Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Edda Andrésdóttir segir fréttir klukkan 18:30.
Edda Andrésdóttir segir fréttir klukkan 18:30. Stöð 2

Forseti Úkraínu sakar Rússa um hryðjuverk eftir eldflaugaárás á miðborg næst stærstu borgar landsins í dag. Forseti Evrópuþingsins segir forseta Rússlands og Hvítarússlands verða dregna til ábyrgðar vegna stríðsins í Úkraínu.

Við fjöllum ítarlega um málið í kvöldfréttum og ræðum við sendiherra Úkraínu á Íslandi sem fundaði með stjórnvöldum í dag.

Einnig verður rætt við framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar sem segir fullkomna óvissu ríkja um útflutning á uppsjávarfiski til Úkraínu. Verðmæti heildarútflutnings sé um níu til ellefu milljarðar króna og óljóst er hvaða markaður geti tekið við.

Flugheimurinn virðist hafa misst stærstu flugvél heims, úkraínsku þotuna Antonov 225, sem fullyrt er að hafi eyðilagst í árás Rússa á heimaflugvöll hennar í Úkraínu. Risaþotan var aðeins til í einu eintaki og kom nokkrum sinnum til Íslands.

Við kynnum okkur einnig átak gegn kynferðisofbeldi sem lögregla hyggst ráðast í, kíkjum í eldhúsið á Múlakaffi á sprengidegi og verðum í beinni frá öskudagsundirbúningi í Partíbúðinni.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×