Þakklátar Rauða krossinum eftir svaðilför á heiðinni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. febrúar 2022 13:25 Þær Dagrún, Guðbjörg og Kara voru fegnar að fá að gista í fjöldahjálparstöð Rauða krossins eftir að hafa setið fastar á heiðinni í marga klukkutíma. Aðsend Á fjórða tug manna gistu í fjöldahálparstöð Rauða krossins í Hveragerði í nótt eftir að hafa lent í vandræðum uppi á snjóþungri heiðinni. Ung kona sem sat föst í bíl sínum á Hellisheiði í 6 klukkustundir finnur til djúpstæðs þakklætis í garð Rauða krossins. Björgunarsveitir voru í nótt kallaðar út vegna vegfarenda sem sátu fastir í bílum í Þrengslunum og á Hellisheiði. Upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir í samtali við fréttastofu að björgunarsveitarmenn hafi verið að störfum í aftakaveðri til klukkan 05:00. Bílstjórar í alls átta bílum hafi verið fastir við afleggjarann að Hellisheiðarvirkjun. Ein þeirra sem lenti í vandræðum á heiðinni var Kara Björk Sævarsdóttir. En það sem byrjaði sem sakleysisleg bústaðaferð í Bláskógarbyggð þróaðist út í margra klukkutíma svaðilför heim, bið eftir björgunarsveitum og far með snjóruðningstæki. „Við vorum komnar hingað niður til Rauða krossins klukkan um hálf sex og fengum við að vera þar. Við erum enn hjá Rauða krossinum,“ sagði Kara í hádegisfréttum Bylgjunnar. Kara Björk og vinkonurnar tvær reyndu eins og þær gátu að gera það besta úr þeirri stöðu sem upp var komin. Þær eru fullar þakklætis í garð Rauða krossins. „Þetta var bara ótrúlega notalegt. Við bjuggum til kósíhorn, settum niður fullt af teppum og lögðumst niður á gólfið við þrjár. Það var bara svo gott að komast úr bílnum eftir að hafa verið föst í bíl upp á heiði í svo ótrúlega langan tíma,“ sagði Kara. „Nú erum við bara þakklátar fyrir að geta verið hérna hjá Rauða krossinum og erum núna bara að bíða eftir fari heim.“ Björgunarsveitir Veður Tengdar fréttir Bílar fastir á og við Hellisheiði og fólk ferjað til Hveragerðis Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna fastra bíla í Þrengslum og á og við Hellisheiði í gærkvöldi og í nótt. 28. febrúar 2022 08:22 Bílar fastir á og við Hellisheiði og fólk ferjað til Hveragerðis Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna fastra bíla í Þrengslum og á og við Hellisheiði í gærkvöldi og í nótt. 28. febrúar 2022 08:22 Hellisheiði og fleiri vegir lokaðir Vegurinn um Hellisheiði er lokaður eins og stendur sökum ófærðar og á heimasíðu Vegagerðarinnar segir að næst verði athugað með opnun klukkan tíu. 28. febrúar 2022 07:50 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Björgunarsveitir voru í nótt kallaðar út vegna vegfarenda sem sátu fastir í bílum í Þrengslunum og á Hellisheiði. Upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir í samtali við fréttastofu að björgunarsveitarmenn hafi verið að störfum í aftakaveðri til klukkan 05:00. Bílstjórar í alls átta bílum hafi verið fastir við afleggjarann að Hellisheiðarvirkjun. Ein þeirra sem lenti í vandræðum á heiðinni var Kara Björk Sævarsdóttir. En það sem byrjaði sem sakleysisleg bústaðaferð í Bláskógarbyggð þróaðist út í margra klukkutíma svaðilför heim, bið eftir björgunarsveitum og far með snjóruðningstæki. „Við vorum komnar hingað niður til Rauða krossins klukkan um hálf sex og fengum við að vera þar. Við erum enn hjá Rauða krossinum,“ sagði Kara í hádegisfréttum Bylgjunnar. Kara Björk og vinkonurnar tvær reyndu eins og þær gátu að gera það besta úr þeirri stöðu sem upp var komin. Þær eru fullar þakklætis í garð Rauða krossins. „Þetta var bara ótrúlega notalegt. Við bjuggum til kósíhorn, settum niður fullt af teppum og lögðumst niður á gólfið við þrjár. Það var bara svo gott að komast úr bílnum eftir að hafa verið föst í bíl upp á heiði í svo ótrúlega langan tíma,“ sagði Kara. „Nú erum við bara þakklátar fyrir að geta verið hérna hjá Rauða krossinum og erum núna bara að bíða eftir fari heim.“
Björgunarsveitir Veður Tengdar fréttir Bílar fastir á og við Hellisheiði og fólk ferjað til Hveragerðis Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna fastra bíla í Þrengslum og á og við Hellisheiði í gærkvöldi og í nótt. 28. febrúar 2022 08:22 Bílar fastir á og við Hellisheiði og fólk ferjað til Hveragerðis Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna fastra bíla í Þrengslum og á og við Hellisheiði í gærkvöldi og í nótt. 28. febrúar 2022 08:22 Hellisheiði og fleiri vegir lokaðir Vegurinn um Hellisheiði er lokaður eins og stendur sökum ófærðar og á heimasíðu Vegagerðarinnar segir að næst verði athugað með opnun klukkan tíu. 28. febrúar 2022 07:50 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Bílar fastir á og við Hellisheiði og fólk ferjað til Hveragerðis Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna fastra bíla í Þrengslum og á og við Hellisheiði í gærkvöldi og í nótt. 28. febrúar 2022 08:22
Bílar fastir á og við Hellisheiði og fólk ferjað til Hveragerðis Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna fastra bíla í Þrengslum og á og við Hellisheiði í gærkvöldi og í nótt. 28. febrúar 2022 08:22
Hellisheiði og fleiri vegir lokaðir Vegurinn um Hellisheiði er lokaður eins og stendur sökum ófærðar og á heimasíðu Vegagerðarinnar segir að næst verði athugað með opnun klukkan tíu. 28. febrúar 2022 07:50