Ferðalangar sátu fastir í fimm klukkustundir: „Við vorum hrædd“ Fanndís Birna Logadóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 22. febrúar 2022 00:13 Alexandra og Maxim sátu föst í um fimm klukkustundir á heiðinni áður en björgunarsveitir mættu til að bjarga þeim. Björgunarsveitir vinna enn að því að ferja fólk af heiðinni þar sem fjölmargir bílar sitja fastir vegna veðurs en þó nokkrir útlendingar voru á meðal þeirra sem festust. Alexandra og Maxim Fiandino frá Frakklandi sátu til að mynda föst í um fimm klukkustundir í Þrengslunum áður en þeim var bjargað. Þegar fréttastofa náði tali af þeim voru þau skelkuð eftir uppákomuna. „Við vorum hrædd þegar við vorum ein en núna er allt í lagi, við erum örugg,“ segir Alexandra í samtali við fréttastofu. Aðspurð um hvort þau hafi upplifað annað eins óveður segir Maxim að hann hafi vissulega upplifað slæmt veður áður. „En ekkert eins og þetta, þetta er mjög mikið,“ segir Maxim. Þau hafa nú verið á ferðalagi á Íslandi í nokkra daga en þurfa nú að finna sér hótel og leið til að koma sér þangað. „Við sjáum til á morgun hvernig við sækjum bílinn,“ segir Alexandra. Hellisheiðinni og Þrengslunum var lokað upp úr klukkan 16 í dag en löng bílaröð myndaðist skömmu síðar og eru dæmi um fleiri einstaklinga sem hafa setið fastir í bílum sínum í marga klukkutíma. Fjöldahjálpastöð var opnuð í Þorlákshöfn í kjölfarið, sem og í Hellisheiðarvirkjun og var fljótlega hafist handa við að ferja ferðalanga á milli. Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Björgunarsveitir Tengdar fréttir Hafa setið föst á Hellisheiði í rúma sex tíma: „Við sitjum bara hérna og bíðum“ Hjón frá Selfossi eru meðal þeirra sem hafa setið föst í bílaröð á Hellisheiði frá því síðdegis. Björgunarsveitir vinna nú að því að ferja fólk úr bílunum en röðin hefur ekki haggast frá því að veginum var lokað. Hjónin segja fólk þó lítið kippa sér upp við stöðuna og eru þau sjálf í góðu atlæti í bílnum sínum. 21. febrúar 2022 23:01 Gera ráð fyrir að allt að hundrað manns sitji fastir í Þrengslunum Margir sitja enn fastir í bílum sínum á Þrengslaveginum en fjöldahjálparstöð hefur nú verið opnuð í Grunnskólanum í Þorlákshöfn og verður fólk flutt þangað. Fyrr í dag voru farþegar í 70 manna rútu fluttir í fjöldahjálparstöð í Hellisheiðavirkjun. 21. febrúar 2022 20:48 Björgunarsveitir að störfum víða: „Verkefnin eru að tínast inn“ Það sem af er kvöldi hafa björgunarsveitir sinnt rúmlega 70 verkefnum víðs vegar um landið. Verkefnastjóri hjá Landsbjörgu segir að mest megnis sé um að ræða fok- og vatnsverkefni en einnig er mikið um fasta bíla. Hún segir verkefnin halda áfram að týnast inn og eru þau nú að aukast í fleiri landshlutum. 21. febrúar 2022 20:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Alexandra og Maxim Fiandino frá Frakklandi sátu til að mynda föst í um fimm klukkustundir í Þrengslunum áður en þeim var bjargað. Þegar fréttastofa náði tali af þeim voru þau skelkuð eftir uppákomuna. „Við vorum hrædd þegar við vorum ein en núna er allt í lagi, við erum örugg,“ segir Alexandra í samtali við fréttastofu. Aðspurð um hvort þau hafi upplifað annað eins óveður segir Maxim að hann hafi vissulega upplifað slæmt veður áður. „En ekkert eins og þetta, þetta er mjög mikið,“ segir Maxim. Þau hafa nú verið á ferðalagi á Íslandi í nokkra daga en þurfa nú að finna sér hótel og leið til að koma sér þangað. „Við sjáum til á morgun hvernig við sækjum bílinn,“ segir Alexandra. Hellisheiðinni og Þrengslunum var lokað upp úr klukkan 16 í dag en löng bílaröð myndaðist skömmu síðar og eru dæmi um fleiri einstaklinga sem hafa setið fastir í bílum sínum í marga klukkutíma. Fjöldahjálpastöð var opnuð í Þorlákshöfn í kjölfarið, sem og í Hellisheiðarvirkjun og var fljótlega hafist handa við að ferja ferðalanga á milli.
Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Björgunarsveitir Tengdar fréttir Hafa setið föst á Hellisheiði í rúma sex tíma: „Við sitjum bara hérna og bíðum“ Hjón frá Selfossi eru meðal þeirra sem hafa setið föst í bílaröð á Hellisheiði frá því síðdegis. Björgunarsveitir vinna nú að því að ferja fólk úr bílunum en röðin hefur ekki haggast frá því að veginum var lokað. Hjónin segja fólk þó lítið kippa sér upp við stöðuna og eru þau sjálf í góðu atlæti í bílnum sínum. 21. febrúar 2022 23:01 Gera ráð fyrir að allt að hundrað manns sitji fastir í Þrengslunum Margir sitja enn fastir í bílum sínum á Þrengslaveginum en fjöldahjálparstöð hefur nú verið opnuð í Grunnskólanum í Þorlákshöfn og verður fólk flutt þangað. Fyrr í dag voru farþegar í 70 manna rútu fluttir í fjöldahjálparstöð í Hellisheiðavirkjun. 21. febrúar 2022 20:48 Björgunarsveitir að störfum víða: „Verkefnin eru að tínast inn“ Það sem af er kvöldi hafa björgunarsveitir sinnt rúmlega 70 verkefnum víðs vegar um landið. Verkefnastjóri hjá Landsbjörgu segir að mest megnis sé um að ræða fok- og vatnsverkefni en einnig er mikið um fasta bíla. Hún segir verkefnin halda áfram að týnast inn og eru þau nú að aukast í fleiri landshlutum. 21. febrúar 2022 20:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Hafa setið föst á Hellisheiði í rúma sex tíma: „Við sitjum bara hérna og bíðum“ Hjón frá Selfossi eru meðal þeirra sem hafa setið föst í bílaröð á Hellisheiði frá því síðdegis. Björgunarsveitir vinna nú að því að ferja fólk úr bílunum en röðin hefur ekki haggast frá því að veginum var lokað. Hjónin segja fólk þó lítið kippa sér upp við stöðuna og eru þau sjálf í góðu atlæti í bílnum sínum. 21. febrúar 2022 23:01
Gera ráð fyrir að allt að hundrað manns sitji fastir í Þrengslunum Margir sitja enn fastir í bílum sínum á Þrengslaveginum en fjöldahjálparstöð hefur nú verið opnuð í Grunnskólanum í Þorlákshöfn og verður fólk flutt þangað. Fyrr í dag voru farþegar í 70 manna rútu fluttir í fjöldahjálparstöð í Hellisheiðavirkjun. 21. febrúar 2022 20:48
Björgunarsveitir að störfum víða: „Verkefnin eru að tínast inn“ Það sem af er kvöldi hafa björgunarsveitir sinnt rúmlega 70 verkefnum víðs vegar um landið. Verkefnastjóri hjá Landsbjörgu segir að mest megnis sé um að ræða fok- og vatnsverkefni en einnig er mikið um fasta bíla. Hún segir verkefnin halda áfram að týnast inn og eru þau nú að aukast í fleiri landshlutum. 21. febrúar 2022 20:17