Tíska og hönnun

Þetta gerir Aron Mola til að hugsa vel um húðina

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Aron Mola er gestur í nýjasta þættinum af Snyrtiborðinu.
Aron Mola er gestur í nýjasta þættinum af Snyrtiborðinu. Undireins/Birgitta Stefánsdóttir

Serum, rakakrem og svo sólarvörn. Þannig hljómar húðrútína leikarans Arons Más Ólafssonar, sem margir þekkja sem Aron Mola. 

Hann hefur síðustu misseri slegið í gegn í þáttum eins og Svörtu sandar, Verbúð, Ófærð og einnig sem Bubbi í leiksýningunni Níu líf. En Aron er líka mikill áhugamaður um húðumhirðu og í nýjasta þættinum af Snyrtiborðinu fá þær Heiður Ósk og Ingunn Sig að heyra allt um málið. 

Þær fóru einnig með honum í heimsókn til Karinar í NOLA og fengu góð ráð varðandi snyrtivörur fyrir karlmenn. 

„Ég fékk á nefið kýli þegar ég var yngri og þurfti að fara á Decutan,“ segir Aron um ástæðu þess að hann byrjaði að spá í húðinni og húðumhirðu. 

„Ég held að þetta hafi byrjað þarna. Það var gert grín að manni og maður var einhver grýla eða kannski leppalúði.“

Í dag er hann með ræktartöskuna fulla af góðum húðvörum og notar andlitshreinsi, ávaxtaskífur og annað til þess að halda húðinni í góðu standi sem er sérstaklega mikilvægt þegar hann er farðaður fyrir tökur eða sýningu. 

„Mér finnst gott að merkja boxin áður en að ég fer heim. 1, 2, 3, 4,“ segir Aron um það þegar hann verslar húðvörur. Þannig veit hann í hvaða röð hann á að setja vörurnar á andlitið.

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni í þættinum hér fyrir neðan.

Klippa: Snyrtiborðið - Aron Mola

Snyrtiborðið með HI beauty kemur út á Lífinu á Vísi alla miðvikudaga og er hægt að horfa á eldri þætti HÉR.


Tengdar fréttir

„Maður tekur ekki eftir að þetta sé gervi“

Í nýjasta þættinum af Snyrtiborðið með HI beauty fara þær Heiður Ósk og Ingunn Sig í heimsókn til parsins Línu Birgittu Sigurðardóttur og Guðmundar Birkis Pálmasonar, sem er betur þekktur sem Gummi Kíró.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×