Gamli Liverpool-maðurinn verður landsliðsþjálfari eftir skipun forsetans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2022 15:01 Rigobert Song fagnar marki með Liverpool liðinu í desember 1999. Getty/Michael Steele /Allsport Rigobert Song er á góðri leið með að verða næsti landsliðsþjálfari Kamerún eftir góða hjálp frá forseta landsins. Hinn 45 ára gamli Song mun þar taka við starfinu af Toni Conceicao. Undir stjórn Conceicao þá náði Kamerún þriðja sætinu í Afríkukeppninni á dögunum en liðið var á heimavelli. Song er leikjahæsti landsliðsmaður Kamerún frá upphafi með 137 leiki fyrir Ljónin. Hann spilaði með landsliðinu frá 1993 til 2010. Former Liverpool defender Rigobert Song is set to be named Cameroon head coach on the orders of the country's president.More #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) February 28, 2022 Í yfirlýsingu frá Kamerún segir að landsliðið þurfi nýtt líf. Þar kemur einnig fram að ráðningin sé komin til eftir beina fyrirskipun frá forseta landsins, Paul Biya. „Eftir fyrirskipun frá forseta landsins, þá mun Rigobert Song taka við landsliðsþjálfarastarfinu af herra Antonio Conceicao,“ sagði Narcisse Mouelle Kombi, íþróttamálaráðherra landsins. „Kamerúnska knattspyrnusambandið mun nú gera allar ráðstafanir þannig að þessi ráðning geti orðið að veruleika,“ sagði Kombi. Það er stutt í næsta leik því Kamerún spilar í umspili um sæti á HM seinna í þessum mánuði. Song spilaði með Liverpool frá 1999 til 2000 en hann fór þaðan til West Ham. Song spilaði einnig á Ítalíu, í Þýskalandi, Frakklandi og Tyrklandi á sínum ferli. Hann þjálfaði heimalandslið Kamerún frá 2015 til 2018 en það er landsliðsúrtak leikmanna sem spila í Kamerún. Song stýrði líka 23 ára landsliði Kamerún og hann ætti því að hafa góða yfirsýn yfir þá leikmenn sem eru að koma upp í landinu. Song spilaði 34 deildarleiki með Liverpool á sínum tíma. Einn af fáum leikjum hans með liðinu tímabilið 2000-01 var Evrópuleikur en Liverpool vann UEFA-bikarinn þetta tímabil. Það var hans eini titill á Anfield. Enski boltinn Fótbolti Kamerún Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sjá meira
Hinn 45 ára gamli Song mun þar taka við starfinu af Toni Conceicao. Undir stjórn Conceicao þá náði Kamerún þriðja sætinu í Afríkukeppninni á dögunum en liðið var á heimavelli. Song er leikjahæsti landsliðsmaður Kamerún frá upphafi með 137 leiki fyrir Ljónin. Hann spilaði með landsliðinu frá 1993 til 2010. Former Liverpool defender Rigobert Song is set to be named Cameroon head coach on the orders of the country's president.More #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) February 28, 2022 Í yfirlýsingu frá Kamerún segir að landsliðið þurfi nýtt líf. Þar kemur einnig fram að ráðningin sé komin til eftir beina fyrirskipun frá forseta landsins, Paul Biya. „Eftir fyrirskipun frá forseta landsins, þá mun Rigobert Song taka við landsliðsþjálfarastarfinu af herra Antonio Conceicao,“ sagði Narcisse Mouelle Kombi, íþróttamálaráðherra landsins. „Kamerúnska knattspyrnusambandið mun nú gera allar ráðstafanir þannig að þessi ráðning geti orðið að veruleika,“ sagði Kombi. Það er stutt í næsta leik því Kamerún spilar í umspili um sæti á HM seinna í þessum mánuði. Song spilaði með Liverpool frá 1999 til 2000 en hann fór þaðan til West Ham. Song spilaði einnig á Ítalíu, í Þýskalandi, Frakklandi og Tyrklandi á sínum ferli. Hann þjálfaði heimalandslið Kamerún frá 2015 til 2018 en það er landsliðsúrtak leikmanna sem spila í Kamerún. Song stýrði líka 23 ára landsliði Kamerún og hann ætti því að hafa góða yfirsýn yfir þá leikmenn sem eru að koma upp í landinu. Song spilaði 34 deildarleiki með Liverpool á sínum tíma. Einn af fáum leikjum hans með liðinu tímabilið 2000-01 var Evrópuleikur en Liverpool vann UEFA-bikarinn þetta tímabil. Það var hans eini titill á Anfield.
Enski boltinn Fótbolti Kamerún Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti