Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Smári Jökull Jónsson skrifar
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.

Í kvöldfréttum verður fjallað ítarlega um stöðuna í Úkraínu, sem virðist versna dag frá degi. Rætt verður við formann Blaðamannafélagsins í beinni útsendingu nú þegar Rússar hafa lokað á aðgang almennings að vestrænum fjölmiðlum.

Þá komu fulltrúar úr ólíkum kirkjudeildum saman við húsnæði rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar í Reykjavík í dag til að þvo burt hakakross sem málaður hafði verið á húsið.

Í dag eru tvö ár liðin frá því að neyðarstig almannavarna var sett á vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þegar sóttvarnalæknir lítur um öxl segir hann ýmislegt hafa komið á óvart, meðal annars hve margt framlínufólk í samfélaginu vildi ekki setja heilsu þjóðarinnar í forgang.

Íbúi á Suðureyri er óánægður með viðbrögðin við olíuleka sem varð á fimmtudag. Afla þurfti leyfis hjá lögreglu til að aflífa friðaða fugla - og það er að sögn íbúa ólíft í kringum grunnskólann og sundlaugina vegna lyktar.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×