá í spilurunum hér fyrir neðan. Klippa: FRÍS: Heimsókn í Menntaskólann á Tröllaskaga Klippa: FRÍS: Heimsókn í FVA Seinasta viðureign átta liða úrslitanna fer svo fram annað kvöld þegar Tækniskólinn og Menntaskólinn á Egilsstöðum berjast um seinasta lausa sætið í undanúrslitum. Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá FRÍS á Stöð 2 eSport og hér á Vísi.
Rafíþróttir Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport