Greint var frá því í dag að Óskar Örn Ágústsson, fjármálastjóri Eflingar, hefði sagt upp störfum hjá félaginu en hann neitaði að tjá sig um málið þegar Vísir náði tali af honum fyrr í dag.
Nú hefur hann haft samband við Vísi og staðfest uppsögnina. Hann tekur fram að uppsögnin hafi verið að hans frumkvæði og án nokkurs þrýstings frá einum né neinum og tengist engum málum innanhúss.
Hann hafi ekki viljað tjá sig um málið fyrr í dag enda hafi hann ekki verið búinn að tilkynna samstarfsfólki sínu um uppsögnina.