Þorir ekki á flótta með níræða ömmu sína Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. mars 2022 08:00 Anastasiaa bendir á að þörf sé á alls konar nauðsynjavörum til handa þeim sem hafa flúið. Flestir hafi flúið heimili sín og að aleigan rúmist nú í einum bakpoka. Anastasiia Komlikova ákvað að halda kyrru fyrir í Úkraínu þegar sprengjuregnið hófst aðfararnótt fimmtudagsins 24. febrúar því hún taldi víst að amma hennar myndi ekki þola ferðalagið að landamærunum. Fjöldi frétta hefur á síðustu dögum borist af Úkraínumönnum sem flúðu stríðið. Leiðin að landamærunum ætti undir venjulegum kringumstæðum ekki að taka langan tíma en leiðin er torsótt þegar mörg hundruð þúsund manns reyna að flýja á sama tíma. Margir gáfust upp á bílaröðinni og héldu að landamærunum fótgangandi. Líf Anastasiiu hefur gerbreyst frá innrásinni. Hún, eiginmaður hennar og 8 ára dóttir þeirra vöknuðu skelfingu lostin við sprengjuhvelli þegar Rússar hófu árásir sínar. Þau þurftu að flýja heimilið í Brovary þegar í stað en Brovary tilheyrir umdæmi Kænugarðs. Anastasiia heldur til í litlu þorpi í Úkraínu ásamt stórfjölskyldu hennar en þar á meðal er níræð amma hennar. Anastasiia vildi síður segja hvar hún er niðurkomin af ótta við hugsanlegar afleiðingar síðar meir. Anastasiia segir að flótti úr landi verði þeirra síðasta úrræði. „Ég heyri ekki lengur í sprengjunum á staðnum sem við dveljum á núna en við vitum ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Ég er kvíðin. Ég hef ekki aðeins áhyggjur af öryggi fjölskyldunnar minnar heldur líka allra hinna,“ sagði Anastasiia í samtali við fréttastofu. Líf Anastasiiu hverfist að mörgu leyti um tónlist. Hún er tónskáld, með doktorspróf í tónlist og er framkvæmdastjóri listahóps sem kallast Kalyna. Innan hópsins eru kórsöngvarar, ballettdansarar og sinfóníuhljómsveit. Hún hefur miklar áhyggjur af samstarfsfólki sínu því hópurinn tvístraðist á fyrstu dögum stríðsins. „Um helmingur listahópsins Kalyna varð eftir í Kænugarði. Ég veit til þess að tveir úr hópnum hafa verið fastir í fimm daga á landsvæðum þar sem hvorki er rennandi vatn né rafmagn. Hjartað brestur þegar ég hugsa um þau.“ Anastasiia var spurð hvers konar aðstoð frá Íslendingum yrði þýðingarmest fyrir úkraínsku þjóðina. Það stóð ekki á svörum. Úkraínska þjóðin væri hjálpar þurfi á flestum sviðum. Hún sagði að það mikilvægasta sem væri hægt að gera fyrir Úkraínu væri að þrýsta á Atlantshafsbandalagið um að koma á flugbanni yfir Úkraínu en framkvæmdastjóri þess hefur þegar sagt að það komi ekki til greina því slíkt útspil myndi hafa í för með sér enn meiri hörmungar. Anastasiia sagði að það væri brýnt að tala sem oftast um stríðið og að halda íslenskum stjórnvöldum við efnið. Þá segir hún að rödd Íslands innan NATÓ sé mikilvæg og að Íslendingar eigi að nýta hana. Þá benti hún á að þörf sé á alls konar nauðsynjavörum til handa þeim sem hafa flúið. Flestir hafi flúið heimili sín og að aleigan rúmist nú í einum bakpoka. Anastasiia biðlaði að lokum til Evrópubúa um að láta sig málið varða. „Við þurfum á aðstoð Evrópu að halda. Geriði það, stöðvið þetta.“ Hún sagðist enn binda vonir við að „hinn heilbrigði hugur“ vinni á endanum og að komið verði í veg fyrir stríðið. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vaktin: Úkraínuher segir verulega hafa hægt á sókn Rússa en harðir bardagar standa enn yfir Rússar hafa hótað að skrúfa fyrir gasútflutning til Evrópu en Evrópuríkin, Bandaríkin og Japan íhuga nú að hætta að kaupa olíu frá Rússlandi. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. 8. mars 2022 06:46 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Fjöldi frétta hefur á síðustu dögum borist af Úkraínumönnum sem flúðu stríðið. Leiðin að landamærunum ætti undir venjulegum kringumstæðum ekki að taka langan tíma en leiðin er torsótt þegar mörg hundruð þúsund manns reyna að flýja á sama tíma. Margir gáfust upp á bílaröðinni og héldu að landamærunum fótgangandi. Líf Anastasiiu hefur gerbreyst frá innrásinni. Hún, eiginmaður hennar og 8 ára dóttir þeirra vöknuðu skelfingu lostin við sprengjuhvelli þegar Rússar hófu árásir sínar. Þau þurftu að flýja heimilið í Brovary þegar í stað en Brovary tilheyrir umdæmi Kænugarðs. Anastasiia heldur til í litlu þorpi í Úkraínu ásamt stórfjölskyldu hennar en þar á meðal er níræð amma hennar. Anastasiia vildi síður segja hvar hún er niðurkomin af ótta við hugsanlegar afleiðingar síðar meir. Anastasiia segir að flótti úr landi verði þeirra síðasta úrræði. „Ég heyri ekki lengur í sprengjunum á staðnum sem við dveljum á núna en við vitum ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Ég er kvíðin. Ég hef ekki aðeins áhyggjur af öryggi fjölskyldunnar minnar heldur líka allra hinna,“ sagði Anastasiia í samtali við fréttastofu. Líf Anastasiiu hverfist að mörgu leyti um tónlist. Hún er tónskáld, með doktorspróf í tónlist og er framkvæmdastjóri listahóps sem kallast Kalyna. Innan hópsins eru kórsöngvarar, ballettdansarar og sinfóníuhljómsveit. Hún hefur miklar áhyggjur af samstarfsfólki sínu því hópurinn tvístraðist á fyrstu dögum stríðsins. „Um helmingur listahópsins Kalyna varð eftir í Kænugarði. Ég veit til þess að tveir úr hópnum hafa verið fastir í fimm daga á landsvæðum þar sem hvorki er rennandi vatn né rafmagn. Hjartað brestur þegar ég hugsa um þau.“ Anastasiia var spurð hvers konar aðstoð frá Íslendingum yrði þýðingarmest fyrir úkraínsku þjóðina. Það stóð ekki á svörum. Úkraínska þjóðin væri hjálpar þurfi á flestum sviðum. Hún sagði að það mikilvægasta sem væri hægt að gera fyrir Úkraínu væri að þrýsta á Atlantshafsbandalagið um að koma á flugbanni yfir Úkraínu en framkvæmdastjóri þess hefur þegar sagt að það komi ekki til greina því slíkt útspil myndi hafa í för með sér enn meiri hörmungar. Anastasiia sagði að það væri brýnt að tala sem oftast um stríðið og að halda íslenskum stjórnvöldum við efnið. Þá segir hún að rödd Íslands innan NATÓ sé mikilvæg og að Íslendingar eigi að nýta hana. Þá benti hún á að þörf sé á alls konar nauðsynjavörum til handa þeim sem hafa flúið. Flestir hafi flúið heimili sín og að aleigan rúmist nú í einum bakpoka. Anastasiia biðlaði að lokum til Evrópubúa um að láta sig málið varða. „Við þurfum á aðstoð Evrópu að halda. Geriði það, stöðvið þetta.“ Hún sagðist enn binda vonir við að „hinn heilbrigði hugur“ vinni á endanum og að komið verði í veg fyrir stríðið.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vaktin: Úkraínuher segir verulega hafa hægt á sókn Rússa en harðir bardagar standa enn yfir Rússar hafa hótað að skrúfa fyrir gasútflutning til Evrópu en Evrópuríkin, Bandaríkin og Japan íhuga nú að hætta að kaupa olíu frá Rússlandi. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. 8. mars 2022 06:46 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Vaktin: Úkraínuher segir verulega hafa hægt á sókn Rússa en harðir bardagar standa enn yfir Rússar hafa hótað að skrúfa fyrir gasútflutning til Evrópu en Evrópuríkin, Bandaríkin og Japan íhuga nú að hætta að kaupa olíu frá Rússlandi. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. 8. mars 2022 06:46