Hefur safnað 20 milljónum með söfnun dósa við vegi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. febrúar 2022 21:03 Guðni Guðmundsson, bóndi á Þverlæk, sem hefur safnað 20 milljónum króna á síðustu 17 árum með því að tína dósir og plastflöskur meðfram vegum á Suðurlandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Áttatíu og átta ára bóndi í Rangárvallasýslu hefur safnað 20 milljónum króna á síðustu sautján árum með því að safna dósum með fram vegum. Peningana hefur hann gefið til íþróttafélagsins í sveitinni, svo börnin geti æft íþróttir frítt. Hér erum við að tala um Guðna Guðmundsson, bónda á Þverlæk í Holtum í Rangárþingi ytra. Guðni er eldsprækur og í fanta formi, 88 ára gamall, enda heldur hann sér gangandi með því að ganga með fram vegum og tína dósir. Guðni er með aðstöðu í bílskúrnum heima hjá sér þar sem hann flokkar allt samviskusamlega áður hann fer með afraksturinn á endurvinnslustöð og fær peninginn. Íþróttafélagið Garpur í Holtum hefur fengið peningana, auk þess sem fimleikadeild Ungmennafélagsins Heklu hefur fengið líka peninga en barnabarnabörn Guðna æfa með félaginu. Guðni að flokka í bílskúrnum á Þverlæk.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta gengur vel og mér finnst þetta bara skemmtilegt starf. Ég er búin að safna um 20 milljónum á þessum 17 árum. Síðustu ár hafa þetta verið um 2 milljónir á ári. Ég reyni svo að vanda við með flokkun og talningu áður en ég fer afraksturinn á endurvinnslustöð,“ segir Guðni. Guðni segist ekki bara finna dósir og flöskur í vegköntum, sem fólk hefur hent út úr bílum sínum, nei, þar kennir margra grasa. Guðni heldur sér í mjög góðu formi með því að ganga með fram vegum og safna þar verðmætum í formi dósa og einnota plastumbúðum undan gosi.Fannar Freyr Magnússon „Já, já, ég finn verkfæri, skilríki og kort, bankakort, ökuskírteini og sums staðar liggja tjakkarnir. Og það hefur komið fyrir að ég hef fundið peningaseðla og nóg af húfum og vettlingum, það hef ég ekki þurft að kaupa þessi ár,“ segir Guðni og hlær. Guðni segist reyna að fara eitthvað út alla daga til að tína en síðustu vikur hafi þó verið erfiðar út af öllum snjónum. En hvað ætlar hann að tína lengi áfram? „Það er ekkert plan um það, bara á meðan ég get.“ En hyggst Guðni fara í aðra landshluta og tína? „Það væri skrambi gaman,“ segir hann og skellir upp úr. Guðni með pokann sinn, sem umbúðirnar fara í.Magnús Hlynur Hreiðarsson Veistu um fleiri hvunndagshetjur eins og Guðna? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Rangárþing ytra Gosdrykkir Mest lesið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Púlsinn 25.ágúst 2014 Harmageddon Öldurót kynslóðanna Gagnrýni Atari Anthology Leikjavísir Undrast afskiptaleysi Blaðamannafélagsins Harmageddon Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira
Hér erum við að tala um Guðna Guðmundsson, bónda á Þverlæk í Holtum í Rangárþingi ytra. Guðni er eldsprækur og í fanta formi, 88 ára gamall, enda heldur hann sér gangandi með því að ganga með fram vegum og tína dósir. Guðni er með aðstöðu í bílskúrnum heima hjá sér þar sem hann flokkar allt samviskusamlega áður hann fer með afraksturinn á endurvinnslustöð og fær peninginn. Íþróttafélagið Garpur í Holtum hefur fengið peningana, auk þess sem fimleikadeild Ungmennafélagsins Heklu hefur fengið líka peninga en barnabarnabörn Guðna æfa með félaginu. Guðni að flokka í bílskúrnum á Þverlæk.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta gengur vel og mér finnst þetta bara skemmtilegt starf. Ég er búin að safna um 20 milljónum á þessum 17 árum. Síðustu ár hafa þetta verið um 2 milljónir á ári. Ég reyni svo að vanda við með flokkun og talningu áður en ég fer afraksturinn á endurvinnslustöð,“ segir Guðni. Guðni segist ekki bara finna dósir og flöskur í vegköntum, sem fólk hefur hent út úr bílum sínum, nei, þar kennir margra grasa. Guðni heldur sér í mjög góðu formi með því að ganga með fram vegum og safna þar verðmætum í formi dósa og einnota plastumbúðum undan gosi.Fannar Freyr Magnússon „Já, já, ég finn verkfæri, skilríki og kort, bankakort, ökuskírteini og sums staðar liggja tjakkarnir. Og það hefur komið fyrir að ég hef fundið peningaseðla og nóg af húfum og vettlingum, það hef ég ekki þurft að kaupa þessi ár,“ segir Guðni og hlær. Guðni segist reyna að fara eitthvað út alla daga til að tína en síðustu vikur hafi þó verið erfiðar út af öllum snjónum. En hvað ætlar hann að tína lengi áfram? „Það er ekkert plan um það, bara á meðan ég get.“ En hyggst Guðni fara í aðra landshluta og tína? „Það væri skrambi gaman,“ segir hann og skellir upp úr. Guðni með pokann sinn, sem umbúðirnar fara í.Magnús Hlynur Hreiðarsson Veistu um fleiri hvunndagshetjur eins og Guðna? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is.
Rangárþing ytra Gosdrykkir Mest lesið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Púlsinn 25.ágúst 2014 Harmageddon Öldurót kynslóðanna Gagnrýni Atari Anthology Leikjavísir Undrast afskiptaleysi Blaðamannafélagsins Harmageddon Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira