Innlent

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sindri Sindrason fréttaþulur fréttamaður
Sindri Sindrason fréttaþulur fréttamaður Foto: Fréttaþulir kvöldfrétta

Hátt í tvær milljónir Úkraínumanna hafa flúið heimaland sitt á þeim tólf dögum sem liðið hafa frá því að Rússar réðust inn í landið og eru fólksflutningarnir þeir mestu frá seinni heimstyrjöldinni. Friðarviðræður Úkraínumanna og Rússa í dag skiluðu litlum árangri.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Við verðum einnig í beinni útsendingu frá Alþingi þar sem staðan í Úkraínu er til sérstakrar umræðu, heyrum í sendiherra Íslands í Rússlandi og ræðum við Gylfa Þór Þorsteinsson sem staðið hefur vaktina í farsóttarhúsum en mun á næstunni sjá um aðstoð við flóttafólk frá Úkraínu.

Þá rýnum við í stóraukinn kostnað í heilbrigðiskerfinu vegna hlífðarfatnaðar og sjáum brot úr Kompás sem verður frumsýndur í kvöld - og fjallar um sértrúarsöfnuði á Íslandi.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×