Telur varaforsetann stunda atvinnuróg og krefst skýringa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. mars 2022 16:26 Andri Sigurðsson er allt annað en sáttur við ummæli Halldóru Sigríðar Sveinsdóttur. Andri Sigurðsson, hönnuður og félagi í Sósíalistaflokknum, krefst skýringa frá Alþýðusambandi Íslands vegna ummæla sem þriðji varaforseti sambandsins lét hafa eftir sér í viðtali. Hann segir að með ummælunum sé vegið að starfsheiðri hans. Upphaf málsins má rekja til þess að Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, sendi Agnieszku Ewu Ziółkowsku, sitjandi formanni Eflingar, bréf á dögunum og innti eftir útskýringum á ummælum sem hún hefði látið falla á fundi trúnaðarráðs um ráðstöfun fjármuna félagsins. Umrædd ráðstöfnun var greiðslu til Andra upp á um tuttugu milljónir króna fyrir hönnun á nýrri vefsíðu Eflingar auk annarra verkefna. Viðar sagði í viðtali við Mbl.is um helgina að greiðslur til Andra hefðu verið samkvæmt beiðnum starfsfólks og stjórnenda hjá þróunar- og kynningarsviði Eflingar. „Ég á bágt með að skilja hvernig hægt er að gera það tortryggilegt,“ sagði Viðar í samtali við mbl.is. Andri hefur sjálfur sagt að smíði nýrrar vefsíðu haf aðeins verið eitt af fjölmörgum verkefnum sem hann fékk greitt fyrir yfir þriggja ára tímabil. Ásökun væri alvarleg Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður Bárunnar og þriðji varaforseti ASÍ, sagði í framhaldinu í viðtali við Mbl.is að ásökunin væri alvarleg. „Ef fólk hefur eitthvað fyrir sér í þessu, eða ef niðurstaðan verður að það er fjárdráttur hlýtur fólk að hugsa það og kalla til félagsfundar og fara yfir þau mál innan félagsins,“ sagði Halldóra. Andri er vægast sagt ósáttur við ummæli Halldóru og gerir við þau athugasemd í bréfi til Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar 1. varaforseti ASÍ, Ragnars Þórs Ingólfssonar 2. varaforseta ASÍ og fyrrnefndrar Halldóru. „Í viðtalinu kemur Halldóra fram í nafni Alþýðusambandsins og tjáir sig um mín störf í útseldri vinnu til eins af aðildarfélögum ASÍ. Hún talar um mín störf á þeim nótum að þar hafi lög hugsanlega verið brotin og að fjárdráttur hafi átt sér stað. Er ég nefndur á nafn í fréttinni og er ljóst að átt er við vinnu mína fyrir Eflingu - stéttarfélag frá árinu 2019 og fram til janúar á þessu ári við vefhönnun, grafík og fleira,“ segir Andri. Orðrómur um óljósar dylgjur „Enginn aðili hefur stigið fram undir nafni til að setja fram grunsemdir um fjárdrátt í störfum mínum fyrir Eflingu eða að í þeim störfum hafi ekki verið farið að lögum. Til mín hafa engar fyrirspurnir eða upplýsingar borist um slíkt, hvorki frá Eflingu né öðrum, fyrir utan orðróm um að sitjandi formaður Eflingar hafi sett fram einhverjar óljósar dylgjur á trúnaðarráðsfundi í síðasta mánuði.“ Andri hafi hins vegar lesið sér til mikillar furðu fréttaskrif í fjölmiðlum þar sem fram komi nafnlausar gróusögur um hann og hans störf. „Fréttamenn sem skrifuðu þessar fréttir hafa þó aldrei haft samband við mig. Ég get ekki skilið hvers vegna þriðji varaforseti Alþýðusambandins ræðir um mig og mín störf við fjölmiðla og setur þau í samhengi við lögbrot og fjárdrátt.“ Hann telji að með stundi varaforseti atvinnuróg um mig, og misnoti stöðu sína sem málsvari Alþýðusambandsins til þess. „Ég er sjálfstætt starfandi og byggi afkomu mína m.a. á orðspori mínu og þeirrar vinnu sem ég vinn fyrir mína viðskiptavini. Með því að fulltrúi Alþýðusambands Íslands bendli störf mín algjörlega að tilhæfulausu við fjárdrátt og lögbrot er vegið að starfsheiðri mínum og mér gert erfiðara að afla mér lífsviðurværis. Það er fremur nöturlegt að einn af æðstu leiðtogum Alþýðusambands Íslands sýni af sér slíka hegðun og finnst mér spurning hvort það sé sæmandi embætti varaforseta ASÍ.“ Vegna þessa krefst hann skýringa frá Alþýðusambandi Íslands. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Sólveig Anna hellir sér yfir Halldóru Sveinsdóttur Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, sem nú bíður þess að taka aftur við stjórnartaumunum í verkalýðsfélaginu eftir sigur í formannskosningum fyrir nokkru, vandar þriðja varaforseta ASÍ, Halldóru Sveinsdóttur, ekki kveðjurnar í pistli sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. 7. mars 2022 16:14 Krefur Agnieszku útskýringa á ummælum á trúnaðarráðsfundi Agnieszku Ewu Ziółkowsku, sitjandi formanni Eflingar, hefur borist bréf þar sem hún er innt eftir útskýringum á ummælum sem hún lét falla á fundi trúnaðarráðs um ráðstöfun fjármuna félagsins. 4. mars 2022 09:07 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Fleiri fréttir Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Sjá meira
Upphaf málsins má rekja til þess að Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, sendi Agnieszku Ewu Ziółkowsku, sitjandi formanni Eflingar, bréf á dögunum og innti eftir útskýringum á ummælum sem hún hefði látið falla á fundi trúnaðarráðs um ráðstöfun fjármuna félagsins. Umrædd ráðstöfnun var greiðslu til Andra upp á um tuttugu milljónir króna fyrir hönnun á nýrri vefsíðu Eflingar auk annarra verkefna. Viðar sagði í viðtali við Mbl.is um helgina að greiðslur til Andra hefðu verið samkvæmt beiðnum starfsfólks og stjórnenda hjá þróunar- og kynningarsviði Eflingar. „Ég á bágt með að skilja hvernig hægt er að gera það tortryggilegt,“ sagði Viðar í samtali við mbl.is. Andri hefur sjálfur sagt að smíði nýrrar vefsíðu haf aðeins verið eitt af fjölmörgum verkefnum sem hann fékk greitt fyrir yfir þriggja ára tímabil. Ásökun væri alvarleg Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður Bárunnar og þriðji varaforseti ASÍ, sagði í framhaldinu í viðtali við Mbl.is að ásökunin væri alvarleg. „Ef fólk hefur eitthvað fyrir sér í þessu, eða ef niðurstaðan verður að það er fjárdráttur hlýtur fólk að hugsa það og kalla til félagsfundar og fara yfir þau mál innan félagsins,“ sagði Halldóra. Andri er vægast sagt ósáttur við ummæli Halldóru og gerir við þau athugasemd í bréfi til Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar 1. varaforseti ASÍ, Ragnars Þórs Ingólfssonar 2. varaforseta ASÍ og fyrrnefndrar Halldóru. „Í viðtalinu kemur Halldóra fram í nafni Alþýðusambandsins og tjáir sig um mín störf í útseldri vinnu til eins af aðildarfélögum ASÍ. Hún talar um mín störf á þeim nótum að þar hafi lög hugsanlega verið brotin og að fjárdráttur hafi átt sér stað. Er ég nefndur á nafn í fréttinni og er ljóst að átt er við vinnu mína fyrir Eflingu - stéttarfélag frá árinu 2019 og fram til janúar á þessu ári við vefhönnun, grafík og fleira,“ segir Andri. Orðrómur um óljósar dylgjur „Enginn aðili hefur stigið fram undir nafni til að setja fram grunsemdir um fjárdrátt í störfum mínum fyrir Eflingu eða að í þeim störfum hafi ekki verið farið að lögum. Til mín hafa engar fyrirspurnir eða upplýsingar borist um slíkt, hvorki frá Eflingu né öðrum, fyrir utan orðróm um að sitjandi formaður Eflingar hafi sett fram einhverjar óljósar dylgjur á trúnaðarráðsfundi í síðasta mánuði.“ Andri hafi hins vegar lesið sér til mikillar furðu fréttaskrif í fjölmiðlum þar sem fram komi nafnlausar gróusögur um hann og hans störf. „Fréttamenn sem skrifuðu þessar fréttir hafa þó aldrei haft samband við mig. Ég get ekki skilið hvers vegna þriðji varaforseti Alþýðusambandins ræðir um mig og mín störf við fjölmiðla og setur þau í samhengi við lögbrot og fjárdrátt.“ Hann telji að með stundi varaforseti atvinnuróg um mig, og misnoti stöðu sína sem málsvari Alþýðusambandsins til þess. „Ég er sjálfstætt starfandi og byggi afkomu mína m.a. á orðspori mínu og þeirrar vinnu sem ég vinn fyrir mína viðskiptavini. Með því að fulltrúi Alþýðusambands Íslands bendli störf mín algjörlega að tilhæfulausu við fjárdrátt og lögbrot er vegið að starfsheiðri mínum og mér gert erfiðara að afla mér lífsviðurværis. Það er fremur nöturlegt að einn af æðstu leiðtogum Alþýðusambands Íslands sýni af sér slíka hegðun og finnst mér spurning hvort það sé sæmandi embætti varaforseta ASÍ.“ Vegna þessa krefst hann skýringa frá Alþýðusambandi Íslands.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Sólveig Anna hellir sér yfir Halldóru Sveinsdóttur Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, sem nú bíður þess að taka aftur við stjórnartaumunum í verkalýðsfélaginu eftir sigur í formannskosningum fyrir nokkru, vandar þriðja varaforseta ASÍ, Halldóru Sveinsdóttur, ekki kveðjurnar í pistli sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. 7. mars 2022 16:14 Krefur Agnieszku útskýringa á ummælum á trúnaðarráðsfundi Agnieszku Ewu Ziółkowsku, sitjandi formanni Eflingar, hefur borist bréf þar sem hún er innt eftir útskýringum á ummælum sem hún lét falla á fundi trúnaðarráðs um ráðstöfun fjármuna félagsins. 4. mars 2022 09:07 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Fleiri fréttir Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Sjá meira
Sólveig Anna hellir sér yfir Halldóru Sveinsdóttur Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, sem nú bíður þess að taka aftur við stjórnartaumunum í verkalýðsfélaginu eftir sigur í formannskosningum fyrir nokkru, vandar þriðja varaforseta ASÍ, Halldóru Sveinsdóttur, ekki kveðjurnar í pistli sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. 7. mars 2022 16:14
Krefur Agnieszku útskýringa á ummælum á trúnaðarráðsfundi Agnieszku Ewu Ziółkowsku, sitjandi formanni Eflingar, hefur borist bréf þar sem hún er innt eftir útskýringum á ummælum sem hún lét falla á fundi trúnaðarráðs um ráðstöfun fjármuna félagsins. 4. mars 2022 09:07