Fótbolti

Sævar Atli skoraði í stórsigri Lyngby

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Freyr Alexanderson, þjálfari Lyngby og Sævar Atli Magnússon, leikmaður liðsins, en sá síðarnefndi skoraði fyrir liðið í kvöld.
Freyr Alexanderson, þjálfari Lyngby og Sævar Atli Magnússon, leikmaður liðsins, en sá síðarnefndi skoraði fyrir liðið í kvöld. Mynd/Lyngby

Sævar Atli Magnússon skoraði annað mark Lyngby er liðið vann góðan 3-0 útisigur gegn Amager í dönsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld.

Lyngby leikur undir stjórn Freys Alexandersonar, en liðið hefur þurft að undirbúa sig fyrir leikinn við súrrealískar aðstæður eftir að eiginkona fyrirliðans lést á mánudaginn.

Gestirnir í Lyngby tóku forystuna eftir tæplega klukkutíma leik þegar Magnus Kaastrup kom boltanum í netið. Sjö mínútum síðar var Sævar Atli búinn að koma liðinu í 2-0 með góðu marki.

Það var svo Magnus Kaastrup sem gulltryggði sigurinn á 86. mínútu og lokatölur urðu því 3-0.

Lyngby situr nú í öðru sæti dönsku 1. deildarinnar með 40 stig eftir 20 leiki, fimm stigum á eftir toppliði Helsingor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×