Hataði menninguna í bandaríska kvennalandsliðnu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2022 09:01 Þrír leiðtogar bandaríska landsliðsins undanfarin á á blaðamannafundi en það eru þær Carli Lloyd, Megan Rapinoe, og Alex Morgan. EPA-EFE/JUSTIN LANE Einn besti leikmaður bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta til margra ára lagði nýverið landsliðsskóna á hilluna og hún ber menningunni í besta liði heims ekki góða sögu. Leikmaðurinn sem um ræðir er Carli Lloyd sem er önnur leikjahæsta og þriðja markahæsta landsliðskona Bandaríkjanna frá upphafi. Lloyd var gestur í hlaðvarpsþætti Hope Solo og fór þar meðal annars yfir síðustu árin sín í landsliðinu. American Soccer Stars Trash The 'Culture' Of The USWNT With Blunt Comments https://t.co/ZRRZl3N8a1— Daily Caller (@DailyCaller) March 6, 2022 Bandaríska landsliðið varð heimsmeistari fyrir þremur árum en hefur einnig staðið í mikilli réttindabaráttu utan vallar undanfarin ár. Lloyd sagði hreint út að hún hefði hatað það að spila með landsliðinu síðustu árin og þá aðallega vegna slæms anda í búningsklefanum. „Innan okkar liðs þá hafði menningin breyst. Það var virkilega erfitt og krefjandi að spila þessi síðustu ár. Ef ég segi alveg eins og er þá hataði ég það,“ sagði Carli Lloyd. „Það var ekki gaman að koma til móts við hópinn og þetta snerist bara um ást mína á leiknum hjá mér. Ég vildi vinna og ég vildi hjálpa liðinu en menningin innan liðsins var eins slæm og ég hafði séð á mínum ferli,“ sagði Lloyd. Lloyd spilaði í bandaríska landsliðinu frá 2005 til 2021 og var í lykilhlutverki í tveimur Ólympíumeistaraliðum og tveimur heimsmeistaraliðum. Hún spilaði sinn síðasta leik í október síðastliðinn. Former USA captain Carli Lloyd didn't hold back in her recent interview! pic.twitter.com/VUkJUMuskP— 90min (@90min_Football) March 6, 2022 Hope Solo var sjálf í bandaríska landsliðinu í langan tíma og hún tók undir það sem Lloyd var að halda fram. Hún líka var á móti menningunni og pólitíkinni sem var í gangi hjá landsliðinu. „Í hvert skipti sem ég fór til móts við landsliðið þá hataði eiginmaðurinn minn að sjá mig svona leiða. Ég vildi ekki stíga inn í þessa menningu,“ sagði Hope meðal annars. „Ég held að fólk skilji ekki hversu erfitt tilfinningalega og andlega það er. Það er erfitt því ég vildi bara vera atvinnuíþróttamaður. Þú verður samt stundum að spila pólitíska leikinn og samfélagsleikinn líka,“ sagði Hope. Hvorug þeirra fóru þó nánar í þau atvik sem þær voru að vísa til. Here s some of what you can expect on the first episode of Hope Solo Speaks with my first guest, the one and only @CarliLloyd pic.twitter.com/k9EjKMHrxf— Hope Solo (@hopesolo) February 28, 2022 HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki einir slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Sjá meira
Leikmaðurinn sem um ræðir er Carli Lloyd sem er önnur leikjahæsta og þriðja markahæsta landsliðskona Bandaríkjanna frá upphafi. Lloyd var gestur í hlaðvarpsþætti Hope Solo og fór þar meðal annars yfir síðustu árin sín í landsliðinu. American Soccer Stars Trash The 'Culture' Of The USWNT With Blunt Comments https://t.co/ZRRZl3N8a1— Daily Caller (@DailyCaller) March 6, 2022 Bandaríska landsliðið varð heimsmeistari fyrir þremur árum en hefur einnig staðið í mikilli réttindabaráttu utan vallar undanfarin ár. Lloyd sagði hreint út að hún hefði hatað það að spila með landsliðinu síðustu árin og þá aðallega vegna slæms anda í búningsklefanum. „Innan okkar liðs þá hafði menningin breyst. Það var virkilega erfitt og krefjandi að spila þessi síðustu ár. Ef ég segi alveg eins og er þá hataði ég það,“ sagði Carli Lloyd. „Það var ekki gaman að koma til móts við hópinn og þetta snerist bara um ást mína á leiknum hjá mér. Ég vildi vinna og ég vildi hjálpa liðinu en menningin innan liðsins var eins slæm og ég hafði séð á mínum ferli,“ sagði Lloyd. Lloyd spilaði í bandaríska landsliðinu frá 2005 til 2021 og var í lykilhlutverki í tveimur Ólympíumeistaraliðum og tveimur heimsmeistaraliðum. Hún spilaði sinn síðasta leik í október síðastliðinn. Former USA captain Carli Lloyd didn't hold back in her recent interview! pic.twitter.com/VUkJUMuskP— 90min (@90min_Football) March 6, 2022 Hope Solo var sjálf í bandaríska landsliðinu í langan tíma og hún tók undir það sem Lloyd var að halda fram. Hún líka var á móti menningunni og pólitíkinni sem var í gangi hjá landsliðinu. „Í hvert skipti sem ég fór til móts við landsliðið þá hataði eiginmaðurinn minn að sjá mig svona leiða. Ég vildi ekki stíga inn í þessa menningu,“ sagði Hope meðal annars. „Ég held að fólk skilji ekki hversu erfitt tilfinningalega og andlega það er. Það er erfitt því ég vildi bara vera atvinnuíþróttamaður. Þú verður samt stundum að spila pólitíska leikinn og samfélagsleikinn líka,“ sagði Hope. Hvorug þeirra fóru þó nánar í þau atvik sem þær voru að vísa til. Here s some of what you can expect on the first episode of Hope Solo Speaks with my first guest, the one and only @CarliLloyd pic.twitter.com/k9EjKMHrxf— Hope Solo (@hopesolo) February 28, 2022
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki einir slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Sjá meira