Zach Johnson verður fyrirliði bandaríska Ryder-liðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2022 15:00 Zach Johnson hefur mikla reynslu og náði meðal annars að keppa á 69 risamótum í röð. AP/Matt York Zach Johnson fær það hlutverk að leiða lið Bandaríkjamanna á næsta Ryder-bikar í golfi en hann fer næst fram í Evrópu. Associated Press hefur heimildir fyrir því að Zach taki við starfinu af Steve Stricker en PGA ætlaði að tilkynna um næsta fyrirliða á blaðamannafundi á mánudaginn kemur. Ryder-bikarinn fer næst fram 29. september til 1. október 2023 hjá Marco Simone golfklúbbnum á Ítalíu. Zach Johnson will be at the helm when the U.S. heads to Italy for the 2023 Ryder Cup. https://t.co/qHnPbtGayK— SI Golf (@SI_Golf) February 23, 2022 Steve Stricker stýrði bandaríska liðinu til 19-9 sigurs í síðasta Ryderbikar í fyrrahaust. Johnson fær það stóra verkefni að reyna að vinna bikarinn á evrópskri grundu en því hefur bandaríska landsliðið ekki náð í þrjátíu ár eða síðan liðið vann á Spáni árið 1993. Hann hefur reynslu af Ryderbikarnum sem bæði keppandi og aðstoðarfyrirliði. Johnson hefur keppt fimm sinnum með bandaríska landsliðinu í Ryderbikarnum. Hann var í tapliði í fögur fyrstu skiptin (2006, 2010, 2012 og 2014) en vann Ryderbikarinn með bandaríska liðinu árið 2016. Report: Zach Johnson to captain U.S. Ryder Cup team in Italy in 2023 https://t.co/vfdWkeTe4k— Golfweek (@golfweek) February 23, 2022 Zach hefur unnið tvö risamót á ferlinum, vann Mastersmótið árið 2007 og Opna breska meistaramótið árið 2015. Í júlí í fyrra þá varð Zach að hætta við keppni á Opna breska meistaramótinu vegna kórónuveirusmits en hann hafði þá keppt á 69 risamótum í röð. Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Associated Press hefur heimildir fyrir því að Zach taki við starfinu af Steve Stricker en PGA ætlaði að tilkynna um næsta fyrirliða á blaðamannafundi á mánudaginn kemur. Ryder-bikarinn fer næst fram 29. september til 1. október 2023 hjá Marco Simone golfklúbbnum á Ítalíu. Zach Johnson will be at the helm when the U.S. heads to Italy for the 2023 Ryder Cup. https://t.co/qHnPbtGayK— SI Golf (@SI_Golf) February 23, 2022 Steve Stricker stýrði bandaríska liðinu til 19-9 sigurs í síðasta Ryderbikar í fyrrahaust. Johnson fær það stóra verkefni að reyna að vinna bikarinn á evrópskri grundu en því hefur bandaríska landsliðið ekki náð í þrjátíu ár eða síðan liðið vann á Spáni árið 1993. Hann hefur reynslu af Ryderbikarnum sem bæði keppandi og aðstoðarfyrirliði. Johnson hefur keppt fimm sinnum með bandaríska landsliðinu í Ryderbikarnum. Hann var í tapliði í fögur fyrstu skiptin (2006, 2010, 2012 og 2014) en vann Ryderbikarinn með bandaríska liðinu árið 2016. Report: Zach Johnson to captain U.S. Ryder Cup team in Italy in 2023 https://t.co/vfdWkeTe4k— Golfweek (@golfweek) February 23, 2022 Zach hefur unnið tvö risamót á ferlinum, vann Mastersmótið árið 2007 og Opna breska meistaramótið árið 2015. Í júlí í fyrra þá varð Zach að hætta við keppni á Opna breska meistaramótinu vegna kórónuveirusmits en hann hafði þá keppt á 69 risamótum í röð.
Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira