Ester Mondragon farðaði Patta í þættinum, en hún hefur verið að farða Æði þríeykið Patta, Binna Glee og Bassa Maraj fyrir þættina. Hægt er að fylgjast með Ester á Instagram HÉR.
Förðunina í þættinum má sjá hér fyrir neðan.
Í nýjasta þættinum af Snyrtiborðið með HI beauty eyða þær Heiður Ósk og Ingunn Sig heilum degi með áhrifavaldinum og Æði stjörnunni Patreki Jaime.
Patti spáir mikið í útlitinu og í þættinum fá Heiður og Ingunn meðal annars að fara með honum í brúnkusprautun, neglur, förðun og brow-lift og vax í þættinum. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.