Andhverfur í veðrinu gætu leikið landsmenn grátt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. febrúar 2022 10:47 Veðrið mun ekki leika við landsmenn í dag. Vísir/Vilhelm Óveðrið sem skellur á landsmönnum í dag og í nótt er tvíþætt. Suðaustan illviðri sem byrjar að herja á landið síðdegis nær hámarki í kvöld. Í nótt mætir hins vegar andhverfa þess á svæðið, skyndilegur suðvestan hvellur. Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi fyrir allt landið í kvöld og eitthvað fram eftir nóttu. Veðrið er tvíþætt. Fyrst gengur suðaustan illviðri yfir landið í kvöld og í nótt, veðrið versnar fyrst sunnanlands. „Það hlánar dálítið meira í þessu. Það blotnar bara strax í dag, bara mjög fljótlega núna á Suður- og Vesturlandi þannig að það gæti nú flætt sums staðar. Ég held að það væri mjög snjallt núna að athuga með niðurföll,“ sagði Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur í Bítinu á morgun um veðrið. Rigningin sem fylgir suðaustanáttinni mun þó væntanlega breyttast í slyddu eftir því sem líður á kvöldið. „Þessi lægð er dálítið öðruvísi sem oftast er, því það heldur ekki áfram að hlýna alveg þangað til að vindurinn gengur niður. Strax í kvöld gæti alveg kólnað aftur án þess að vindurinn sé genginn niður. Það gæti verið slydda í rokinu í kvöld,“ sagði Haraldur. Suðaustanáttin trekkir sig í gang, suðvestanáttin kemur skyndilega Suðaustanáttin mun byggja upp taktinn frá og með seinniparti dagsins. „Þessi suðaustanátt sem kemur núna er þannig að það hvessir smám saman allan daginn. Svo nær hún hámarki í kvöld skömmu fyrir miðnætti og dettur svo snögglega niður,“ sagði Haraldur. Appelsínugular viðvaranir verða í gildi á landinu öllu í kring um miðnætti í kvöld.Veðurstofa Íslands Suðvestanóveðrið sem tekur við og skellur á Suðurlandi í nótt og á Vesturlandi fyrripartinn á morgun mun haga sér öðruvísi. „Vestanáttin sem kemur á eftir er andhverfan. Hún kemur mjög snögglega inn. Það getur hvesst mjög mikið frá nánast hægviðri í ofsaveður á hálftíma, jafn vel skemmri tíma,“ „Hún er að sumu leyti svolítið hættulegri fyrir þá sem eiga ekki von á henni. Svo gengur hún hægt niður. Þetta er ekki gengið almennilega niður fyrr en annað kvöld,“ sagði Haraldur. Reikna má með slæmu veðri um allt land og allt útlit er fyrir að færð á vegum spillist. „Þetta verður að jafnaði verst á Suður- og Vesturlandi en það verður slæmt fyrir norðan og austan líka.“ Veður Samgöngur Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Appelsínugul viðvörun allsstaðar á landinu í kvöld Verulega slæmu veðri er spáð á landinu öllu í kvöld og í nótt. Gul veðurviðvörun tekur vildi víða um land um miðjan daginn í dag en verður svo að appelsínugulri viðvörun þegar líður á kvöldið. 21. febrúar 2022 06:45 Útilokar ekki að rauð viðvörun verði gefin út í fyrramálið Búist er við aftakaveðri á landinu öllu annað kvöld og aðfaranótt þriðjudags. Búið er að gefa út appelsínugula viðvörun fyrir landið allt en veðurfræðingur útilokar ekki að viðvörunargildi verði hækkað upp í rautt fyrir Suðurland. 20. febrúar 2022 22:55 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi fyrir allt landið í kvöld og eitthvað fram eftir nóttu. Veðrið er tvíþætt. Fyrst gengur suðaustan illviðri yfir landið í kvöld og í nótt, veðrið versnar fyrst sunnanlands. „Það hlánar dálítið meira í þessu. Það blotnar bara strax í dag, bara mjög fljótlega núna á Suður- og Vesturlandi þannig að það gæti nú flætt sums staðar. Ég held að það væri mjög snjallt núna að athuga með niðurföll,“ sagði Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur í Bítinu á morgun um veðrið. Rigningin sem fylgir suðaustanáttinni mun þó væntanlega breyttast í slyddu eftir því sem líður á kvöldið. „Þessi lægð er dálítið öðruvísi sem oftast er, því það heldur ekki áfram að hlýna alveg þangað til að vindurinn gengur niður. Strax í kvöld gæti alveg kólnað aftur án þess að vindurinn sé genginn niður. Það gæti verið slydda í rokinu í kvöld,“ sagði Haraldur. Suðaustanáttin trekkir sig í gang, suðvestanáttin kemur skyndilega Suðaustanáttin mun byggja upp taktinn frá og með seinniparti dagsins. „Þessi suðaustanátt sem kemur núna er þannig að það hvessir smám saman allan daginn. Svo nær hún hámarki í kvöld skömmu fyrir miðnætti og dettur svo snögglega niður,“ sagði Haraldur. Appelsínugular viðvaranir verða í gildi á landinu öllu í kring um miðnætti í kvöld.Veðurstofa Íslands Suðvestanóveðrið sem tekur við og skellur á Suðurlandi í nótt og á Vesturlandi fyrripartinn á morgun mun haga sér öðruvísi. „Vestanáttin sem kemur á eftir er andhverfan. Hún kemur mjög snögglega inn. Það getur hvesst mjög mikið frá nánast hægviðri í ofsaveður á hálftíma, jafn vel skemmri tíma,“ „Hún er að sumu leyti svolítið hættulegri fyrir þá sem eiga ekki von á henni. Svo gengur hún hægt niður. Þetta er ekki gengið almennilega niður fyrr en annað kvöld,“ sagði Haraldur. Reikna má með slæmu veðri um allt land og allt útlit er fyrir að færð á vegum spillist. „Þetta verður að jafnaði verst á Suður- og Vesturlandi en það verður slæmt fyrir norðan og austan líka.“
Veður Samgöngur Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Appelsínugul viðvörun allsstaðar á landinu í kvöld Verulega slæmu veðri er spáð á landinu öllu í kvöld og í nótt. Gul veðurviðvörun tekur vildi víða um land um miðjan daginn í dag en verður svo að appelsínugulri viðvörun þegar líður á kvöldið. 21. febrúar 2022 06:45 Útilokar ekki að rauð viðvörun verði gefin út í fyrramálið Búist er við aftakaveðri á landinu öllu annað kvöld og aðfaranótt þriðjudags. Búið er að gefa út appelsínugula viðvörun fyrir landið allt en veðurfræðingur útilokar ekki að viðvörunargildi verði hækkað upp í rautt fyrir Suðurland. 20. febrúar 2022 22:55 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Appelsínugul viðvörun allsstaðar á landinu í kvöld Verulega slæmu veðri er spáð á landinu öllu í kvöld og í nótt. Gul veðurviðvörun tekur vildi víða um land um miðjan daginn í dag en verður svo að appelsínugulri viðvörun þegar líður á kvöldið. 21. febrúar 2022 06:45
Útilokar ekki að rauð viðvörun verði gefin út í fyrramálið Búist er við aftakaveðri á landinu öllu annað kvöld og aðfaranótt þriðjudags. Búið er að gefa út appelsínugula viðvörun fyrir landið allt en veðurfræðingur útilokar ekki að viðvörunargildi verði hækkað upp í rautt fyrir Suðurland. 20. febrúar 2022 22:55
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent