Erum enn á lægðarbrautinni: „Við getum ekki hrósað happi alveg strax“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. febrúar 2022 17:57 Elín Björk segir útlit fyrir lægðargang næstu vikuna. Gera má ráð fyrir áframhaldandi lægðargang næstu daga. Rauðar viðvaranir tóku gildi í gær á suðvesturhorni landsins, í annað sinn í þessum mánuði og í þriðja sinn frá því að litakóðunarkerfi Veðurstofunnar var tekið í notkun árið 2017. Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu Veðurstofu Íslands, ræddi stöðuna í viðtali hjá Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag og fór yfir það hvernig febrúarmánuðurinn hefur verið. „Hann hefur verið svolítið kaldur og hann hefur auðvitað verið illviðrasamur, tvær rauðar viðvaranir í sama mánuðinum er svolítið yfirdrifið,“ sagði Elín en vísaði til þess að veturinn 2019-2020 hafi verið svipaður, sem og veturinn 2014-2015. „Þannig þetta gerist á nokkra ára fresti, að við fáum svona samliggjandi janúar og febrúar, eða desember, janúar og febrúar, þar sem við erum á þessari lægðarbraut og þá ganga þær yfir okkur á færibandi, lægðirnar,“ sagði Elín. Ekki hægt að hrósa sigri strax Í bæði skiptin sem rauðar viðvaranir voru gefnar út í þessum mánuði myndaðist veðrið af sömu ástæðu þar sem kalt heimskaupaloft vestur við Grænland og hlýtt og rakt loft frá Mexíkóflóa mætast. „Úr því verður alveg kjörið lægðarfóður. Þegar að þessi kerfi eru sest svona þá eru þau gjarnan svolítið þaulsetin þannig það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að þetta gerist í þessari röð,“ sagði Elín. Aðspurð um hvort hlýrri og bjartari tímar væru fram undan sagði Elín að draga færi úr kalda loftinu sem ætti að gera það að verkum að lægðirnar verði ekki eins skarpar og djúpar. Gera megi þó ráð fyrir lægðum allt fram yfir páska. „Þannig það er ekkert útséð með það, en það er lægðargangur eftir því sem við sjáum best næstu vikuna og kannski eitthvað fram yfir það, þannig við getum ekki hrósað happi alveg strax,“ sagði Elín. Veður Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Mikill missir ef Höllin rís ekki á ný Þórhallur Einisson, formaður íþróttafélagsins Hamars, segir skilaboðin sem hann fékk í morgun þegar hann kveikti á símanum hafa verið einföld. Hamarshöllin væri farin. Bæjarstjóri segir áfallið mikið fyrir bæjarfélagið. 22. febrúar 2022 14:57 Horfa til Eyja þar sem staðan er mjög erfið Allt er er nú gert til þess að reyna að koma á rafmagni í Vestmannaeyjum þar sem varaafl dugir ekki til þess að knýja bæjarlífið áfram. Hús eru farin að kólna. 22. febrúar 2022 13:01 Skemmdir á rafmagnslínum Landsnets hlaupa á tugum milljóna Víðtækt rafmagnsleysi er á landinu eftir nóttina og skemmdust bæði línur frá Veitum og Landsneti. Veðrið olli miklu álagi á flutningskerfi Landsnets og víðtækum truflunum á Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. 22. febrúar 2022 11:43 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu Veðurstofu Íslands, ræddi stöðuna í viðtali hjá Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag og fór yfir það hvernig febrúarmánuðurinn hefur verið. „Hann hefur verið svolítið kaldur og hann hefur auðvitað verið illviðrasamur, tvær rauðar viðvaranir í sama mánuðinum er svolítið yfirdrifið,“ sagði Elín en vísaði til þess að veturinn 2019-2020 hafi verið svipaður, sem og veturinn 2014-2015. „Þannig þetta gerist á nokkra ára fresti, að við fáum svona samliggjandi janúar og febrúar, eða desember, janúar og febrúar, þar sem við erum á þessari lægðarbraut og þá ganga þær yfir okkur á færibandi, lægðirnar,“ sagði Elín. Ekki hægt að hrósa sigri strax Í bæði skiptin sem rauðar viðvaranir voru gefnar út í þessum mánuði myndaðist veðrið af sömu ástæðu þar sem kalt heimskaupaloft vestur við Grænland og hlýtt og rakt loft frá Mexíkóflóa mætast. „Úr því verður alveg kjörið lægðarfóður. Þegar að þessi kerfi eru sest svona þá eru þau gjarnan svolítið þaulsetin þannig það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að þetta gerist í þessari röð,“ sagði Elín. Aðspurð um hvort hlýrri og bjartari tímar væru fram undan sagði Elín að draga færi úr kalda loftinu sem ætti að gera það að verkum að lægðirnar verði ekki eins skarpar og djúpar. Gera megi þó ráð fyrir lægðum allt fram yfir páska. „Þannig það er ekkert útséð með það, en það er lægðargangur eftir því sem við sjáum best næstu vikuna og kannski eitthvað fram yfir það, þannig við getum ekki hrósað happi alveg strax,“ sagði Elín.
Veður Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Mikill missir ef Höllin rís ekki á ný Þórhallur Einisson, formaður íþróttafélagsins Hamars, segir skilaboðin sem hann fékk í morgun þegar hann kveikti á símanum hafa verið einföld. Hamarshöllin væri farin. Bæjarstjóri segir áfallið mikið fyrir bæjarfélagið. 22. febrúar 2022 14:57 Horfa til Eyja þar sem staðan er mjög erfið Allt er er nú gert til þess að reyna að koma á rafmagni í Vestmannaeyjum þar sem varaafl dugir ekki til þess að knýja bæjarlífið áfram. Hús eru farin að kólna. 22. febrúar 2022 13:01 Skemmdir á rafmagnslínum Landsnets hlaupa á tugum milljóna Víðtækt rafmagnsleysi er á landinu eftir nóttina og skemmdust bæði línur frá Veitum og Landsneti. Veðrið olli miklu álagi á flutningskerfi Landsnets og víðtækum truflunum á Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. 22. febrúar 2022 11:43 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Mikill missir ef Höllin rís ekki á ný Þórhallur Einisson, formaður íþróttafélagsins Hamars, segir skilaboðin sem hann fékk í morgun þegar hann kveikti á símanum hafa verið einföld. Hamarshöllin væri farin. Bæjarstjóri segir áfallið mikið fyrir bæjarfélagið. 22. febrúar 2022 14:57
Horfa til Eyja þar sem staðan er mjög erfið Allt er er nú gert til þess að reyna að koma á rafmagni í Vestmannaeyjum þar sem varaafl dugir ekki til þess að knýja bæjarlífið áfram. Hús eru farin að kólna. 22. febrúar 2022 13:01
Skemmdir á rafmagnslínum Landsnets hlaupa á tugum milljóna Víðtækt rafmagnsleysi er á landinu eftir nóttina og skemmdust bæði línur frá Veitum og Landsneti. Veðrið olli miklu álagi á flutningskerfi Landsnets og víðtækum truflunum á Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. 22. febrúar 2022 11:43