„Get ekki lengur starfað í landi sem er að sprengja heimaland mitt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. mars 2022 13:01 Andriy Voronin í leik með Liverpool 2009. getty/Clive Brunskill Úkraínumaðurinn Andriy Voronin, fyrrverandi leikmaður Liverpool, er hættur sem aðstoðarþjálfari Dynamo Moskvu í Rússlandi og hefur yfirgefið landið. Voronin ákvað að hætta hjá Dynamo Moskvu eftir innrás Rússa í heimaland hans, Úkraínu, og fór til Þýskalands með alla fjölskylduna. „Ég get ekki lengur starfað í landi sem er að sprengja heimaland mitt í loft upp. Við yfirgáfum Moskvu áður en allt lokaðist. Við gátum ekki flogið til Düsseldorf og fórum því í gegnum Amsterdam. Pabbi minn, tengdamamma, konan mín og börnin erum komin hingað,“ sagði Voronin við Bild. „Mér hefur liðið illa í fjóra daga, mjög illa, þegar ég sé myndirnar frá heimalandinu. Þetta er allt svo óraunverulegt eins og í kvikmynd. Þetta er hryllingsmynd. Mér er orða vant.“ Voronin sendi Vladimír Pútín Rússlandsforseta svo tóninn. „Kannski vill hann komast í sögubækurnar? En hann kemst aldrei þangað, nema í mesta lagi sem glæpamaður. Ég er svo stoltur af þjóðinni minni. Við eigum fallegar borgir, frábært fólk. Og við munum vinna. En sigurinn verður dýru verði keyptur. Allir þeir sem hafa fallið. Núna er árið er 2022 en ekki Seinni heimsstyrjöldin,“ sagði Voronin. Hann segir að ef hann væri í Úkraínu myndi hann eflaust grípa til vopna. „Ég á vini í Kharkiv, Kiev og í heimaborginni Odessu. Ég fæ skilaboð á fimm mínútna fresti. Þetta er erfitt. Ég vil hjálpa á hvaða hátt sem er. Ég ætti kannski ekki að segja þetta en ef ég væri í Úkraínu núna væri ég eflaust með byssu í hönd.“ Voronin lék með Liverpool á árunum 2007-10. Hann lék fjörutíu leiki með liðinu og skoraði sex mörk. Lengst af ferilsins lék Voronin í Þýskalandi, með Borussia Mönchengladbach, Mainz 05, Köln, Bayer Leverkusen, Herthu Berlin og Fortuna Düsseldorf. Innrás Rússa í Úkraínu Rússneski boltinn Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Voronin ákvað að hætta hjá Dynamo Moskvu eftir innrás Rússa í heimaland hans, Úkraínu, og fór til Þýskalands með alla fjölskylduna. „Ég get ekki lengur starfað í landi sem er að sprengja heimaland mitt í loft upp. Við yfirgáfum Moskvu áður en allt lokaðist. Við gátum ekki flogið til Düsseldorf og fórum því í gegnum Amsterdam. Pabbi minn, tengdamamma, konan mín og börnin erum komin hingað,“ sagði Voronin við Bild. „Mér hefur liðið illa í fjóra daga, mjög illa, þegar ég sé myndirnar frá heimalandinu. Þetta er allt svo óraunverulegt eins og í kvikmynd. Þetta er hryllingsmynd. Mér er orða vant.“ Voronin sendi Vladimír Pútín Rússlandsforseta svo tóninn. „Kannski vill hann komast í sögubækurnar? En hann kemst aldrei þangað, nema í mesta lagi sem glæpamaður. Ég er svo stoltur af þjóðinni minni. Við eigum fallegar borgir, frábært fólk. Og við munum vinna. En sigurinn verður dýru verði keyptur. Allir þeir sem hafa fallið. Núna er árið er 2022 en ekki Seinni heimsstyrjöldin,“ sagði Voronin. Hann segir að ef hann væri í Úkraínu myndi hann eflaust grípa til vopna. „Ég á vini í Kharkiv, Kiev og í heimaborginni Odessu. Ég fæ skilaboð á fimm mínútna fresti. Þetta er erfitt. Ég vil hjálpa á hvaða hátt sem er. Ég ætti kannski ekki að segja þetta en ef ég væri í Úkraínu núna væri ég eflaust með byssu í hönd.“ Voronin lék með Liverpool á árunum 2007-10. Hann lék fjörutíu leiki með liðinu og skoraði sex mörk. Lengst af ferilsins lék Voronin í Þýskalandi, með Borussia Mönchengladbach, Mainz 05, Köln, Bayer Leverkusen, Herthu Berlin og Fortuna Düsseldorf.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússneski boltinn Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira