Verkfæri ehf. opna Leica setrið í Kópavogi Verkfæri ehf 21. febrúar 2022 11:11 Oliver Gústafsson og Davíð Þór Sigurðsson, sölumenn hjá Verkfæri ehf. en ný deild hefur verið opnuð um Leica vörumerkið í Tónahvarfi 3. Vilhelm Verkfæri ehf fer með umboð Leica Geosystems. „Við vorum að stækka við okkur húsnæðið í Tónahvarfi 3 og erum að opna Leica setrið þar sem við sýnum gæðavörur frá Leica Geosystems. Verkfæri ehf. hefur verið með umboð fyrir þessar vörur síðan í febrúar 2021. Þetta eru svissnesk gæði og vörumerkið hefur verið til frá 1819. Leica vörur eru mjög hátt skrifaðar þegar kemur að öllum gæða- og nákvæmniskröfum,“ segir Oliver Gústafsson, sölumaður hjá Verkfæri ehf. Verkfæri ehf var stofnað 2009 og upphaflega snerist starfsemin aðallega um útflutning á vinnuvélum en með tímanum breyttust áherslur fyrirtækisins og nú er innflutningur aðal starfsemi þess. Glæsileg sýningaraðstaða í nýja Leica setrinu.Vilhelm „Við flytjum inn bæði nýjar og notaðar vinnuvélar fyrir bygginga- og jarðvinnuverktaka ásamt ýmiskonar aukabúnaði sem hjálpar okkar viðskiptavinum að gera það sem þeir gera best. Leica setrið verður gríðarlega góð viðbót við vöru- og þjónustuframboð okkar en Leica vörurnar eru mjög vinsælar vörur sem að viðskiptavinir okkar hafa verið mjög ánægðir með. Viðskiptavinir okkar spanna allt frá handlagna heimilisföðurnum sem vill vanda til verka heima við, til stærstu verktakafyrirtækja landsins. Það eru í raun ótrúlega fjölbreytt verkefni sem hægt er að leysa með vöruflórunni frá Leica og verkefnin sem við fáum á borðið eru því mjög fjölbreytt og skemmtileg – sem er kannski ástæða þess að ég fæ seint leið á því sem ég geri,“ segir Oliver. Vilhelm „Við erum með allt frá smærri línulaserum upp í vélstýringakerfi, alstöðvar og flóknari vörur. Við erum með línulasera og lengdarmæla sem eru mikið notaðir af iðnaðarmönnum, snúningslasera sem eru notaðir talsvert í pípulagningar utanhúss, jarðvinnu og byggingarframkvæmdir, sóntæki, sem eru vinsæl hjá bæjarfélögum og stofnunum, landmælingabúnað sem er mikið notaður af verkfræðistofum ásamt vélstýringabúnaði sem er notaður í alla helstu jarðvinnuframkvæmdir á landinu. Svona mætti í raun lengi telja en eins og þú heyrir þá sinnum við bæði þjónustu og sölu fyrir gríðarlega fjölbreyttan viðskiptavinahóp.“ Eldri búnaði hefur verið komið fyrir í sýningarskápum. „Við erum á staðnum uppi í Tónahvarfi 3, Kópavogi alla virka daga frá 8-17 og tökum ávallt vel á móti þeim sem að vilja koma og kynna sér þessar frábæru vörur eða fá ráðleggingar frá sérfræðingum okkar. Ég mæli hiklaust með því að kíkja á svæðið en mér finnst alltaf langskemmtilegasti hlutinn við starfið að hitta fólk og ná þannig að sýna vöruna og virkni hennar, ásamt því að kynnast viðskiptavinum okkar og þeim verkefnum sem þeir eru að fást við á sama tíma. Við erum orðnir fjórir starfsmenn í tæknideildinni hjá okkur, þar af eru tveir landmælingaverkfræðingar og einn vélaverkfræðingur. Það er því mikil þekking og reynsla í mannauðinum hjá okkur. Verkfæri ehf annast allar viðgerðir á búnaði frá Leica. Við erum líka búnir að koma okkur upp góðri aðstöðu til að sinna viðgerðum á allri vöruflórunni frá Leica og meira til. Við erum því vel í stakk búnir til að gera flest allt hér heima í stað þess að þurfa að senda vörur út í viðgerð, sem styttir viðgerðartíma og eykur þannig þjónustustig gagnvart okkar viðskiptavinum“, útskýrir Oliver. „Við erum mjög stoltir af því tækifæri sem við höfum fengið til að selja og þjónusta þessar frábæru vörur enda teljum við okkur hafa þá þekkingu og reynslu sem til þarf veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu. Nú er það okkar að sýna það í verki og það er bara verkefni sem að við hlökkum virkilega til að takast á við,“ segir Oliver. Nánari upplýsingar um Leica og starfsemi Verkfæra ehf má finna á www.verkfaeriehf.is VilhelmVilhelmVilhelm Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
„Við vorum að stækka við okkur húsnæðið í Tónahvarfi 3 og erum að opna Leica setrið þar sem við sýnum gæðavörur frá Leica Geosystems. Verkfæri ehf. hefur verið með umboð fyrir þessar vörur síðan í febrúar 2021. Þetta eru svissnesk gæði og vörumerkið hefur verið til frá 1819. Leica vörur eru mjög hátt skrifaðar þegar kemur að öllum gæða- og nákvæmniskröfum,“ segir Oliver Gústafsson, sölumaður hjá Verkfæri ehf. Verkfæri ehf var stofnað 2009 og upphaflega snerist starfsemin aðallega um útflutning á vinnuvélum en með tímanum breyttust áherslur fyrirtækisins og nú er innflutningur aðal starfsemi þess. Glæsileg sýningaraðstaða í nýja Leica setrinu.Vilhelm „Við flytjum inn bæði nýjar og notaðar vinnuvélar fyrir bygginga- og jarðvinnuverktaka ásamt ýmiskonar aukabúnaði sem hjálpar okkar viðskiptavinum að gera það sem þeir gera best. Leica setrið verður gríðarlega góð viðbót við vöru- og þjónustuframboð okkar en Leica vörurnar eru mjög vinsælar vörur sem að viðskiptavinir okkar hafa verið mjög ánægðir með. Viðskiptavinir okkar spanna allt frá handlagna heimilisföðurnum sem vill vanda til verka heima við, til stærstu verktakafyrirtækja landsins. Það eru í raun ótrúlega fjölbreytt verkefni sem hægt er að leysa með vöruflórunni frá Leica og verkefnin sem við fáum á borðið eru því mjög fjölbreytt og skemmtileg – sem er kannski ástæða þess að ég fæ seint leið á því sem ég geri,“ segir Oliver. Vilhelm „Við erum með allt frá smærri línulaserum upp í vélstýringakerfi, alstöðvar og flóknari vörur. Við erum með línulasera og lengdarmæla sem eru mikið notaðir af iðnaðarmönnum, snúningslasera sem eru notaðir talsvert í pípulagningar utanhúss, jarðvinnu og byggingarframkvæmdir, sóntæki, sem eru vinsæl hjá bæjarfélögum og stofnunum, landmælingabúnað sem er mikið notaður af verkfræðistofum ásamt vélstýringabúnaði sem er notaður í alla helstu jarðvinnuframkvæmdir á landinu. Svona mætti í raun lengi telja en eins og þú heyrir þá sinnum við bæði þjónustu og sölu fyrir gríðarlega fjölbreyttan viðskiptavinahóp.“ Eldri búnaði hefur verið komið fyrir í sýningarskápum. „Við erum á staðnum uppi í Tónahvarfi 3, Kópavogi alla virka daga frá 8-17 og tökum ávallt vel á móti þeim sem að vilja koma og kynna sér þessar frábæru vörur eða fá ráðleggingar frá sérfræðingum okkar. Ég mæli hiklaust með því að kíkja á svæðið en mér finnst alltaf langskemmtilegasti hlutinn við starfið að hitta fólk og ná þannig að sýna vöruna og virkni hennar, ásamt því að kynnast viðskiptavinum okkar og þeim verkefnum sem þeir eru að fást við á sama tíma. Við erum orðnir fjórir starfsmenn í tæknideildinni hjá okkur, þar af eru tveir landmælingaverkfræðingar og einn vélaverkfræðingur. Það er því mikil þekking og reynsla í mannauðinum hjá okkur. Verkfæri ehf annast allar viðgerðir á búnaði frá Leica. Við erum líka búnir að koma okkur upp góðri aðstöðu til að sinna viðgerðum á allri vöruflórunni frá Leica og meira til. Við erum því vel í stakk búnir til að gera flest allt hér heima í stað þess að þurfa að senda vörur út í viðgerð, sem styttir viðgerðartíma og eykur þannig þjónustustig gagnvart okkar viðskiptavinum“, útskýrir Oliver. „Við erum mjög stoltir af því tækifæri sem við höfum fengið til að selja og þjónusta þessar frábæru vörur enda teljum við okkur hafa þá þekkingu og reynslu sem til þarf veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu. Nú er það okkar að sýna það í verki og það er bara verkefni sem að við hlökkum virkilega til að takast á við,“ segir Oliver. Nánari upplýsingar um Leica og starfsemi Verkfæra ehf má finna á www.verkfaeriehf.is VilhelmVilhelmVilhelm
Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira