Wilshere ekki launahæstur hjá AGF Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. febrúar 2022 15:01 Jack Wilshere í búningi AGF. agf Þrátt fyrir að vera langfrægasti leikmaður AGF er Jack Wilshere ekki launahæsti leikmaður félagsins. Margir ráku upp stór augu þegar Wilshere samdi við AGF til loka tímabilsins í gær. Hann spilaði síðast með Bournemouth á síðasta tímabili. Wilshere þótti einn efnilegasti leikmaður heims, lék tæplega tvö hundruð leiki fyrir Arsenal og 34 leiki fyrir enska landsliðið. Sá síðasti kom gegn Íslandi á EM 2016. Meiðsli hafa gert Wilshere lífið leitt og hann hefur lítið spilað undanfarin ár. En hann ætlar nú að reyna að koma ferlinum af stað í Árósum. Undanfarna mánuði hefur Wilshere æft með Arsenal. Let's go https://t.co/rxjfW0HsIl— Jack Wilshere (@JackWilshere) February 20, 2022 Þótt Wilshere sé stærsta nafnið í leikmannahópi AGF og líklega í dönsku úrvalsdeildinni allri er hann ekki launahæsti leikmaður félagsins samkvæmt heimildum The Sun. Talið er að hann fái fimm þúsund pun í vikulaun auk bónusa. Varnarmaðurinn Frederik Tinganger ku vera launahæsti leikmaður AGF með 6.700 pund í vikulaun. Wilshere hlakkar til að snúa aftur á völlinn. Hann lék síðast með Bournemouth gegn Brentford í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni 17. maí á síðasta ári. „Aðalatriðið fyrir mig í dag er að njóta þess að spila fótbolta. Mér finnst þetta fullkomið tækifæri,“ sagði hinn þrítugi Wilshere. „Ég vissi ekki mikið um dönsku deildina, til að vera alveg heiðarlegur. Ég hef kynnt mér danska boltann síðustu daga til að átta mig á gæðunum hér. Ég hlakka til að takast á við danska boltann og sanna mig fyrir öllum í Danmörku.“ Hjá AGF hittir Wilshere fyrir íslensku landsliðsmennina Mikael Neville Anderson og Jón Dag Þorsteinsson. Sá síðarnefndi skoraði eitt mark þegar AGF vann SönderjyskE, 2-3, í dönsku úrvalsdeildinni á föstudaginn. AGF er í 7. sæti dönsku deildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Vejle á föstudaginn. Danski boltinn Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Sjá meira
Margir ráku upp stór augu þegar Wilshere samdi við AGF til loka tímabilsins í gær. Hann spilaði síðast með Bournemouth á síðasta tímabili. Wilshere þótti einn efnilegasti leikmaður heims, lék tæplega tvö hundruð leiki fyrir Arsenal og 34 leiki fyrir enska landsliðið. Sá síðasti kom gegn Íslandi á EM 2016. Meiðsli hafa gert Wilshere lífið leitt og hann hefur lítið spilað undanfarin ár. En hann ætlar nú að reyna að koma ferlinum af stað í Árósum. Undanfarna mánuði hefur Wilshere æft með Arsenal. Let's go https://t.co/rxjfW0HsIl— Jack Wilshere (@JackWilshere) February 20, 2022 Þótt Wilshere sé stærsta nafnið í leikmannahópi AGF og líklega í dönsku úrvalsdeildinni allri er hann ekki launahæsti leikmaður félagsins samkvæmt heimildum The Sun. Talið er að hann fái fimm þúsund pun í vikulaun auk bónusa. Varnarmaðurinn Frederik Tinganger ku vera launahæsti leikmaður AGF með 6.700 pund í vikulaun. Wilshere hlakkar til að snúa aftur á völlinn. Hann lék síðast með Bournemouth gegn Brentford í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni 17. maí á síðasta ári. „Aðalatriðið fyrir mig í dag er að njóta þess að spila fótbolta. Mér finnst þetta fullkomið tækifæri,“ sagði hinn þrítugi Wilshere. „Ég vissi ekki mikið um dönsku deildina, til að vera alveg heiðarlegur. Ég hef kynnt mér danska boltann síðustu daga til að átta mig á gæðunum hér. Ég hlakka til að takast á við danska boltann og sanna mig fyrir öllum í Danmörku.“ Hjá AGF hittir Wilshere fyrir íslensku landsliðsmennina Mikael Neville Anderson og Jón Dag Þorsteinsson. Sá síðarnefndi skoraði eitt mark þegar AGF vann SönderjyskE, 2-3, í dönsku úrvalsdeildinni á föstudaginn. AGF er í 7. sæti dönsku deildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Vejle á föstudaginn.
Danski boltinn Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Sjá meira