„Mér leið illa og þeir gátu hlustað á mig röfla“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. mars 2022 11:01 Örn greindist fyrir tveimur árum en er í dag lyfjalaus. Það er kominn mars sem þýðir að mottumars, árlegt átak Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá körlum, er hafið. Karlar eru ekki eins duglegir að sinna þessum málum og konur. Örn Sævar Rósinkransson er 63 ára tveggja barna faðir og afi, en í gær fengu áhorfendur Stöðvar 2 að heyra söguna hans í Íslandi í dag. Örn er fráskilin og bæði börnin hans búa erlendis og stóð hann því nokkuð einn þegar hann greindist með krabbamein fyrir tveimur árum en fyrst fór hann að finna fyrir verkjum í bak. „Ég held að þetta sé tognun því ég dansa ofboðslega mikið. Ég meðhöndla hana og losna því við bólguna þar í kring. Svo þegar ég fer að ýta á þetta og þetta var það aumt að ég gat varla komið við þetta, fór ég strax til læknis,“ segir Örn sem var í framhaldinu sendur í sneiðmyndatöku, blóðsýni tekið og innan fjögurra daga var komin greining. Um var að ræða mergæxli. „Ég hélt að þetta væri dauðadómur og fór að hugsa út í líf mitt. Ég er sáttur með krakkana og sáttur með það sem ég er búinn að gera í lífinu og alveg tilbúinn að fara.“ Þarna vissi hann ekki að lífslíkur væru mun betri en flesta grunar. Þegar Örn fór síðan til læknis fékk hann að vita að hægt væri að halda meininu niðri með lyfjagjöf en meinið væri samt sem áður ólæknandi. Þurfti að dreifa orkunni „Eftir að ég fór svona niður andlega fékk maður í raun bara góðar fréttir eftir það. Ég átti að fara í fjóra til sex mánuði í meðferð. Á þessum tíma var líðan mjög mismunandi, ég var veikur, ég varð hress og sterarnir ná manni upp úr öllu valdi. Síðan dettur maður niður. Þetta er orkuflæði sem maður þarf að hugsa mikið um til að hafa orku út alla vikuna. Ég fékk stera á mánudögum og það var frábær dagur, svo var þriðjudagurinn allt í lagi en svo á föstudeginum ertu kominn niður. Þú þarft að deila orkunni þinni,“ segir Örn sem reyndi alltaf að fara í ræktina þegar honum leið sem best í gegnum ferlið. Hann segir að karlmenn á hans aldri séu of lélegir í því að opna sig um svona mál. Hann fór alveg þveröfuga leið og vildi ræða málin við alla og sérstaklega við vini sína. „Staðan mín í dag er að ég er alveg lyfjalaus en ég þarf að vera í stöðugu tékki. Ég fer mánaðarlega í skoðun og svo stjórnar læknirinn minn hversu oft hann skoðar mig í framhaldinu.“ Örn segist eiga alveg einstakan vinahóp. „Þeir voru alltaf að bjóðast til að fara út í búð fyrir mig og hvað eina. En það mesta sem þeir gerðu fyrir mig var að vera í símanum. Mér leið illa og þeir gátu hlustað á mig röfla. Þetta var mesta hjálpin sem ég fékk,“ segir Örn en börnin hann voru bæði stödd erlendis og hann í meðferð í miðjum heimsfaraldri. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Skimun fyrir krabbameini Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Sjá meira
Örn Sævar Rósinkransson er 63 ára tveggja barna faðir og afi, en í gær fengu áhorfendur Stöðvar 2 að heyra söguna hans í Íslandi í dag. Örn er fráskilin og bæði börnin hans búa erlendis og stóð hann því nokkuð einn þegar hann greindist með krabbamein fyrir tveimur árum en fyrst fór hann að finna fyrir verkjum í bak. „Ég held að þetta sé tognun því ég dansa ofboðslega mikið. Ég meðhöndla hana og losna því við bólguna þar í kring. Svo þegar ég fer að ýta á þetta og þetta var það aumt að ég gat varla komið við þetta, fór ég strax til læknis,“ segir Örn sem var í framhaldinu sendur í sneiðmyndatöku, blóðsýni tekið og innan fjögurra daga var komin greining. Um var að ræða mergæxli. „Ég hélt að þetta væri dauðadómur og fór að hugsa út í líf mitt. Ég er sáttur með krakkana og sáttur með það sem ég er búinn að gera í lífinu og alveg tilbúinn að fara.“ Þarna vissi hann ekki að lífslíkur væru mun betri en flesta grunar. Þegar Örn fór síðan til læknis fékk hann að vita að hægt væri að halda meininu niðri með lyfjagjöf en meinið væri samt sem áður ólæknandi. Þurfti að dreifa orkunni „Eftir að ég fór svona niður andlega fékk maður í raun bara góðar fréttir eftir það. Ég átti að fara í fjóra til sex mánuði í meðferð. Á þessum tíma var líðan mjög mismunandi, ég var veikur, ég varð hress og sterarnir ná manni upp úr öllu valdi. Síðan dettur maður niður. Þetta er orkuflæði sem maður þarf að hugsa mikið um til að hafa orku út alla vikuna. Ég fékk stera á mánudögum og það var frábær dagur, svo var þriðjudagurinn allt í lagi en svo á föstudeginum ertu kominn niður. Þú þarft að deila orkunni þinni,“ segir Örn sem reyndi alltaf að fara í ræktina þegar honum leið sem best í gegnum ferlið. Hann segir að karlmenn á hans aldri séu of lélegir í því að opna sig um svona mál. Hann fór alveg þveröfuga leið og vildi ræða málin við alla og sérstaklega við vini sína. „Staðan mín í dag er að ég er alveg lyfjalaus en ég þarf að vera í stöðugu tékki. Ég fer mánaðarlega í skoðun og svo stjórnar læknirinn minn hversu oft hann skoðar mig í framhaldinu.“ Örn segist eiga alveg einstakan vinahóp. „Þeir voru alltaf að bjóðast til að fara út í búð fyrir mig og hvað eina. En það mesta sem þeir gerðu fyrir mig var að vera í símanum. Mér leið illa og þeir gátu hlustað á mig röfla. Þetta var mesta hjálpin sem ég fékk,“ segir Örn en börnin hann voru bæði stödd erlendis og hann í meðferð í miðjum heimsfaraldri. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Skimun fyrir krabbameini Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Sjá meira