Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sindri Sindrason fréttaþulur fréttamaður
Sindri Sindrason fréttaþulur fréttamaður Foto: Fréttaþulir kvöldfrétta

Líf milljóna er í upplausn og að minnsta kosti hundruð þúsunda eru í algerri neyð vegna stríðsátakanna í Úkraínu. Í dag voru gerðar tilraunir til að flytja þúsundir manna frá umkringdum borgum víðs vegar um landið. Nú hafa um 2,2 milljónir manna flúið Úkraínu.

Við fjöllum ítarlega um stöðuna í Úkraínu í kvöldfréttum og sjáum nýjar og átakanlegar myndir. Vaxandi straumur flóttamanna kemur til Íslands og við ræðum við Gylfa Þór Þorsteinsson, sem sér um að samræma aðgerðir við móttöku þeirra, um næstu skref. Þá heyrum við einnig í Íslendingi í Kænugarði sem hrökk upp við sprengjugný í morgun.

Einnig kynnum við okkur hækkanir á bensínverði sem ekki sér fyrir endann á, ræðum við forsætisráðherra um nýja skýrslu um virkjanaþörf auk þess sem við verðum í beinni frá Sky Lagoon þar sem aðdáendur stefnumótaþáttarins Bachelor ætla að safnast saman í kvöld og horfa á þáttinn – sem var tekinn upp í lóninu.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×