Fyrrverandi leikmaður Arsenal genginn í úkraínska herinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. mars 2022 13:01 Oleg Luzhny fagnar tvennunni sem Arsenal vann vorið 2002. getty/Stuart MacFarlane Ekkert vantar upp á ættjarðarástina hjá úkraínsku íþróttafólki sem hefur gengið til liðs við herinn þar í landi til að reyna að halda aftur af Rússum sem réðust inn í Úkraínu fyrir tólf dögum. Meðal þeirra er Oleg Luzhny sem lék með Arsenal á árunum 1999-2003. Hann varð einu sinni Englandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari með Skyttunum. Luzhny er nú kominn aftur til heimalandsins og genginn í úkraínska herinn. „Eins og allir tryggir Úkraínumenn er ég í Úkraínu með öllu fólkinu að verja heimalandið. Ég gekk í landvarnarliðið,“ sagði Luzhny við Mirror. „Staðan er mjög viðkvæm. Maður heyrir í sírenum þrisvar til fjórum sinnum á dag, einnig á nóttunni. Fólk flýr í örvæntingu niður í neðanjarðarbyrgi, konur með ung börn sem skilja ekki hvað er í gangi. Þau eru óttaslegin. Heilu borgirnar og þorpin eru eyðilögð. Fólk stendur eftir án rafmagns, hita, vatns og matar.“ Luzhny segir að úkraínska þjóðin sýni ótrúlega samstöðu í skelfilegum aðstæðum. „Þjóðin stendur sameinuð sem aldrei fyrr. Við gefumst ekki upp og allir reyna að aðstoða sem best þeir geta,“ sagði Luzhny sem hvetur rússneskt íþróttafólk til að láta í sér heyra. „Ég styð allar refsiaðgerðir. Íþróttafólk er hluti af þjóðinni. Þegar fólk kýs sér forseta ber það líka ábyrgð á gjörðum hans. Ef það stendur þögult hjá er það sama og samþykki fyrir því sem gerðist: innrás í friðsælt land. Rússneskt íþróttafólk ætti að tala við forsetann og biðja hann um að stöðva stríðið.“ Eftir innrásina hefur Luzhny verið í sambandi við fyrrverandi samherja sína hjá Arsenal, meðal annars Patrick Viera sem er knattspyrnustjóri Crystal Palace í dag. Luzhny lék 110 leiki fyrir Arsenal. Sá síðasti var úrslitaleikur bikarkeppninnar 2003 gegn Southampton. Skytturnar unnu leikinn, 1-0. Enski boltinn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Sjá meira
Meðal þeirra er Oleg Luzhny sem lék með Arsenal á árunum 1999-2003. Hann varð einu sinni Englandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari með Skyttunum. Luzhny er nú kominn aftur til heimalandsins og genginn í úkraínska herinn. „Eins og allir tryggir Úkraínumenn er ég í Úkraínu með öllu fólkinu að verja heimalandið. Ég gekk í landvarnarliðið,“ sagði Luzhny við Mirror. „Staðan er mjög viðkvæm. Maður heyrir í sírenum þrisvar til fjórum sinnum á dag, einnig á nóttunni. Fólk flýr í örvæntingu niður í neðanjarðarbyrgi, konur með ung börn sem skilja ekki hvað er í gangi. Þau eru óttaslegin. Heilu borgirnar og þorpin eru eyðilögð. Fólk stendur eftir án rafmagns, hita, vatns og matar.“ Luzhny segir að úkraínska þjóðin sýni ótrúlega samstöðu í skelfilegum aðstæðum. „Þjóðin stendur sameinuð sem aldrei fyrr. Við gefumst ekki upp og allir reyna að aðstoða sem best þeir geta,“ sagði Luzhny sem hvetur rússneskt íþróttafólk til að láta í sér heyra. „Ég styð allar refsiaðgerðir. Íþróttafólk er hluti af þjóðinni. Þegar fólk kýs sér forseta ber það líka ábyrgð á gjörðum hans. Ef það stendur þögult hjá er það sama og samþykki fyrir því sem gerðist: innrás í friðsælt land. Rússneskt íþróttafólk ætti að tala við forsetann og biðja hann um að stöðva stríðið.“ Eftir innrásina hefur Luzhny verið í sambandi við fyrrverandi samherja sína hjá Arsenal, meðal annars Patrick Viera sem er knattspyrnustjóri Crystal Palace í dag. Luzhny lék 110 leiki fyrir Arsenal. Sá síðasti var úrslitaleikur bikarkeppninnar 2003 gegn Southampton. Skytturnar unnu leikinn, 1-0.
Enski boltinn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Sjá meira