Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Al Arabi sem tók á móti Al Khor og lék Aron allan leikinn í vörn liðsins.
Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en norski sóknarmaðurinn Adama Diomande jafnaði metin fyrir Al Arabi á 78.mínútu eftir að Juma Al-Habsi hafði komið gestunum yfir eftir hálftíma leik.
Al Arabi er í fjórða sæti deildarinnar en Al Sadd hefur yfirburðastöðu á toppi deildarinnar.