Búast við að virkja viðbragð við Keflavíkurflugvöll Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. febrúar 2022 11:49 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm „Það sem kann að gerast er að virkjaðar verði viðbragðsáætlanir, varnaráætlanir, sem myndi þá og gæti þýtt - jafnvel óháð því hvort það yrði gert að aukinn viðbúnaður, aukin viðvera, aukið eftirlit og þar er Keflavíkursvæðið mikilvægt svæði. Og svona strategísk staðsetning okkar hér gerir það að verkum að það má búast við því að það verði aukinn viðbúnaður, aukið eftirlit og frekara viðbragð, hér eins og annars staðar.“ Þetta kom fram í máli Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra á Alþingi í dag, þar sem rætt var um innrás Rússa í Úkraínu. Ríkisstjórnin hefur öll fordæmt árásina og lýst yfir mikilli sorg yfir þeim hörmungum sem nú dynja yfir. „Þetta er sorgardagur og atburðir næturinnar boðberi einhvers sem ég held að ég get fullyrt að við höfum öll leyft okkur að vona að við þyrftum ekki að upplifa og fyrst og fremst óbreyttir borgarar í Úkraínu þyrftu ekki að upplifa. Hvað dugir til? Ef ég bara vissi þá myndi ég segja það upphátt,“ sagði Þórdís Kolbrún. Hún sagðist vona að Evrópusambandið, Bandaríkin, Bretar og aðrir sem hafi tilkynnt um efnahagslegar þvinganir séu tilbúin að ganga lengra. „Og ég veit að Evrópusambandið ræðir það í dag um næsta stóra skref sem er þá af miklum þunga og þessar allsherjar efnahagslegar þvinganir,“ sagði hún. Íslensk stjórnvöld muni áfram standa með þeim í því. „Fórnarkostnaður við að gera það sem við getum til þess að verja frelsið án þess að fara í beinhörð átök - að sjálfsögðu erum við tilbúin til þess að bera hann. Það sem skiptir máli hér er að við stöndum saman, að við segjum hátt og skýrt í hvaða liði við erum. Hvar við staðsetjum okkur og gerum það sem við getum þar sem við getum það. Við erum herlaus þjóð, við höfum skyldum að gegna. Við höfum táknrænum skyldum að gegna. Við erum hér með svæði, viðbúnað, stuðning, þjónustu, samninga, sem skipta máli og mér finnst gott að finna fyrir því að ríkin í kringum okkur vita það, bera virðingu fyrir því og við erum fullir þátttakendur í því og við höfum svo sannarlega hlutverki að gegna.“ Rætt var við Þórdísi Kolbrúnu og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í aukafréttatíma Stöðvar 2 í dag. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Keflavíkurflugvöllur Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði í morgun innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra á Alþingi í dag, þar sem rætt var um innrás Rússa í Úkraínu. Ríkisstjórnin hefur öll fordæmt árásina og lýst yfir mikilli sorg yfir þeim hörmungum sem nú dynja yfir. „Þetta er sorgardagur og atburðir næturinnar boðberi einhvers sem ég held að ég get fullyrt að við höfum öll leyft okkur að vona að við þyrftum ekki að upplifa og fyrst og fremst óbreyttir borgarar í Úkraínu þyrftu ekki að upplifa. Hvað dugir til? Ef ég bara vissi þá myndi ég segja það upphátt,“ sagði Þórdís Kolbrún. Hún sagðist vona að Evrópusambandið, Bandaríkin, Bretar og aðrir sem hafi tilkynnt um efnahagslegar þvinganir séu tilbúin að ganga lengra. „Og ég veit að Evrópusambandið ræðir það í dag um næsta stóra skref sem er þá af miklum þunga og þessar allsherjar efnahagslegar þvinganir,“ sagði hún. Íslensk stjórnvöld muni áfram standa með þeim í því. „Fórnarkostnaður við að gera það sem við getum til þess að verja frelsið án þess að fara í beinhörð átök - að sjálfsögðu erum við tilbúin til þess að bera hann. Það sem skiptir máli hér er að við stöndum saman, að við segjum hátt og skýrt í hvaða liði við erum. Hvar við staðsetjum okkur og gerum það sem við getum þar sem við getum það. Við erum herlaus þjóð, við höfum skyldum að gegna. Við höfum táknrænum skyldum að gegna. Við erum hér með svæði, viðbúnað, stuðning, þjónustu, samninga, sem skipta máli og mér finnst gott að finna fyrir því að ríkin í kringum okkur vita það, bera virðingu fyrir því og við erum fullir þátttakendur í því og við höfum svo sannarlega hlutverki að gegna.“ Rætt var við Þórdísi Kolbrúnu og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í aukafréttatíma Stöðvar 2 í dag.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Keflavíkurflugvöllur Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði í morgun innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði í morgun innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23