UEFA stefnir á að meirihluti landsliða verði með á EM Sindri Sverrisson skrifar 9. mars 2022 10:01 Íslenska landsliðið ætti að eiga greiðari leið á EM ef fyrirætlanir UEFA verða að veruleika. vísir/vilhelm Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, stefnir að því að 32 lið verði með í lokakeppni EM karla árið 2028. Það myndi þýða að aðeins 23 af 55 knattspyrnusamböndum Evrópu ættu ekki lið á mótinu og hafa þessar fyrirætlanir verið gagnrýndar. Frá þessu greinir Daily Mail í dag. Evrópumótið sem Ísland tók þátt á árið 2016 í Frakklandi var það fyrsta eftir að þátttökuliðum var fjölgað úr 16 í 24. Samkvæmt frétt Daily Mail vill UEFA nú ganga skrefi lengra, með von um auknar tekjur af miðasölu og sjónvarpsréttindum. Þetta hefði hins vegar í för með sér að sterkustu þjóðir Evrópu ættu nær öruggt sæti á EM og spurning er hvernig undankeppninni yrði háttað. UEFA hefur ráðfært sig við hagsmunaaðila og hugmyndin er sögð njóta stuðnings þeirra sem ráða, og ætlunin er að hún komi til framkvæmda strax árið 2028. Næsta EM fer fram í Þýskalandi árið 2024 en Daily Mail fullyrðir að yfirgnæfandi líkur séu á að mótið 2028 fari fram á Bretlandi og Írlandi. „Þetta skaðar bara gæði vörunnar“ Ýmsir óttast að ljóminn færi af þessu vinsæla stórmóti með því að hafa 32 þátttökuþjóðir og Maheta Molango, formaður leikmannasamtakanna í Englandi, telur að breytingarnar myndu bitna á bæði leikmönnum og stuðningsmönnum: „Þetta skaðar bara gæði vörunnar. Krakkar fá ekki að sjá bestu útgáfuna af stjörnunum sínum. Það er raunveruleikinn. Já, það gætu fylgt þessu einhver skammtímagróði en til langs tíma er verið að skaða vöruna,“ sagði Molango. Ákveðið hefur verið að fjölga þátttökuþjóðum á HM karla frá og með heimsmeistaramótinu árið 2026, sem fram fer í Mexíkó, Kanada og Bandaríkjunum. Þar munu 48 lið taka þátt í stað 32 liða líkt og á HM í Katar í lok þessa árs. EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjá meira
Frá þessu greinir Daily Mail í dag. Evrópumótið sem Ísland tók þátt á árið 2016 í Frakklandi var það fyrsta eftir að þátttökuliðum var fjölgað úr 16 í 24. Samkvæmt frétt Daily Mail vill UEFA nú ganga skrefi lengra, með von um auknar tekjur af miðasölu og sjónvarpsréttindum. Þetta hefði hins vegar í för með sér að sterkustu þjóðir Evrópu ættu nær öruggt sæti á EM og spurning er hvernig undankeppninni yrði háttað. UEFA hefur ráðfært sig við hagsmunaaðila og hugmyndin er sögð njóta stuðnings þeirra sem ráða, og ætlunin er að hún komi til framkvæmda strax árið 2028. Næsta EM fer fram í Þýskalandi árið 2024 en Daily Mail fullyrðir að yfirgnæfandi líkur séu á að mótið 2028 fari fram á Bretlandi og Írlandi. „Þetta skaðar bara gæði vörunnar“ Ýmsir óttast að ljóminn færi af þessu vinsæla stórmóti með því að hafa 32 þátttökuþjóðir og Maheta Molango, formaður leikmannasamtakanna í Englandi, telur að breytingarnar myndu bitna á bæði leikmönnum og stuðningsmönnum: „Þetta skaðar bara gæði vörunnar. Krakkar fá ekki að sjá bestu útgáfuna af stjörnunum sínum. Það er raunveruleikinn. Já, það gætu fylgt þessu einhver skammtímagróði en til langs tíma er verið að skaða vöruna,“ sagði Molango. Ákveðið hefur verið að fjölga þátttökuþjóðum á HM karla frá og með heimsmeistaramótinu árið 2026, sem fram fer í Mexíkó, Kanada og Bandaríkjunum. Þar munu 48 lið taka þátt í stað 32 liða líkt og á HM í Katar í lok þessa árs.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjá meira