Rússar ná Zaporizhzhia á sitt vald Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. mars 2022 08:46 Kjarnorkuverið er það stærsta í Evrópu og sér Úkraínumönnum fyrir um fjórðungi allrar orku landsins. Wikimedia Commons/Ralf1969 Rússneskar hersveitir hafa náð Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu á sitt vald. Um er að ræða stærsta kjarnorkuver Evrópu, sem hefur sætt stöðugum árásum síðustu daga. Eldur kom upp í verinu í nótt en nýjustu fregnir herma að engin hætta sé á ferðum eins og er. Árásir innrásarhersins á kjarnorkuverið hafa vakið hörð viðbrögð út um allan heim og áköll eftir aukinni aðkomu Atlantshafsbandalagsins að átökunum sem nú standa yfir víðsvegar um Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, eru meðal þeirra sem hafa fordæmt árásir Rússa á kjarnorkuverið og kallað eftir því að öllum átökum verði hætt á svæðinu. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt að árásirnar á verið væru ógn við alla Evrópu. Leiðtogarnir þrír hafa allir rætt við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, frá því að eldur braust út í kjarnorkuverinu í nótt. Yfirvöld í Úkraínu greindu frá því að Rússar hefðu reynt að hamla slökkvistarfinu en þó náðist að ráða að niðurlögum eldsins á um fjórum tímum. Hann kom upp í „æfingahúsnæði“ og er sagður hafa logað á þremur hæðum. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin virkjaði viðbragðsáætlun í kjölfar fregna af árásunum og eldsvoðanum. Sérfræðingar í Úkraínu segja þó ekki hættu á ferðum eins og er og að kjarnakljúfar versins, sem eru sex talsins, séu vel varðir. Hætta gæti hins vegar skapast ef rafmagn fer af kælibúnaðinum. Erlendir miðlar hafa eftir þeim sem þekkja til að um sé að ræða fordæmalausar aðgerðir af hálfu Rússa, það er að segja að gera árás á kjarnorkuver, og að illa gæti farið. BBC hefur þó eftir Graham Allison, kjarnorkuöryggissérfræðingi við Harvard University, að meiri líkur væru á því að Rússar freistuðu þess að loka fyrir orkuframleiðslu á svæðinu frekar en að þeir hefðu áhuga á því að valda kjarnorkuslysi. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Kjarnorka Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira
Árásir innrásarhersins á kjarnorkuverið hafa vakið hörð viðbrögð út um allan heim og áköll eftir aukinni aðkomu Atlantshafsbandalagsins að átökunum sem nú standa yfir víðsvegar um Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, eru meðal þeirra sem hafa fordæmt árásir Rússa á kjarnorkuverið og kallað eftir því að öllum átökum verði hætt á svæðinu. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt að árásirnar á verið væru ógn við alla Evrópu. Leiðtogarnir þrír hafa allir rætt við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, frá því að eldur braust út í kjarnorkuverinu í nótt. Yfirvöld í Úkraínu greindu frá því að Rússar hefðu reynt að hamla slökkvistarfinu en þó náðist að ráða að niðurlögum eldsins á um fjórum tímum. Hann kom upp í „æfingahúsnæði“ og er sagður hafa logað á þremur hæðum. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin virkjaði viðbragðsáætlun í kjölfar fregna af árásunum og eldsvoðanum. Sérfræðingar í Úkraínu segja þó ekki hættu á ferðum eins og er og að kjarnakljúfar versins, sem eru sex talsins, séu vel varðir. Hætta gæti hins vegar skapast ef rafmagn fer af kælibúnaðinum. Erlendir miðlar hafa eftir þeim sem þekkja til að um sé að ræða fordæmalausar aðgerðir af hálfu Rússa, það er að segja að gera árás á kjarnorkuver, og að illa gæti farið. BBC hefur þó eftir Graham Allison, kjarnorkuöryggissérfræðingi við Harvard University, að meiri líkur væru á því að Rússar freistuðu þess að loka fyrir orkuframleiðslu á svæðinu frekar en að þeir hefðu áhuga á því að valda kjarnorkuslysi.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Kjarnorka Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira