Börn og guðir í senn Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 25. febrúar 2022 14:58 Börn gáfu nýverið út sína fyrstu útgáfu í um sex ár. Tveir af meðlimum Barna mynda dúettinn Guðir hins nýja tíma. Börn Fannar Örn Karlsson og Júlíana Kristín Jóhannsdóttir mynda diskó-paunk dúettinn Guði hins nýja tíma en eru jafnframt tveir af fjórum meðlimum drungapaunksveitarinnar Barna, sem hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir gotaskotið síðpönk sitt og almenn drungalegheit. Báðar sveitir standa í útgáfustússi um þessar mundir, en í dag kemur út kassettuútgáfa Guða hins nýja tíma, Ég er ekki pervert ég er spæjari. Kemur hún út á vegum Ægisbrautar Records, sem grasrótargumpar og gæðablóð á Akranesi standa á bak við. Í vikunni gáfu téðir Guðir einnig út tónlistarmyndband við lagið Kysstu mig, kvikað af Fannari sjálfum. Alexandra Ingvarsdóttir og Anna Guðný Gröndal mynda auk þeirra Fannars og Júlíönu sveitina Börn. Þau hafa látið tiltölulega lítið fyrir sér fara undanfarin ár en í síðasta mánuði kom út breiðskífan Drottningar dauðans á vegum Iron Lung í Seattle, þeirra fyrsta útgáfa síðan árið 2015. Platan seldist upp hjá útgefanda á aðeins tveimur vikum en enn er hægt að næla sér í eintök í flestum betri plötuverslunum landsins. Börn sendu um svipað leyti frá sér tónlistarmyndband við lagið Vonin er drepin, þar sem meðlimir rúnta um og rokka í útúrsveigðri sjálfrennireið sveitarinnar. Það er því „nóg er að gera hjá þessum tveimur glæsivörtum íslensku tónlistarsenunnar,“ eins og Fannar komst að orði. Og er það ekki orðum ofaukið, eftir hann liggja til að mynda átta útgáfur á árinu 2021. Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Báðar sveitir standa í útgáfustússi um þessar mundir, en í dag kemur út kassettuútgáfa Guða hins nýja tíma, Ég er ekki pervert ég er spæjari. Kemur hún út á vegum Ægisbrautar Records, sem grasrótargumpar og gæðablóð á Akranesi standa á bak við. Í vikunni gáfu téðir Guðir einnig út tónlistarmyndband við lagið Kysstu mig, kvikað af Fannari sjálfum. Alexandra Ingvarsdóttir og Anna Guðný Gröndal mynda auk þeirra Fannars og Júlíönu sveitina Börn. Þau hafa látið tiltölulega lítið fyrir sér fara undanfarin ár en í síðasta mánuði kom út breiðskífan Drottningar dauðans á vegum Iron Lung í Seattle, þeirra fyrsta útgáfa síðan árið 2015. Platan seldist upp hjá útgefanda á aðeins tveimur vikum en enn er hægt að næla sér í eintök í flestum betri plötuverslunum landsins. Börn sendu um svipað leyti frá sér tónlistarmyndband við lagið Vonin er drepin, þar sem meðlimir rúnta um og rokka í útúrsveigðri sjálfrennireið sveitarinnar. Það er því „nóg er að gera hjá þessum tveimur glæsivörtum íslensku tónlistarsenunnar,“ eins og Fannar komst að orði. Og er það ekki orðum ofaukið, eftir hann liggja til að mynda átta útgáfur á árinu 2021.
Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira