„Hún hefði dáið, ef ekki væri fyrir nýju fæðingardeildina“ Heimsljós 8. mars 2022 12:45 Fatima með dóttur sinni. Alþjóðlegur dagur kvenna – International Women´s Day – er haldinn í dag og sjónum meðal annars beint að þeim margvíslegu áskorunum sem konur og stúlkur um allan heim standa frammi fyrir á hverjum degi. Í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands er jafnrétti kynjanna haft að leiðarljósi og sérstök áhersla lögð á að bæta stöðu kvenna og stúlkna. Í Malaví, samstarfslandi Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu, er stuðningur við stúlkur og ungar konur mjög mikilvægur því staða kvenna í landinu er ekki eins og þekkist, eins og til dæmis Íslandi. Íslendingar hafa um árabil stutt verkefni sem miðar að jafnrétti og valdeflingu kvenna og stúlkna í verkefnum í alþjóðlegri þróunarsamvinnu, meðal annars í Malaví. Mikil aukning var á barnahjónaböndum og ótímabærum þungunum ungra stúlkna í kjölfar COVID-19 faraldursins. Samkvæmt tölum frá UN Women í Malaví, urðu 5901 unglingsstúlkur ófrískar og 5971 stúlkur voru giftar fyrir aldur fram á fimm mánaða tímabili frá mars til júlí 2020 í Mangochi héraði. Ísland studdi sérstakt átak UN Women í kjölfarið til að sporna gegn ótímabærum þungunum, uppræta barnahjónabörn og berjast gegn kynbundnu ofbeldi sem jókst gríðarlega í kjölfar skólalokana. Á síðasta ári voru til dæmis fjörutíu barnungar stúlkur leystar úr hjónabandi og þær fengu stuðning til að hefja skólagöngu að nýju. Fatima Hamis, er ein af þessum mörgu stúlkum. Í dag er hún er sautján ára og býr í Mangochi héraði með ömmu sinni og afa og árs gamalli dóttur sinni. Þegar hún var fimmtán ára varð hún ófrísk og í kjölfarið þurfti hún að hætta í skóla ásamt því að móðir hennar lét hana yfirgefa heimilið og giftast barnsföður sínum. Fatima með dóttur sinni, afa og ömmu. Fatima fæddi dóttur sína í apríl 2021 á fæðingardeildinni við héraðssjúkrahúsið í Mangochi bæ, sem var fjármagnað af Íslandi og opnað af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þáverandi utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra árið 2019. Opnun nýrrar fæðingardeildar markaði tímamót í starfsemi héraðssjúkrahússins. Á lóð fæðingardeildarinnar er einnig miðstöð ungbarna- og mæðraverndar en þar sótti Fatima einnig þjónustu á sviði mæðraverndar meðan hún var ófrísk. Fatima gekk í gegnum mjög erfiða fæðingu, hún missti mikið blóð og rifnaði illa, sökum aldurs síns, sem er algengt þegar stúlkur ganga í gegnum erfiða barnsfæðingu en hafa ekki náð ákveðnum líkamlegum þroska. „Hún hefði dáið ef ekki hefði verið fyrir nýju fæðingardeildina, gamla fæðingardeildin var ekki útbúin öllum þeim nauðsynlegu tólum og tækjum sem þurfti að nota til að bjarga lífi hennar,“ segir amma Fatimu. Í gegnum verkefnastoðina í Mangochi – Mangochi Basic Services Programme – fjármagnaða af Íslandi frá árinu 2012, kom félagsráðgjafi til móts við Fatimu og hjálpaði henni að leita aftur til og sameinast fjölskyldu sinni eftir fæðinguna. Félagsráðgjafinn talaði við ömmu og afa Fatimu og sannfærði þau um að taka við mæðgunum og gæta barnabarns síns á meðan Fatima gæti farið aftur í skóla. Í dag er Fatima byrjuð aftur í skóla og stefnir hún á að vera blaðamaður þegar hún verður eldri. Félagsráðgjafinn heimsækir fjölskylduna einu sinni í mánuði ásamt því að útvega henni viðeigandi bækur og skólagögn. „ Ég er svo glöð að vera farin byrjuð aftur í skólanum,. Ég saknaði vina minna og ég hlakka svo til að standast lokaprófin svo ég geti haldið áfram að mennta mig,“ segir Fatima að lokum. Starfsmenn sendiráðs Íslands í Lilongwe, Uchizi Chihana og Ragnheiður Matthíasdóttir, fóru í vettvangsheimsókn til Mangochi héraðs til að fá beina innsýn í þau fjölbreyttu verkefni sem Ísland fjármagnar í gegnum alþjóðalega þróunarsamvinnu í landinu. Vettvangsheimsókn Nýlega fóru tveir nýir starfsmenn sendiráðs Íslands í Lilongwe, höfuðborg Malaví, í vettvangsheimsókn til Mangochi héraðs, samstafshéraðs Íslands í þróunarsamvinnu til síðustu þrjátíu ára, til kynna sér nánar starfsemi Íslands í héraðinu. „Við fengum að kynnast margvíslegum þáttum þróunarsamvinnunnar í Mangochi og tókum viðtöl við fjölmarga einstaklinga sem allir hafa það sameiginlegt að íslensk þróunarsamvinna hefur að einhverju leyti haft áhrif á líf þeirra til hins betra,“ segir Uchizi Chihana, starfsmaður sendiráðs Íslands i Lilongwe. „Að fá beina innsýn inn í verkefnin út í héraði er ótrúlega fræðandi og frábært að fá tækifæri að kynnast verkefnum sem Ísland fjármagnar á þennan hátt, með því að tala beint við fólkið sjálft, að fræðast um líf þeirra, áskoranir og árangur á þennan persónulegan máta. Við fengum meðal annars að ræða við Fatima sem þurfti að giftast aðeins fimmtán ára gömul, sem er því miður ekkert einsdæmi því í Malaví er hlutfall barnahjónabanda með því hæsta í heiminum og önnur hver stúlka gift fyrir átján ára aldur,“ segir Ragnheiður Matthíasdóttir, starfsnemi í sendiráði Íslands í Lilongwe. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Malaví Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent
Í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands er jafnrétti kynjanna haft að leiðarljósi og sérstök áhersla lögð á að bæta stöðu kvenna og stúlkna. Í Malaví, samstarfslandi Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu, er stuðningur við stúlkur og ungar konur mjög mikilvægur því staða kvenna í landinu er ekki eins og þekkist, eins og til dæmis Íslandi. Íslendingar hafa um árabil stutt verkefni sem miðar að jafnrétti og valdeflingu kvenna og stúlkna í verkefnum í alþjóðlegri þróunarsamvinnu, meðal annars í Malaví. Mikil aukning var á barnahjónaböndum og ótímabærum þungunum ungra stúlkna í kjölfar COVID-19 faraldursins. Samkvæmt tölum frá UN Women í Malaví, urðu 5901 unglingsstúlkur ófrískar og 5971 stúlkur voru giftar fyrir aldur fram á fimm mánaða tímabili frá mars til júlí 2020 í Mangochi héraði. Ísland studdi sérstakt átak UN Women í kjölfarið til að sporna gegn ótímabærum þungunum, uppræta barnahjónabörn og berjast gegn kynbundnu ofbeldi sem jókst gríðarlega í kjölfar skólalokana. Á síðasta ári voru til dæmis fjörutíu barnungar stúlkur leystar úr hjónabandi og þær fengu stuðning til að hefja skólagöngu að nýju. Fatima Hamis, er ein af þessum mörgu stúlkum. Í dag er hún er sautján ára og býr í Mangochi héraði með ömmu sinni og afa og árs gamalli dóttur sinni. Þegar hún var fimmtán ára varð hún ófrísk og í kjölfarið þurfti hún að hætta í skóla ásamt því að móðir hennar lét hana yfirgefa heimilið og giftast barnsföður sínum. Fatima með dóttur sinni, afa og ömmu. Fatima fæddi dóttur sína í apríl 2021 á fæðingardeildinni við héraðssjúkrahúsið í Mangochi bæ, sem var fjármagnað af Íslandi og opnað af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þáverandi utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra árið 2019. Opnun nýrrar fæðingardeildar markaði tímamót í starfsemi héraðssjúkrahússins. Á lóð fæðingardeildarinnar er einnig miðstöð ungbarna- og mæðraverndar en þar sótti Fatima einnig þjónustu á sviði mæðraverndar meðan hún var ófrísk. Fatima gekk í gegnum mjög erfiða fæðingu, hún missti mikið blóð og rifnaði illa, sökum aldurs síns, sem er algengt þegar stúlkur ganga í gegnum erfiða barnsfæðingu en hafa ekki náð ákveðnum líkamlegum þroska. „Hún hefði dáið ef ekki hefði verið fyrir nýju fæðingardeildina, gamla fæðingardeildin var ekki útbúin öllum þeim nauðsynlegu tólum og tækjum sem þurfti að nota til að bjarga lífi hennar,“ segir amma Fatimu. Í gegnum verkefnastoðina í Mangochi – Mangochi Basic Services Programme – fjármagnaða af Íslandi frá árinu 2012, kom félagsráðgjafi til móts við Fatimu og hjálpaði henni að leita aftur til og sameinast fjölskyldu sinni eftir fæðinguna. Félagsráðgjafinn talaði við ömmu og afa Fatimu og sannfærði þau um að taka við mæðgunum og gæta barnabarns síns á meðan Fatima gæti farið aftur í skóla. Í dag er Fatima byrjuð aftur í skóla og stefnir hún á að vera blaðamaður þegar hún verður eldri. Félagsráðgjafinn heimsækir fjölskylduna einu sinni í mánuði ásamt því að útvega henni viðeigandi bækur og skólagögn. „ Ég er svo glöð að vera farin byrjuð aftur í skólanum,. Ég saknaði vina minna og ég hlakka svo til að standast lokaprófin svo ég geti haldið áfram að mennta mig,“ segir Fatima að lokum. Starfsmenn sendiráðs Íslands í Lilongwe, Uchizi Chihana og Ragnheiður Matthíasdóttir, fóru í vettvangsheimsókn til Mangochi héraðs til að fá beina innsýn í þau fjölbreyttu verkefni sem Ísland fjármagnar í gegnum alþjóðalega þróunarsamvinnu í landinu. Vettvangsheimsókn Nýlega fóru tveir nýir starfsmenn sendiráðs Íslands í Lilongwe, höfuðborg Malaví, í vettvangsheimsókn til Mangochi héraðs, samstafshéraðs Íslands í þróunarsamvinnu til síðustu þrjátíu ára, til kynna sér nánar starfsemi Íslands í héraðinu. „Við fengum að kynnast margvíslegum þáttum þróunarsamvinnunnar í Mangochi og tókum viðtöl við fjölmarga einstaklinga sem allir hafa það sameiginlegt að íslensk þróunarsamvinna hefur að einhverju leyti haft áhrif á líf þeirra til hins betra,“ segir Uchizi Chihana, starfsmaður sendiráðs Íslands i Lilongwe. „Að fá beina innsýn inn í verkefnin út í héraði er ótrúlega fræðandi og frábært að fá tækifæri að kynnast verkefnum sem Ísland fjármagnar á þennan hátt, með því að tala beint við fólkið sjálft, að fræðast um líf þeirra, áskoranir og árangur á þennan persónulegan máta. Við fengum meðal annars að ræða við Fatima sem þurfti að giftast aðeins fimmtán ára gömul, sem er því miður ekkert einsdæmi því í Malaví er hlutfall barnahjónabanda með því hæsta í heiminum og önnur hver stúlka gift fyrir átján ára aldur,“ segir Ragnheiður Matthíasdóttir, starfsnemi í sendiráði Íslands í Lilongwe. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Malaví Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent