„Hreint neyðarástand hjá Útlendingastofnun“ Snorri Másson skrifar 25. febrúar 2022 20:38 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir neyðarástand ríkja hjá Útlendingastofnun. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir að hreint neyðarástand ríki hjá Útlendingastofnun. Flóttamenn sem fyrir eru teppi aðstöðuna fyrir þeim flóttamönnum sem kunna að koma frá Úkraínu. Fyrirséð er að Íslendingar muni taka við flóttamönnum frá Úkraínu. „Við sem hluti af alþjóðasamfélaginu og hluti af þjóð og ríki sem vill aðstoða fólk í neyð, við munum axla þá ábyrgð,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, í samtali við fréttastofu í dag. En inn í flóttamannavandann fram undan blandast innlent ástand, sem þegar var slæmt að sögn Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Hann kveðst hafa miklar áhyggjur af stöðunni. „Í gær setti ríkislögreglustjóri landamæravinnuna upp á óvissustig og það má vel vera að það þurfi að fara upp á hærra öryggisstig vegna þessa ástands sem er og fjölda flóttamanna sem eru að koma hingað og leita eftir vernd. Fjöldinn var um 53 í janúar, hann verður nær 200 í febrúar og við erum að sjá þetta í algeru samræmi við það sem Útlendingastofnun hefur varað við að um leið og Covid-takmörkunum léttir, þá muni streyma hingað fólk,“ segir Jón Gunnarsson. Í svona neyðarástandi, þurfum við ekki eitthvað að rýmka okkar svigrúm til að bregðast við þegar fólk er í sárri neyð? „Það er í sjálfu sér engin ástæða til að rýmka eitthvað sérstaklega. Reglurnar eru bara þannig að eins og staðan er í dag, þegar búið er að lýsa Úkraínu sem óöruggu landi mun fólk óhindrað geta komið hingað til Íslands. Við munum síðan í samstarfi við okkar bandalagsþjóðir þurfa að taka á þessum flóttamannavanda,“ sagði Jón. Að sögn ráðherrans eru á þriðja hundrað flóttamanna á Íslandi sem nú neita að undirgangast PCR-próf, sem aftur er forsenda fyrir því að hægt sé að vísa þeim aftur til viðtökulandsins. „Þetta fólk neitar að fara í PCR-próf þannig að viðtökulandið neitar að taka við þeim. Við höfum engar valdheimildir til að láta það gera það. Þannig að þetta fólk teppir húsnæði og aðstöðu fyrir aðra sem við myndum vilja taka á móti. Það er hreint neyðarástand hjá Útlendingastofnun að finna húsnæði fyrir fólkið sem er að koma núna,“ segir Jón. Frumvarp til breyttra útlendingalaga verður lagt fram af ráðherra á allra næstu dögum. „Þar er meðal annars ákvæði þar sem er gríðarlega mikilvægt, að við getum skikkað fólk til að fara í til dæmis PCR-próf,“ segir Jón Gunnarsson. Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Ráðherra hefur ekki falið flóttamannanefnd að fjalla um Úkraínu Flóttamannanefnd mun koma saman í næstu viku á reglulegum fundi. Ráðherra hefur enn ekki falið nefndinni að meta stöðu mála í Úkraínu en Stefán Vagn Stefánsson, formaður nefndarinnar, segir í samtali við fréttastofu að ástandið í Úkraínu verði að öllum líkindum rætt á fundi nefndarinnar, sama hvort það verðir á dagskrá eða utan hennar. 25. febrúar 2022 10:24 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Fyrirséð er að Íslendingar muni taka við flóttamönnum frá Úkraínu. „Við sem hluti af alþjóðasamfélaginu og hluti af þjóð og ríki sem vill aðstoða fólk í neyð, við munum axla þá ábyrgð,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, í samtali við fréttastofu í dag. En inn í flóttamannavandann fram undan blandast innlent ástand, sem þegar var slæmt að sögn Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Hann kveðst hafa miklar áhyggjur af stöðunni. „Í gær setti ríkislögreglustjóri landamæravinnuna upp á óvissustig og það má vel vera að það þurfi að fara upp á hærra öryggisstig vegna þessa ástands sem er og fjölda flóttamanna sem eru að koma hingað og leita eftir vernd. Fjöldinn var um 53 í janúar, hann verður nær 200 í febrúar og við erum að sjá þetta í algeru samræmi við það sem Útlendingastofnun hefur varað við að um leið og Covid-takmörkunum léttir, þá muni streyma hingað fólk,“ segir Jón Gunnarsson. Í svona neyðarástandi, þurfum við ekki eitthvað að rýmka okkar svigrúm til að bregðast við þegar fólk er í sárri neyð? „Það er í sjálfu sér engin ástæða til að rýmka eitthvað sérstaklega. Reglurnar eru bara þannig að eins og staðan er í dag, þegar búið er að lýsa Úkraínu sem óöruggu landi mun fólk óhindrað geta komið hingað til Íslands. Við munum síðan í samstarfi við okkar bandalagsþjóðir þurfa að taka á þessum flóttamannavanda,“ sagði Jón. Að sögn ráðherrans eru á þriðja hundrað flóttamanna á Íslandi sem nú neita að undirgangast PCR-próf, sem aftur er forsenda fyrir því að hægt sé að vísa þeim aftur til viðtökulandsins. „Þetta fólk neitar að fara í PCR-próf þannig að viðtökulandið neitar að taka við þeim. Við höfum engar valdheimildir til að láta það gera það. Þannig að þetta fólk teppir húsnæði og aðstöðu fyrir aðra sem við myndum vilja taka á móti. Það er hreint neyðarástand hjá Útlendingastofnun að finna húsnæði fyrir fólkið sem er að koma núna,“ segir Jón. Frumvarp til breyttra útlendingalaga verður lagt fram af ráðherra á allra næstu dögum. „Þar er meðal annars ákvæði þar sem er gríðarlega mikilvægt, að við getum skikkað fólk til að fara í til dæmis PCR-próf,“ segir Jón Gunnarsson.
Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Ráðherra hefur ekki falið flóttamannanefnd að fjalla um Úkraínu Flóttamannanefnd mun koma saman í næstu viku á reglulegum fundi. Ráðherra hefur enn ekki falið nefndinni að meta stöðu mála í Úkraínu en Stefán Vagn Stefánsson, formaður nefndarinnar, segir í samtali við fréttastofu að ástandið í Úkraínu verði að öllum líkindum rætt á fundi nefndarinnar, sama hvort það verðir á dagskrá eða utan hennar. 25. febrúar 2022 10:24 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Ráðherra hefur ekki falið flóttamannanefnd að fjalla um Úkraínu Flóttamannanefnd mun koma saman í næstu viku á reglulegum fundi. Ráðherra hefur enn ekki falið nefndinni að meta stöðu mála í Úkraínu en Stefán Vagn Stefánsson, formaður nefndarinnar, segir í samtali við fréttastofu að ástandið í Úkraínu verði að öllum líkindum rætt á fundi nefndarinnar, sama hvort það verðir á dagskrá eða utan hennar. 25. febrúar 2022 10:24