Gestum sýningarinnar er boðið að ganga inn í skemmtilegan og litríkan efnisheim þar sem sýningargestir þekkja eflaust hversdagslegar sviðsetningar úr sínum eigin íbúðum. Á sýningunni hefur þó grámyglulegum hversdagsleikanum verið skipt út fyrir litríkt leiksvæði þar sem mörk myndlistar og hönnunar hafa mást út og gleðin tekið völd.
