Wilshere ekki launahæstur hjá AGF Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. febrúar 2022 15:01 Jack Wilshere í búningi AGF. agf Þrátt fyrir að vera langfrægasti leikmaður AGF er Jack Wilshere ekki launahæsti leikmaður félagsins. Margir ráku upp stór augu þegar Wilshere samdi við AGF til loka tímabilsins í gær. Hann spilaði síðast með Bournemouth á síðasta tímabili. Wilshere þótti einn efnilegasti leikmaður heims, lék tæplega tvö hundruð leiki fyrir Arsenal og 34 leiki fyrir enska landsliðið. Sá síðasti kom gegn Íslandi á EM 2016. Meiðsli hafa gert Wilshere lífið leitt og hann hefur lítið spilað undanfarin ár. En hann ætlar nú að reyna að koma ferlinum af stað í Árósum. Undanfarna mánuði hefur Wilshere æft með Arsenal. Let's go https://t.co/rxjfW0HsIl— Jack Wilshere (@JackWilshere) February 20, 2022 Þótt Wilshere sé stærsta nafnið í leikmannahópi AGF og líklega í dönsku úrvalsdeildinni allri er hann ekki launahæsti leikmaður félagsins samkvæmt heimildum The Sun. Talið er að hann fái fimm þúsund pun í vikulaun auk bónusa. Varnarmaðurinn Frederik Tinganger ku vera launahæsti leikmaður AGF með 6.700 pund í vikulaun. Wilshere hlakkar til að snúa aftur á völlinn. Hann lék síðast með Bournemouth gegn Brentford í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni 17. maí á síðasta ári. „Aðalatriðið fyrir mig í dag er að njóta þess að spila fótbolta. Mér finnst þetta fullkomið tækifæri,“ sagði hinn þrítugi Wilshere. „Ég vissi ekki mikið um dönsku deildina, til að vera alveg heiðarlegur. Ég hef kynnt mér danska boltann síðustu daga til að átta mig á gæðunum hér. Ég hlakka til að takast á við danska boltann og sanna mig fyrir öllum í Danmörku.“ Hjá AGF hittir Wilshere fyrir íslensku landsliðsmennina Mikael Neville Anderson og Jón Dag Þorsteinsson. Sá síðarnefndi skoraði eitt mark þegar AGF vann SönderjyskE, 2-3, í dönsku úrvalsdeildinni á föstudaginn. AGF er í 7. sæti dönsku deildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Vejle á föstudaginn. Danski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Sjá meira
Margir ráku upp stór augu þegar Wilshere samdi við AGF til loka tímabilsins í gær. Hann spilaði síðast með Bournemouth á síðasta tímabili. Wilshere þótti einn efnilegasti leikmaður heims, lék tæplega tvö hundruð leiki fyrir Arsenal og 34 leiki fyrir enska landsliðið. Sá síðasti kom gegn Íslandi á EM 2016. Meiðsli hafa gert Wilshere lífið leitt og hann hefur lítið spilað undanfarin ár. En hann ætlar nú að reyna að koma ferlinum af stað í Árósum. Undanfarna mánuði hefur Wilshere æft með Arsenal. Let's go https://t.co/rxjfW0HsIl— Jack Wilshere (@JackWilshere) February 20, 2022 Þótt Wilshere sé stærsta nafnið í leikmannahópi AGF og líklega í dönsku úrvalsdeildinni allri er hann ekki launahæsti leikmaður félagsins samkvæmt heimildum The Sun. Talið er að hann fái fimm þúsund pun í vikulaun auk bónusa. Varnarmaðurinn Frederik Tinganger ku vera launahæsti leikmaður AGF með 6.700 pund í vikulaun. Wilshere hlakkar til að snúa aftur á völlinn. Hann lék síðast með Bournemouth gegn Brentford í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni 17. maí á síðasta ári. „Aðalatriðið fyrir mig í dag er að njóta þess að spila fótbolta. Mér finnst þetta fullkomið tækifæri,“ sagði hinn þrítugi Wilshere. „Ég vissi ekki mikið um dönsku deildina, til að vera alveg heiðarlegur. Ég hef kynnt mér danska boltann síðustu daga til að átta mig á gæðunum hér. Ég hlakka til að takast á við danska boltann og sanna mig fyrir öllum í Danmörku.“ Hjá AGF hittir Wilshere fyrir íslensku landsliðsmennina Mikael Neville Anderson og Jón Dag Þorsteinsson. Sá síðarnefndi skoraði eitt mark þegar AGF vann SönderjyskE, 2-3, í dönsku úrvalsdeildinni á föstudaginn. AGF er í 7. sæti dönsku deildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Vejle á föstudaginn.
Danski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Sjá meira