Farsóttarhúsunum lokað og Gylfi Þór leitar nýrra verkefna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. febrúar 2022 20:09 Gylfi Þór Þórsteinsson hefur gegnt stöðu forstöðumanns farsóttarhúsanna frá því þeim var komið á fót. Vísir/Vilhelm Farsóttarhúsum Rauða krossins, sem hýst hafa Covid-smitaða einstaklinga sem ekki hafa getað einangrað sig annars staðar, verður lokað í lok marsmánaðar. Fráfarandi forstöðumaður segist því þurfa að fara að finna sér eitthvað annað að gera. „Þetta er búið að vera rússíbanareið frá fyrsta degi,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, fráfarandi forstöðumaður farsóttarhúsanna. Í dag eru tvö ár frá því fyrsta tilfelli kórónuveirunnar greindist hér á landi. „Það var þannig að þegar við tókum fyrsta hótelið á leigu, Hótel Lind, og kynntum fyrir starfsfólki þar hvað við værum að fara að gera, þá gengu allir starfsmenn hótelsins út og sögðu upp,“ segir Gylfi. Hann bendir á að á þeim tíma hafi lítið verið vitað um Covid-19 og fjöldi fólks hefði þá þegar látist af völdum sjúkdómsins víða um heim. „Þannig að fyrstu tveir dagarnir fóru í það að ég var að bera upp ísskápa og reyna að búa til farsóttarhús,“ segir Gylfi og bætir við að hann hafi við það notið liðsinnis frábærra sjálfboðaliða. Héldu að Covid væri búið Gylfa er það minnisstætt þegar öllum takmörkunum vegna kórónuveirunnar var aflétt í sumar. Það var aflétt á miðnætti 25. júní. „Við lokuðum í mánuð og héldum alveg geggjað partý, því við héldum að Covid væri búið.“ Adam hafi hins vegar ekki verið lengi í paradís því mánuði síðar hafi starfsemi farsóttarhúsanna hafist að nýju, upp á dag, en 25. júlí á síðasta ári tók gildi 200 manna samkomubann með tilheyrandi takmörkunum. Hér má sjá Gylfa í fullum farsóttarhússskrúða.Vísir/Vilhelm Hver bylgjan á fætur annarri Gylfi áætlar að á heildina litið hafi um það bil 15 þúsund manns dvalist á farsóttarhúsunum, frá upphafi faraldursins. „Þegar mest var vorum við með sjö hótel í einu, og um 600 manns í einu. En það er fljótt að fenna yfir þetta. Þegar fyrsta bylgjan var búin þá hélt maður að maður myndi aldrei kynnast öðru eins. En svo kom önnur bylgjan, svo þriðja og fjórða. Og þær voru hver annarri stærri.“ Framtíðin alls óráðin Sjálfur segist Gylfi ekki hafa hugmynd hvað taki við hjá sér, eftir að hafa sinnt stöðu forstöðumanns í tvö ár. „Ég var bara ráðinn í þetta verkefni og nú er þessu tveggja til þriggja mánaða verkefni lokið, tveimur árum síðar. Kannski gerist ég aftur hármódel,“ segir Gylfi og hlær. „En ég hef nú unnið við margt og hef mikla reynslu af alls konar, þannig að ég treysti mér í hvað sem er,“ segir Gylfi að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Sjá meira
„Þetta er búið að vera rússíbanareið frá fyrsta degi,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, fráfarandi forstöðumaður farsóttarhúsanna. Í dag eru tvö ár frá því fyrsta tilfelli kórónuveirunnar greindist hér á landi. „Það var þannig að þegar við tókum fyrsta hótelið á leigu, Hótel Lind, og kynntum fyrir starfsfólki þar hvað við værum að fara að gera, þá gengu allir starfsmenn hótelsins út og sögðu upp,“ segir Gylfi. Hann bendir á að á þeim tíma hafi lítið verið vitað um Covid-19 og fjöldi fólks hefði þá þegar látist af völdum sjúkdómsins víða um heim. „Þannig að fyrstu tveir dagarnir fóru í það að ég var að bera upp ísskápa og reyna að búa til farsóttarhús,“ segir Gylfi og bætir við að hann hafi við það notið liðsinnis frábærra sjálfboðaliða. Héldu að Covid væri búið Gylfa er það minnisstætt þegar öllum takmörkunum vegna kórónuveirunnar var aflétt í sumar. Það var aflétt á miðnætti 25. júní. „Við lokuðum í mánuð og héldum alveg geggjað partý, því við héldum að Covid væri búið.“ Adam hafi hins vegar ekki verið lengi í paradís því mánuði síðar hafi starfsemi farsóttarhúsanna hafist að nýju, upp á dag, en 25. júlí á síðasta ári tók gildi 200 manna samkomubann með tilheyrandi takmörkunum. Hér má sjá Gylfa í fullum farsóttarhússskrúða.Vísir/Vilhelm Hver bylgjan á fætur annarri Gylfi áætlar að á heildina litið hafi um það bil 15 þúsund manns dvalist á farsóttarhúsunum, frá upphafi faraldursins. „Þegar mest var vorum við með sjö hótel í einu, og um 600 manns í einu. En það er fljótt að fenna yfir þetta. Þegar fyrsta bylgjan var búin þá hélt maður að maður myndi aldrei kynnast öðru eins. En svo kom önnur bylgjan, svo þriðja og fjórða. Og þær voru hver annarri stærri.“ Framtíðin alls óráðin Sjálfur segist Gylfi ekki hafa hugmynd hvað taki við hjá sér, eftir að hafa sinnt stöðu forstöðumanns í tvö ár. „Ég var bara ráðinn í þetta verkefni og nú er þessu tveggja til þriggja mánaða verkefni lokið, tveimur árum síðar. Kannski gerist ég aftur hármódel,“ segir Gylfi og hlær. „En ég hef nú unnið við margt og hef mikla reynslu af alls konar, þannig að ég treysti mér í hvað sem er,“ segir Gylfi að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Sjá meira