Bestu vinir á Akranesi og leika nú saman hjá dönsku stórliði Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. febrúar 2022 22:31 Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson hafa verið bestu vinir frá því þeir voru litlir. Instagram/isak.bergmann.johannesson Ísak Bergmann Jóhannsson og Hákon Arnar Haraldsson leika báðir með FC Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta, en þeir hafa verið bestu vinir frá því að þeir voru litlir. Strákarnir settust niður í stutt spjall við danska miðilinn Tipsbladet, en þeir fóru saman í gegnum yngri flokka ÍA á Akranesi. Árið 2019 skildu leiðir þegar Ísak fór til sænska liðsins IFK Norrköping og stuttu síðar flutti Hákon til Danmerkur þar sem hann lék og æfði með akademíu Kaupmannahafnarliðsins. Nú leika þeir hins vegar saman á ný hjá FC Kaupmannahöfn og segja báðir að það sé klikkað að örlögin hafi leitt þá aftur saman. „Ég kom alltaf heim á sumrin og spilaði fótbolta á Akranesi,“ sagði Ísak í samtali við Tipsbladet. „Þar kynntumst við og vorum alltaf mikið saman og þegar ég var níu ára flutti ég aftur á Akranes. Þá urðum við bestu vinir og spiluðum mikinn fótbolta saman. Nú búum við á móti hvor öðrum, maður þarf bara að labba yfir götuna.“ Hákon tók undir þessi orð Ísaks og bætti við að ástæðan fyrir því að þeir tveir væru búnir að ná svona langt væri líklega vegna þess að þeir voru alltaf í fótbolta. „Þetta hefur alltaf snúist um fótbolta. Það er það sem við gerðum allan daginn,“ sagði Hákon. „Við æfðum meira en allir aðrir. Við vorum allan daginn úti á velli þegar við vorum yngri. Ég bjó við hliðina á fótboltavelli og var þar alla daga til að verða tíu á kvöldin. Mamma þurfti að kalla á mig út um gluggann til að reka mig inn að borða og sofa.“ „Við vorum þarna allan daginn. Við æfðum fótbolta, við lékum okkur í fótbolta og okkur þótti það alltaf gaman,“ sagði Hákon að lokum. Danski boltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Strákarnir settust niður í stutt spjall við danska miðilinn Tipsbladet, en þeir fóru saman í gegnum yngri flokka ÍA á Akranesi. Árið 2019 skildu leiðir þegar Ísak fór til sænska liðsins IFK Norrköping og stuttu síðar flutti Hákon til Danmerkur þar sem hann lék og æfði með akademíu Kaupmannahafnarliðsins. Nú leika þeir hins vegar saman á ný hjá FC Kaupmannahöfn og segja báðir að það sé klikkað að örlögin hafi leitt þá aftur saman. „Ég kom alltaf heim á sumrin og spilaði fótbolta á Akranesi,“ sagði Ísak í samtali við Tipsbladet. „Þar kynntumst við og vorum alltaf mikið saman og þegar ég var níu ára flutti ég aftur á Akranes. Þá urðum við bestu vinir og spiluðum mikinn fótbolta saman. Nú búum við á móti hvor öðrum, maður þarf bara að labba yfir götuna.“ Hákon tók undir þessi orð Ísaks og bætti við að ástæðan fyrir því að þeir tveir væru búnir að ná svona langt væri líklega vegna þess að þeir voru alltaf í fótbolta. „Þetta hefur alltaf snúist um fótbolta. Það er það sem við gerðum allan daginn,“ sagði Hákon. „Við æfðum meira en allir aðrir. Við vorum allan daginn úti á velli þegar við vorum yngri. Ég bjó við hliðina á fótboltavelli og var þar alla daga til að verða tíu á kvöldin. Mamma þurfti að kalla á mig út um gluggann til að reka mig inn að borða og sofa.“ „Við vorum þarna allan daginn. Við æfðum fótbolta, við lékum okkur í fótbolta og okkur þótti það alltaf gaman,“ sagði Hákon að lokum.
Danski boltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira