Segir Ísland hvorki varið fyrir innrás né hryðjuverkum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. mars 2022 21:35 Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, telur að ræða þurfi opinskátt um hernaðarviðveru hér á landi og öryggis- og varnarmál á Íslandi. Vísir/Vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði segir að Íslendingar verði nú að taka umræðuna um hvort sérstakar varnarsveitir hafi viðveru á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, í ljósi stríðs í Evrópu. Ísland sé hvorki varið fyrir allsherjarinnrás né sértækum hryðjuverkaárásum. „Ég held að það sé mjög mikilvægt núna á þessum tímum að við hugum að því hvernig við styrkjum varnir landsins. Mér finnst það hafa gleymst dálítið í umræðunni almennt í hinum vestræna heimi: Mikilvægi fælingarinnar. Að fæla óvinasveitir frá því að ráðast á ríki,“ sagði Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Baldur birti í gær pistil á Facebook sem vakti talsverða athygli. Þar veltir hann upp spurningum um öryggismál smáríkja, sérstaklega þeirra sem ekki hafa her eins og Ísland, og varnarsamninga við bandalagsríki. Hann segir fælinguna grundvöll í varnarstefnu og grundvöll að friði: Að tryggja að ekki verði gripið til vopna. „Að sjálfsögðu er aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu sem og varnarsamningurinn við Bandaríkin mikilvægasta tækið til fælingar. En það sem vantar er mikilvægi þriðji þátturinn í þetta að það eru varnar- eða öryggissveitir á öryggissvæðinu í Keflavík sem eru ekki lengur til staðar,“ segir Baldur í Reykjavík síðdegis. Gæslusveitir NATO-ríkjanna ekki varnarsveitir Undanfarinn einn og hálfan áratug, frá því að Bandaríkin hættu hernaðarviðveru sinni hér á landi, hafa bandalagsríki NATO auk Svía og Finna skipst á að halda hér úti loftrýmisgæslu auk þess sem kafbátaleitarsveitir hafa komið hingað í auknum mæli til að fylgjast með ferðum rússneskra kafbáta um landið. „Þessar sveitir eru hér svo oft og eru svo tíðar á öryggissvæðinu að nánast er um fasta viðveru að ræða. En það er tvískinnungur í því að geta ekki kallað það fasta viðveru. Það má ekki nefna það í eyrum stjórnmálamanna af einhverjum orsökum. Til viðbótar við það, sem er kannski ennþá mikilvægara, eru þessar sveitir ekki varnarsveitir,“ segir Baldur. Mikilvægur munur sé þar á. „Þessar sveitir eru að líta eftir flugvélum og kafbátum ef það kæmi til þess, sem við svo sannarlega vonum að verði ekki, að hér yrði til dæmis lítil hryðjuverkaárás eða lítil árás á landið. Þessar sveitir, sem eru með loftrýmisgæslu, eða kafbátasveitir þær koma okkur ekki til bjargar. Til þess þarf sérstaka sveit kvenna og manna til að bregðast við svona aðstæðum og það er ekki til staðar,“ segir Baldur. Deilumál í umræðunni og í stjórnmálunum Hann segir að í gegn um tíðina hafi verið litið niður á umræðu um þessi mál. Fólk vilji ekki taka um þetta samtalið, sem hann segir nauðsynlegt. „Ég hef upplifað það í gegn um tíðina að þegar maður fer að tala um að við þurfum að hugsa að því hvað gerum við ef hér verður hryðjuverkaárás þá byrja eiginlega allir að sussa á mann. Við erum viðkvæm almennt fyrir þessari umræðu vegna þess að við erum herlaus, við erum ekki vön að ræða þessi mál og lifum tiltölulega friðsamlega þannig að við erum óvön þessari umræðu,“ segir Baldur. Þessi afstaða einskorðist þó ekki við almenna umræðu heldur hafi þessi mál verið viðkvæm í íslenskum stjórnmálum. „Aðildin að NATO, varnarsamningurinn við Bandaríkin og vera hersins var helsta deilumál hér í áratugi. Núna erum við með þessa athyglisverðu ríkisstjórn, samstarf Sjálfstæðisflokksins og VG sem gerir það að verkum fyrir báða flokka að ræða þessi mál og halda fram sínum sjónarmiðum. En það er klárlega utanríkisstefna Sjálfstæðisflokksins sem ræður för í ríkisstjórninni og samið um það í stjórnarmyndunarviðræðum,“ segir Baldur. Ósammála því að Ísland yrði frekar skotmark ef hér væri herstöð Hann segist þá ekki sammála þeim sem telji að Ísland yrði frekar skotmark ef hér yrði varanleg herstöð, eins og sumir telji. „Ég er ekki sammála því og í rauninni segja alþjóðastjórnmálin, fræðin og stjórnmálafræðin það að lítil ríki eins og við, við getum ekki varið okkur. Við getum ekki varist allsherjarinnrás og ekki einu sinni takmarkaðri hryðjuverkaárás.“ segir Baldur. „Við þurfum á aðstoð utanaðkomandi aðila að halda ef á okkur verður ráðist og það er orðið of seint að kalla til aðstoðar og gera svona samninga ef við erum lent í átökum. Það verður að gera svona samninga á friðartímum þegar minnst þörf er á því en þá þarf einmitt að stíga niður og gera það.“ Kallar eftir opinni umræðu Hann telur að nú sé rétti tíminn til að ræða þessi mál og nú verði að gera það mjög opinskátt og af vilja til að hlusta á allar hliðar. „Bæði hvort sé þörf er á þessu og það er fleira sem ég myndi vilja ræða. Við þurfum líka að ræða að bandamenn okkar komi til aðstoðar ef það verður netárás á landið, ég vil líka sjá umræðu um hvernig eigi að verja sæstrengina sem liggja hér til lands,“ segir Baldur og nefnir að ef óvinaherir myndu vilja einangra okkur á Íslandi þyrfi einungis að klippa á sæstrengina tvo sem liggi til landsins. „Mér skilst að þá geti heimilistölvurnar okkar ekki einu sinni virka, þær verða þá ekki tengdar netinu. Hvernig ætlum við að verjast þessu? Hvernig ætlum við að fá aðstoð ef það er klippt á þessa strengi?“ spyr Baldur. „Við þurfum líka að ræða hverjir geti komið okkur til aðstoðar með byrgðaflutninga og fólksflutninga ef kæmi til átaka.“ Hann segist alls ekki vilja að Ísland dragist inn í stríð Úkraínu og Rússlands og tekur fram að engin bráð hætta sé til staðar á Íslandi. „Það er hins vegar alla tíð mikilvægt að ræða þessi mál svo það sé hægt að fyrirbyggja að eitthvað gerist og nota fælinguna til að verjast frekar en að þufa að grípa sjálf til vopna.“ Hernaður NATO Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Ragnar Kjartansson og Kári Stefánsson á friðartónleikum Boðað hefur verið til friðartónleika í Hallgrímskirkju klukkan 18 á morgun vegna innrásar Rússlands í Úkraínu. Margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar koma fram. Tónleikarnir verða í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 7. mars 2022 16:19 Íslensk öryggismál ekki á neinum tímamótum vegna Úkraínustríðsins Vegna Úkraínustríðsins hafa dúkkað upp skoðanir um að þess vegna þurfi að hyggja að nýju að hernaðarlegu öryggi Íslands. Umræða um öryggismál er af hinu góða en þarf að byggja á réttum forsendum. Þá kann hún að valda fólki óþörfu áhyggjum með tali um ógn við Ísland í tengslum við innrásina í Úkraínu og harmleikinn þar. 7. mars 2022 09:57 Halda þjóðaratkvæðagreiðslu um þátttöku Dana í varnarsamstarfi ESB Dönsk stjórnvöld munu auka framlög sín til varnarmála á næstu árum á þann veg að árið 2033 munu tvö prósent af vergri landsframleiðslu renna til málaflokksins. Þá stendur til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu í sumar um þátttöku Danmerkur í varnarsamstarfi Evrópusambandsins. 7. mars 2022 08:49 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
„Ég held að það sé mjög mikilvægt núna á þessum tímum að við hugum að því hvernig við styrkjum varnir landsins. Mér finnst það hafa gleymst dálítið í umræðunni almennt í hinum vestræna heimi: Mikilvægi fælingarinnar. Að fæla óvinasveitir frá því að ráðast á ríki,“ sagði Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Baldur birti í gær pistil á Facebook sem vakti talsverða athygli. Þar veltir hann upp spurningum um öryggismál smáríkja, sérstaklega þeirra sem ekki hafa her eins og Ísland, og varnarsamninga við bandalagsríki. Hann segir fælinguna grundvöll í varnarstefnu og grundvöll að friði: Að tryggja að ekki verði gripið til vopna. „Að sjálfsögðu er aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu sem og varnarsamningurinn við Bandaríkin mikilvægasta tækið til fælingar. En það sem vantar er mikilvægi þriðji þátturinn í þetta að það eru varnar- eða öryggissveitir á öryggissvæðinu í Keflavík sem eru ekki lengur til staðar,“ segir Baldur í Reykjavík síðdegis. Gæslusveitir NATO-ríkjanna ekki varnarsveitir Undanfarinn einn og hálfan áratug, frá því að Bandaríkin hættu hernaðarviðveru sinni hér á landi, hafa bandalagsríki NATO auk Svía og Finna skipst á að halda hér úti loftrýmisgæslu auk þess sem kafbátaleitarsveitir hafa komið hingað í auknum mæli til að fylgjast með ferðum rússneskra kafbáta um landið. „Þessar sveitir eru hér svo oft og eru svo tíðar á öryggissvæðinu að nánast er um fasta viðveru að ræða. En það er tvískinnungur í því að geta ekki kallað það fasta viðveru. Það má ekki nefna það í eyrum stjórnmálamanna af einhverjum orsökum. Til viðbótar við það, sem er kannski ennþá mikilvægara, eru þessar sveitir ekki varnarsveitir,“ segir Baldur. Mikilvægur munur sé þar á. „Þessar sveitir eru að líta eftir flugvélum og kafbátum ef það kæmi til þess, sem við svo sannarlega vonum að verði ekki, að hér yrði til dæmis lítil hryðjuverkaárás eða lítil árás á landið. Þessar sveitir, sem eru með loftrýmisgæslu, eða kafbátasveitir þær koma okkur ekki til bjargar. Til þess þarf sérstaka sveit kvenna og manna til að bregðast við svona aðstæðum og það er ekki til staðar,“ segir Baldur. Deilumál í umræðunni og í stjórnmálunum Hann segir að í gegn um tíðina hafi verið litið niður á umræðu um þessi mál. Fólk vilji ekki taka um þetta samtalið, sem hann segir nauðsynlegt. „Ég hef upplifað það í gegn um tíðina að þegar maður fer að tala um að við þurfum að hugsa að því hvað gerum við ef hér verður hryðjuverkaárás þá byrja eiginlega allir að sussa á mann. Við erum viðkvæm almennt fyrir þessari umræðu vegna þess að við erum herlaus, við erum ekki vön að ræða þessi mál og lifum tiltölulega friðsamlega þannig að við erum óvön þessari umræðu,“ segir Baldur. Þessi afstaða einskorðist þó ekki við almenna umræðu heldur hafi þessi mál verið viðkvæm í íslenskum stjórnmálum. „Aðildin að NATO, varnarsamningurinn við Bandaríkin og vera hersins var helsta deilumál hér í áratugi. Núna erum við með þessa athyglisverðu ríkisstjórn, samstarf Sjálfstæðisflokksins og VG sem gerir það að verkum fyrir báða flokka að ræða þessi mál og halda fram sínum sjónarmiðum. En það er klárlega utanríkisstefna Sjálfstæðisflokksins sem ræður för í ríkisstjórninni og samið um það í stjórnarmyndunarviðræðum,“ segir Baldur. Ósammála því að Ísland yrði frekar skotmark ef hér væri herstöð Hann segist þá ekki sammála þeim sem telji að Ísland yrði frekar skotmark ef hér yrði varanleg herstöð, eins og sumir telji. „Ég er ekki sammála því og í rauninni segja alþjóðastjórnmálin, fræðin og stjórnmálafræðin það að lítil ríki eins og við, við getum ekki varið okkur. Við getum ekki varist allsherjarinnrás og ekki einu sinni takmarkaðri hryðjuverkaárás.“ segir Baldur. „Við þurfum á aðstoð utanaðkomandi aðila að halda ef á okkur verður ráðist og það er orðið of seint að kalla til aðstoðar og gera svona samninga ef við erum lent í átökum. Það verður að gera svona samninga á friðartímum þegar minnst þörf er á því en þá þarf einmitt að stíga niður og gera það.“ Kallar eftir opinni umræðu Hann telur að nú sé rétti tíminn til að ræða þessi mál og nú verði að gera það mjög opinskátt og af vilja til að hlusta á allar hliðar. „Bæði hvort sé þörf er á þessu og það er fleira sem ég myndi vilja ræða. Við þurfum líka að ræða að bandamenn okkar komi til aðstoðar ef það verður netárás á landið, ég vil líka sjá umræðu um hvernig eigi að verja sæstrengina sem liggja hér til lands,“ segir Baldur og nefnir að ef óvinaherir myndu vilja einangra okkur á Íslandi þyrfi einungis að klippa á sæstrengina tvo sem liggi til landsins. „Mér skilst að þá geti heimilistölvurnar okkar ekki einu sinni virka, þær verða þá ekki tengdar netinu. Hvernig ætlum við að verjast þessu? Hvernig ætlum við að fá aðstoð ef það er klippt á þessa strengi?“ spyr Baldur. „Við þurfum líka að ræða hverjir geti komið okkur til aðstoðar með byrgðaflutninga og fólksflutninga ef kæmi til átaka.“ Hann segist alls ekki vilja að Ísland dragist inn í stríð Úkraínu og Rússlands og tekur fram að engin bráð hætta sé til staðar á Íslandi. „Það er hins vegar alla tíð mikilvægt að ræða þessi mál svo það sé hægt að fyrirbyggja að eitthvað gerist og nota fælinguna til að verjast frekar en að þufa að grípa sjálf til vopna.“
Hernaður NATO Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Ragnar Kjartansson og Kári Stefánsson á friðartónleikum Boðað hefur verið til friðartónleika í Hallgrímskirkju klukkan 18 á morgun vegna innrásar Rússlands í Úkraínu. Margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar koma fram. Tónleikarnir verða í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 7. mars 2022 16:19 Íslensk öryggismál ekki á neinum tímamótum vegna Úkraínustríðsins Vegna Úkraínustríðsins hafa dúkkað upp skoðanir um að þess vegna þurfi að hyggja að nýju að hernaðarlegu öryggi Íslands. Umræða um öryggismál er af hinu góða en þarf að byggja á réttum forsendum. Þá kann hún að valda fólki óþörfu áhyggjum með tali um ógn við Ísland í tengslum við innrásina í Úkraínu og harmleikinn þar. 7. mars 2022 09:57 Halda þjóðaratkvæðagreiðslu um þátttöku Dana í varnarsamstarfi ESB Dönsk stjórnvöld munu auka framlög sín til varnarmála á næstu árum á þann veg að árið 2033 munu tvö prósent af vergri landsframleiðslu renna til málaflokksins. Þá stendur til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu í sumar um þátttöku Danmerkur í varnarsamstarfi Evrópusambandsins. 7. mars 2022 08:49 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ragnar Kjartansson og Kári Stefánsson á friðartónleikum Boðað hefur verið til friðartónleika í Hallgrímskirkju klukkan 18 á morgun vegna innrásar Rússlands í Úkraínu. Margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar koma fram. Tónleikarnir verða í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 7. mars 2022 16:19
Íslensk öryggismál ekki á neinum tímamótum vegna Úkraínustríðsins Vegna Úkraínustríðsins hafa dúkkað upp skoðanir um að þess vegna þurfi að hyggja að nýju að hernaðarlegu öryggi Íslands. Umræða um öryggismál er af hinu góða en þarf að byggja á réttum forsendum. Þá kann hún að valda fólki óþörfu áhyggjum með tali um ógn við Ísland í tengslum við innrásina í Úkraínu og harmleikinn þar. 7. mars 2022 09:57
Halda þjóðaratkvæðagreiðslu um þátttöku Dana í varnarsamstarfi ESB Dönsk stjórnvöld munu auka framlög sín til varnarmála á næstu árum á þann veg að árið 2033 munu tvö prósent af vergri landsframleiðslu renna til málaflokksins. Þá stendur til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu í sumar um þátttöku Danmerkur í varnarsamstarfi Evrópusambandsins. 7. mars 2022 08:49
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent