Dagný Lísa: „Ég var ekki að fara að tapa þessum leik“ Atli Arason skrifar 2. mars 2022 23:30 Dagný Lísa Davíðsdóttir í baráttunni undir körfunni. Vísir/Hulda Margrét Dagný Lísa Davíðsdóttir, leikmaður Fjölnis, var afar sátt eftir 4 stiga sigur Fjölnis á Njarðvík í Dalhúsum í kvöld, 80-76. „Þetta var fjögurra stiga leikur og skemmtilegt líka að þetta er toppleikur en ekki einhvers staðar um miðja deild. Þetta gerir helling fyrir okkur,“ sagði Dagný Lísa í viðtali við Vísi. „Við komum inn í leikinn með aðeins öðruvísi leikplan en við höfum verið að gera. Það sem við erum búnar að vera að gera í síðustu leikjum gegn þeim hefur ekki verið að virka. Við spiluðum aðra vörn og vorum í svæði allan tíman og settum einbeitinguna á útlendingana þeirra sem hafa verið að skila mjög miklu fyrir þær í leikjum gegn okkur.“ „Leikurinn var allur í járnum. Við vorum einu stigi undir í hálfleik en þá voru þær búnar að taka sitt áhlaup. Þær fundu einhverjar lausnir á okkar varnarleik og voru að setja nokkra þrista í röð. Við vissum samt alveg að þær væru ekki að fara að skjóta 60% í þristum í heilan leik.“ „Ég myndi ekki segja að annaðhvort liðið hafi verið með yfirhöndina í leiknum en ég hafði trú á okkur allan leikinn fram í blálokin. Ég var ekki að fara að tapa þessum leik.“ Eftir sigurinn í kvöld er Fjölniskonur komnar í bílstjórasætið um deildarmeistaratitilinn sem er nú þeirra til að tapa þegar fimm umferðir eru eftir. Stefnan er skýr hjá Grafarvogsliðinu. „Við tví- eða þríeflumst við möguleika á titli og það er eitthvað sem við höfum verið að vinna að allt tímabilið. Við ætlum ekki að gera neitt annað en að klára dæmið. Það er enn þá alveg hægt að klúðra þessu. Við ætlum að gera allt sem við getum gert til þess að klára deildarmeistaratitilinn.“ Keflvíkingar töpuðu gegn Haukum í kvöld og með tapinu er það endanlega laust að Keflavík nær ekki sæti í úrslitakeppninni. Næsti leikur Fjölnis er gegn Keflavík en þrátt fyrir tap suðurnesjaliðsins þá býst Dagný ekki við neinn afslátt frá þeim í viðureign liðanna sem er miðvikudaginn næsta. „Keflavík hefur verið í úrslitakeppninni stanslaust frá einhverjum tíma áður en ég fæddist. Það er einhver menning þarna og það er hefð fyrir því að berjast og gefast ekki upp. Þetta er ekki leikur sem við ætlum að gera lítið úr og þetta er verkefni sem við ætlum að mæta brjálaðar í. Við ætlum að gera það sem við getum til að tryggja okkar sæti enn betur og sækja heimavallarétt fyrir úrslitakeppnina,“ sagði Dagný Lísa Davíðsdóttir, leikmaður Fjölnis, að endingu. Subway-deild kvenna Fjölnir UMF Njarðvík Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Sjá meira
„Þetta var fjögurra stiga leikur og skemmtilegt líka að þetta er toppleikur en ekki einhvers staðar um miðja deild. Þetta gerir helling fyrir okkur,“ sagði Dagný Lísa í viðtali við Vísi. „Við komum inn í leikinn með aðeins öðruvísi leikplan en við höfum verið að gera. Það sem við erum búnar að vera að gera í síðustu leikjum gegn þeim hefur ekki verið að virka. Við spiluðum aðra vörn og vorum í svæði allan tíman og settum einbeitinguna á útlendingana þeirra sem hafa verið að skila mjög miklu fyrir þær í leikjum gegn okkur.“ „Leikurinn var allur í járnum. Við vorum einu stigi undir í hálfleik en þá voru þær búnar að taka sitt áhlaup. Þær fundu einhverjar lausnir á okkar varnarleik og voru að setja nokkra þrista í röð. Við vissum samt alveg að þær væru ekki að fara að skjóta 60% í þristum í heilan leik.“ „Ég myndi ekki segja að annaðhvort liðið hafi verið með yfirhöndina í leiknum en ég hafði trú á okkur allan leikinn fram í blálokin. Ég var ekki að fara að tapa þessum leik.“ Eftir sigurinn í kvöld er Fjölniskonur komnar í bílstjórasætið um deildarmeistaratitilinn sem er nú þeirra til að tapa þegar fimm umferðir eru eftir. Stefnan er skýr hjá Grafarvogsliðinu. „Við tví- eða þríeflumst við möguleika á titli og það er eitthvað sem við höfum verið að vinna að allt tímabilið. Við ætlum ekki að gera neitt annað en að klára dæmið. Það er enn þá alveg hægt að klúðra þessu. Við ætlum að gera allt sem við getum gert til þess að klára deildarmeistaratitilinn.“ Keflvíkingar töpuðu gegn Haukum í kvöld og með tapinu er það endanlega laust að Keflavík nær ekki sæti í úrslitakeppninni. Næsti leikur Fjölnis er gegn Keflavík en þrátt fyrir tap suðurnesjaliðsins þá býst Dagný ekki við neinn afslátt frá þeim í viðureign liðanna sem er miðvikudaginn næsta. „Keflavík hefur verið í úrslitakeppninni stanslaust frá einhverjum tíma áður en ég fæddist. Það er einhver menning þarna og það er hefð fyrir því að berjast og gefast ekki upp. Þetta er ekki leikur sem við ætlum að gera lítið úr og þetta er verkefni sem við ætlum að mæta brjálaðar í. Við ætlum að gera það sem við getum til að tryggja okkar sæti enn betur og sækja heimavallarétt fyrir úrslitakeppnina,“ sagði Dagný Lísa Davíðsdóttir, leikmaður Fjölnis, að endingu.
Subway-deild kvenna Fjölnir UMF Njarðvík Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Sjá meira