Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Valur 80-83 | Valsmenn unnu nauman sigur gegn ÍR-ingum Sverrir Mar Smárason skrifar 17. febrúar 2022 21:17 Valsmenn unnu nauman sigur gegn ÍR-ingum í kvöld. Vísir/Vilhelm ÍR fékk Val í heimsókn í TM-hellirinn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Leiknum lauk með þriggja stigi sigri gestanna, 80-83, eftir gríðarlega spennandi leik. Eftir að liðin höfðu farið jafnt af stað voru það Valsmenn sem stigu framúr um miðjan 1. leikhluta og komust mest í tíu stiga forskot en eftir að Friðrik Ingi, þjálfari ÍR, tók leikhlé þá rönkuðu ÍR-ingar við sér og minnkuðu muninn niður í 2 stig sem var munurinn á liðunum þegar 2. leikhluti hófst. Valsmenn stigu þá aftur upp og þá einna helst varnarlega því þeir hleyptu ÍR aðeins í 12 stig í leikhlutanum auk þess að ÍR-ingar töpuðu helst til of mörgum boltum. Valsmenn fóru með 9 stiga forskot inn í hálfleikinn og útlitið var gott fyrir strákana af Hlíðarenda. Í upphafi síðari hálfleiks snérist leikurinn gjörsamlega við. ÍR kom út á blússandi siglingu og keyrðu á Valsara sem voru í engum takt við leikinn. Valsmenn réðu ekkert við hæð og styrk Jordan Semple og Collin Pryor undir körfunni en þeir skoruðu saman 19 af þeim 31 stigi sem ÍR skoraði í leikhlutanum. ÍR-ingar allt í einu komnir þremur stigum yfir og náð að snúa leiknum sér í vil með aðeins einn leikhluta eftir af leiknum. Það var þá sem reynslan fór að skína í gegn hjá Valsmönnum. Þeir náðu að tala sig saman milli leikhluta, stilla sig af í varnarleiknum og taka smá pressu af sókninni. Þá fóru hlutirnir að smella. Valsmenn komust aftur yfir snemma í 4. leikhluta og héldu því út leikinn. Lokatölur í TM-hellinum 80-83, Valur vann gríðarlega mikilvægan sigur og fara léttir inn í landsleikjahlé. Jordan Semple var stigahæstur allra með 31 stig. Þar næst var Kristófer Acox með 21 stig. Sample tók einnig flest fráköst eða 12 talsins. Þar var Kristófer einnig næstur á eftir honum með 8. Af hverju vann Valur? Til að byrja með og svo í 4. leikhluta þá small vörn Valsmanna saman. Þeir voru duglegir að stela boltanum og þvinga ÍR-inga í mistök. ÍR tapaði 17 boltum í leiknum sem að lokum varð líklega ástæða þess að Valsmenn unnu. Hverjir voru bestir? Jordan Semple var yfirburðarmaður í leiknum í kvöld. 36 framlagsstig, 31 stig skoruð og 12 fráköst. Valsmenn réðu ekkert við hann undir körfunni. Hinum megin var Kristófer Acox bestur. Hann skoraði, líkt og fyrr segir, 21 stig og tók 8 fráköst. 26 framlagsstig og gott dagsverk hjá honum. Hvað má betur fara? Valsmenn þurfa að halda meiri stöðugleika í varnarleiknum ef þeir ætla langt í ár. Gott og vel slípað lið hefði keyrt yfir þá allan síðari hálfleikinn en ekki bara í 3. leikhluta líkt og ÍR. ÍR-ingar hinsvegar þurfa helst að passa tapaða bolta sem varð þeim að falli í dag. Hvað gerist næst? Bæði lið fara í smá frí vegna landsleikja og mæta ekki aftur fyrr en í byrjun mars. Friðrik Ingi: Stefnan er klárlega að komast í úrslitakeppnina en baráttan er hörð Þjálfari ÍR-inga vill fá meira út úr sínu liði.Vísir/Vilhelm Friðrik Ingi, þjálfari ÍR, var svekktur með tap kvöldsins og hefði viljað fá meira út úr þessum leik. „Okkur líður náttúrulega bara illa. Við erum auðvitað ekki sáttir með að tapa, við erum í þessu til að vinna og verða betri. Þeir voru einfaldlega bara aðeins betri í dag og við náðum ekki alveg að loka á ákveðna hluti sem við vorum með á plani og náðum aldrei almennilega stjórnuninni á leiknum. Hefðum þurft að ná betri stjórn á köflum og þá er aldrei að vita hvernig þetta hefði farið,“ sagði Friðrik. Leikurinn var mjög kaflaskiptur en ÍR-ingar komu fljúgandi út úr hálfleiknum og náðu að komast yfir. „Fyrri hálfleikurinn var slakur af okkar hálfu og menn voru „frústreraðir“ og létu þetta ekki koma meira til sín. Það er bara mannlegt, menn vilja vel og gera mikið og allt það. Við löguðum það í seinni hálfleik og sóknarleikurinn varð betri. Tapaðir boltar og fleiri hlutir voru slakir sem þú þarft að standa þig betur í til þess að vinna leiki,“ sagði Friðrik Ingi. Jordan Semple var maður leiksins í dag, Friðrik Ingi hafði þetta að segja um hann: „Hann er mjög góður leikmaður og er alltaf að finna sig betur og betur. Kannski eigum við svolítið eftir að verða enn betri í jafnvæginu þannig að við höldum bara áfram að vinna í okkar leik og verða betri og betri. Stefnan er klárlega að komast í úrslitakeppnina en baráttan er hörð,“ sagði Friðrik Ingi. Subway-deild karla ÍR Valur
ÍR fékk Val í heimsókn í TM-hellirinn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Leiknum lauk með þriggja stigi sigri gestanna, 80-83, eftir gríðarlega spennandi leik. Eftir að liðin höfðu farið jafnt af stað voru það Valsmenn sem stigu framúr um miðjan 1. leikhluta og komust mest í tíu stiga forskot en eftir að Friðrik Ingi, þjálfari ÍR, tók leikhlé þá rönkuðu ÍR-ingar við sér og minnkuðu muninn niður í 2 stig sem var munurinn á liðunum þegar 2. leikhluti hófst. Valsmenn stigu þá aftur upp og þá einna helst varnarlega því þeir hleyptu ÍR aðeins í 12 stig í leikhlutanum auk þess að ÍR-ingar töpuðu helst til of mörgum boltum. Valsmenn fóru með 9 stiga forskot inn í hálfleikinn og útlitið var gott fyrir strákana af Hlíðarenda. Í upphafi síðari hálfleiks snérist leikurinn gjörsamlega við. ÍR kom út á blússandi siglingu og keyrðu á Valsara sem voru í engum takt við leikinn. Valsmenn réðu ekkert við hæð og styrk Jordan Semple og Collin Pryor undir körfunni en þeir skoruðu saman 19 af þeim 31 stigi sem ÍR skoraði í leikhlutanum. ÍR-ingar allt í einu komnir þremur stigum yfir og náð að snúa leiknum sér í vil með aðeins einn leikhluta eftir af leiknum. Það var þá sem reynslan fór að skína í gegn hjá Valsmönnum. Þeir náðu að tala sig saman milli leikhluta, stilla sig af í varnarleiknum og taka smá pressu af sókninni. Þá fóru hlutirnir að smella. Valsmenn komust aftur yfir snemma í 4. leikhluta og héldu því út leikinn. Lokatölur í TM-hellinum 80-83, Valur vann gríðarlega mikilvægan sigur og fara léttir inn í landsleikjahlé. Jordan Semple var stigahæstur allra með 31 stig. Þar næst var Kristófer Acox með 21 stig. Sample tók einnig flest fráköst eða 12 talsins. Þar var Kristófer einnig næstur á eftir honum með 8. Af hverju vann Valur? Til að byrja með og svo í 4. leikhluta þá small vörn Valsmanna saman. Þeir voru duglegir að stela boltanum og þvinga ÍR-inga í mistök. ÍR tapaði 17 boltum í leiknum sem að lokum varð líklega ástæða þess að Valsmenn unnu. Hverjir voru bestir? Jordan Semple var yfirburðarmaður í leiknum í kvöld. 36 framlagsstig, 31 stig skoruð og 12 fráköst. Valsmenn réðu ekkert við hann undir körfunni. Hinum megin var Kristófer Acox bestur. Hann skoraði, líkt og fyrr segir, 21 stig og tók 8 fráköst. 26 framlagsstig og gott dagsverk hjá honum. Hvað má betur fara? Valsmenn þurfa að halda meiri stöðugleika í varnarleiknum ef þeir ætla langt í ár. Gott og vel slípað lið hefði keyrt yfir þá allan síðari hálfleikinn en ekki bara í 3. leikhluta líkt og ÍR. ÍR-ingar hinsvegar þurfa helst að passa tapaða bolta sem varð þeim að falli í dag. Hvað gerist næst? Bæði lið fara í smá frí vegna landsleikja og mæta ekki aftur fyrr en í byrjun mars. Friðrik Ingi: Stefnan er klárlega að komast í úrslitakeppnina en baráttan er hörð Þjálfari ÍR-inga vill fá meira út úr sínu liði.Vísir/Vilhelm Friðrik Ingi, þjálfari ÍR, var svekktur með tap kvöldsins og hefði viljað fá meira út úr þessum leik. „Okkur líður náttúrulega bara illa. Við erum auðvitað ekki sáttir með að tapa, við erum í þessu til að vinna og verða betri. Þeir voru einfaldlega bara aðeins betri í dag og við náðum ekki alveg að loka á ákveðna hluti sem við vorum með á plani og náðum aldrei almennilega stjórnuninni á leiknum. Hefðum þurft að ná betri stjórn á köflum og þá er aldrei að vita hvernig þetta hefði farið,“ sagði Friðrik. Leikurinn var mjög kaflaskiptur en ÍR-ingar komu fljúgandi út úr hálfleiknum og náðu að komast yfir. „Fyrri hálfleikurinn var slakur af okkar hálfu og menn voru „frústreraðir“ og létu þetta ekki koma meira til sín. Það er bara mannlegt, menn vilja vel og gera mikið og allt það. Við löguðum það í seinni hálfleik og sóknarleikurinn varð betri. Tapaðir boltar og fleiri hlutir voru slakir sem þú þarft að standa þig betur í til þess að vinna leiki,“ sagði Friðrik Ingi. Jordan Semple var maður leiksins í dag, Friðrik Ingi hafði þetta að segja um hann: „Hann er mjög góður leikmaður og er alltaf að finna sig betur og betur. Kannski eigum við svolítið eftir að verða enn betri í jafnvæginu þannig að við höldum bara áfram að vinna í okkar leik og verða betri og betri. Stefnan er klárlega að komast í úrslitakeppnina en baráttan er hörð,“ sagði Friðrik Ingi.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum