„Get ekki lengur starfað í landi sem er að sprengja heimaland mitt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. mars 2022 13:01 Andriy Voronin í leik með Liverpool 2009. getty/Clive Brunskill Úkraínumaðurinn Andriy Voronin, fyrrverandi leikmaður Liverpool, er hættur sem aðstoðarþjálfari Dynamo Moskvu í Rússlandi og hefur yfirgefið landið. Voronin ákvað að hætta hjá Dynamo Moskvu eftir innrás Rússa í heimaland hans, Úkraínu, og fór til Þýskalands með alla fjölskylduna. „Ég get ekki lengur starfað í landi sem er að sprengja heimaland mitt í loft upp. Við yfirgáfum Moskvu áður en allt lokaðist. Við gátum ekki flogið til Düsseldorf og fórum því í gegnum Amsterdam. Pabbi minn, tengdamamma, konan mín og börnin erum komin hingað,“ sagði Voronin við Bild. „Mér hefur liðið illa í fjóra daga, mjög illa, þegar ég sé myndirnar frá heimalandinu. Þetta er allt svo óraunverulegt eins og í kvikmynd. Þetta er hryllingsmynd. Mér er orða vant.“ Voronin sendi Vladimír Pútín Rússlandsforseta svo tóninn. „Kannski vill hann komast í sögubækurnar? En hann kemst aldrei þangað, nema í mesta lagi sem glæpamaður. Ég er svo stoltur af þjóðinni minni. Við eigum fallegar borgir, frábært fólk. Og við munum vinna. En sigurinn verður dýru verði keyptur. Allir þeir sem hafa fallið. Núna er árið er 2022 en ekki Seinni heimsstyrjöldin,“ sagði Voronin. Hann segir að ef hann væri í Úkraínu myndi hann eflaust grípa til vopna. „Ég á vini í Kharkiv, Kiev og í heimaborginni Odessu. Ég fæ skilaboð á fimm mínútna fresti. Þetta er erfitt. Ég vil hjálpa á hvaða hátt sem er. Ég ætti kannski ekki að segja þetta en ef ég væri í Úkraínu núna væri ég eflaust með byssu í hönd.“ Voronin lék með Liverpool á árunum 2007-10. Hann lék fjörutíu leiki með liðinu og skoraði sex mörk. Lengst af ferilsins lék Voronin í Þýskalandi, með Borussia Mönchengladbach, Mainz 05, Köln, Bayer Leverkusen, Herthu Berlin og Fortuna Düsseldorf. Innrás Rússa í Úkraínu Rússneski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Sjá meira
Voronin ákvað að hætta hjá Dynamo Moskvu eftir innrás Rússa í heimaland hans, Úkraínu, og fór til Þýskalands með alla fjölskylduna. „Ég get ekki lengur starfað í landi sem er að sprengja heimaland mitt í loft upp. Við yfirgáfum Moskvu áður en allt lokaðist. Við gátum ekki flogið til Düsseldorf og fórum því í gegnum Amsterdam. Pabbi minn, tengdamamma, konan mín og börnin erum komin hingað,“ sagði Voronin við Bild. „Mér hefur liðið illa í fjóra daga, mjög illa, þegar ég sé myndirnar frá heimalandinu. Þetta er allt svo óraunverulegt eins og í kvikmynd. Þetta er hryllingsmynd. Mér er orða vant.“ Voronin sendi Vladimír Pútín Rússlandsforseta svo tóninn. „Kannski vill hann komast í sögubækurnar? En hann kemst aldrei þangað, nema í mesta lagi sem glæpamaður. Ég er svo stoltur af þjóðinni minni. Við eigum fallegar borgir, frábært fólk. Og við munum vinna. En sigurinn verður dýru verði keyptur. Allir þeir sem hafa fallið. Núna er árið er 2022 en ekki Seinni heimsstyrjöldin,“ sagði Voronin. Hann segir að ef hann væri í Úkraínu myndi hann eflaust grípa til vopna. „Ég á vini í Kharkiv, Kiev og í heimaborginni Odessu. Ég fæ skilaboð á fimm mínútna fresti. Þetta er erfitt. Ég vil hjálpa á hvaða hátt sem er. Ég ætti kannski ekki að segja þetta en ef ég væri í Úkraínu núna væri ég eflaust með byssu í hönd.“ Voronin lék með Liverpool á árunum 2007-10. Hann lék fjörutíu leiki með liðinu og skoraði sex mörk. Lengst af ferilsins lék Voronin í Þýskalandi, með Borussia Mönchengladbach, Mainz 05, Köln, Bayer Leverkusen, Herthu Berlin og Fortuna Düsseldorf.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússneski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Sjá meira