Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
Sindri Sindrason verður með ykkur í fréttatíma kvöldsins.
Sindri Sindrason verður með ykkur í fréttatíma kvöldsins.

Tugir hafa fallið í stórskotaliðs- og eldflaugaárásum Rússa á borgir í Úkraínu undanfarinn sólarhring. Bandaríkjaforseti tilkynnti um bann á innflutningi á olíu frá Rússlandi í dag og Bretar ætla að þynna innflutninginn út á árinu.

Fjallað verður ítarlega um stöðuna í kvöldfréttum, rætt við Íslending í flóttamannabúðum við landamæri Úkraínu og bæjarstjóra Ölfuss – sem vonar að hægt verði að nýta Ölfusborgir og fleiri sumarbústaði fyrir flóttamenn.

Þá rýnum við í kostnað Landspítalans vegna hlífðarfatnaðar sem hefur um hundraðfaldast í faraldrinum. Í neyðarástandinu var ekki farið í útboð líkt og vanalega og óprúttnir aðilar nýttu ástandið til þess að selja spítalanum ónothæfar vörur.

Þá förum við yfir nýja skýrslu um orkuþörf Íslendinga, heyrum í fánakaupmanni sem hefur vart undan í eftirspurn eftir úkraínska fánanum og verðum í beinni útsendingu frá friðartónleikum í Hallgrímskirkju.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×