Nýr formaður og stjórnarfólk Eflingar velkomið að stefnumótun kjarasaminga Heimir Már Pétursson skrifar 17. febrúar 2022 13:02 Sólveig Anna Jónsdóttir nýendurkjörin formaður Eflingar segir mikilvægt að hún og nýtt stjórnarfólk geti sem fyrst leitt stefnumótun fyrir komandi kjarasamninga. Vísir/Vilhelm Starfandi varaformaður Eflingar telur enga þörf á að kalla saman aukaaðalfund í félaginu til að flýta stjórnarskiptum og aðkomu nýrrar forystu að mótun kröfugerðar fyrir komandi kjarasaminga. Nýkjörinn formaður og stjórnarfólk væri velkomið að taka þátt í þeirri vinnu nú þegar. Fyrirhugað er að halda aðalfund Eflingar öðru hvoru meginn við páskahelgina sem hefst á skírdag hinn 14. apríl. Þar munu Sólveig Anna Jónsdóttir nýkjörin formaður félagsins og sjö stjórnarmenn formlega taka við embættum sínum. Sólveig Anna telur eðlilegt að halda aukaaðalfund til að flýta stjórnarskiptunum. Það hafi verið ákvörðun trúnaðarráðs að flýta formannskjöri eftir að hún sagði af sér í lok október. Sólveig Anna Jónsdóttir segir mikilvægt að lýðræðisleg umræða fari fram um það innan Eflingar hvort félagið eigi áfram samleið með Starfsgreinasambandinu og Alþýðusambandinu.Vísir/Egill „Tilgangur þess var auðvitað að fá þessa skýru niðurstöðu fram. Hver ætti þá að leiða félagið. Auðvitað leiðir af því í mínum huga, já það þarf að gera það kleift fyrir nýja forystu að komast inn til að byrja alla þá mikilvægu vinnu sem við þurfum að vinna sem allra fyrst,“ segir Sólveig Anna. Það væri hins vegar trúnaðarráðs að ákveða þetta en ekki hennar. Ólöf Helga Adolfsdóttir sem var formannsefni uppstillingarnefndar og núverandi starfandi varaformaður Eflingar telur aftur á móti enga þörf á að flýta stjórnarskiptum með boðun aukaaðalfundar. Ólöf Helga Adolfsdóttir starfandi varaformaður Eflingar telur enga þörf á að flýta aðalfundi félagsins.Stöð 2/Egill „Ég held að það standist bara ekki lög Eflingar. Enda eru stjórnarskipti ekki brýn nauðsyn eða einhvers konar neyðarúrræði,“ segir Ólöf Helga. Eðlilegast væri að aðalfundurinn færi fram eins og áætlað hafi verið í apríl. Það liggur ekki á að ný forysta komist að því að móta stefnuna við kjaraviðræðurnar? „Jú, að sjálfsögðu. Þau eru félagsmenn í Eflingu og alltaf velkomin hérna, núna og á næstu dögum ef þau vilja. Svo taka þau bara við í apríl,“ segir Ólöf Helga. Eitt aðalviðfangsefnið við upphaf kjaraviðræðna hverju sinni er hvort stéttarfélög sæki fram saman eða í sitthvoru lagi. Efling er aðili að Starfsgreinasambandinu og Alþýðusambandinu og það gekk á ýmsu í samskiptum forystu Eflingar og VR við heildarsamtökin við gerð kjarasamninga 2019. Sólveig Anna segir koma í ljós hvort Efling eigi áfram samleið með heildarsamtökunum. „Þetta er umræða sem mjög mikilvægt er að fari fram á hinum lýðræðislega vettvangi félagsins. Að félagsfólk sjálft taki þessa umræðu. Skoði málin, kafi af dýpt í þau og ákveði svo hvað þau vilja gera,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir. Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Sólveig Anna segir samstarfið undir starfsmönnum Eflingar komið Sólveig Anna Jónsdóttir vonar að starfsfólk skrifstofu Eflingar skilji hvað felist í því að hún mæti á ný til forystu með endurnýjað umboð félagsfólks. Hún fái vonandi vinnufrið til að hefja undirbúning að gerð komandi kjarasamninga. Framhaldið sé undir starfsfólki komið. 16. febrúar 2022 19:20 Sólveig Anna vill stjórnarskipti sem fyrst Sólveig Anna Jónsdóttir ný endurkjörin formaður Eflingar telur eðlilegt að boðað verði sem fyrst til aukaaðalfundar í félaginu þannig að hún og það fólk sem kosið var með henni í stjórn félagsins geti sem fyrst einhent sér í að móta kröfugerð fyrir komandi kjarasamninga. 16. febrúar 2022 12:51 Starfsfólk Eflingar átti samverustund í morgun Starfsmenn á skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni kom saman til fundar í morgun klukkan 8:15. Framkvæmdastjóri stéttarfélagsins segir fundinn hafa verið rólega samverustund þar sem fólk hafi minnt sig á það mikilvæga starf sem fólk sinni fyrir félagsmenn sína. 16. febrúar 2022 09:10 Sólveig Anna aftur kjörin formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulistinn bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Eflingar sem lauk í kvöld með yfir helmingi atkvæða. Tekur hún því við formannsstól verkalýðsfélagsins í annað sinn en hún sagði af sér í október síðastliðnum í kjölfar vantraustsyfirlýsingar frá starfsfólki Eflingar. 15. febrúar 2022 22:55 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Sjá meira
Fyrirhugað er að halda aðalfund Eflingar öðru hvoru meginn við páskahelgina sem hefst á skírdag hinn 14. apríl. Þar munu Sólveig Anna Jónsdóttir nýkjörin formaður félagsins og sjö stjórnarmenn formlega taka við embættum sínum. Sólveig Anna telur eðlilegt að halda aukaaðalfund til að flýta stjórnarskiptunum. Það hafi verið ákvörðun trúnaðarráðs að flýta formannskjöri eftir að hún sagði af sér í lok október. Sólveig Anna Jónsdóttir segir mikilvægt að lýðræðisleg umræða fari fram um það innan Eflingar hvort félagið eigi áfram samleið með Starfsgreinasambandinu og Alþýðusambandinu.Vísir/Egill „Tilgangur þess var auðvitað að fá þessa skýru niðurstöðu fram. Hver ætti þá að leiða félagið. Auðvitað leiðir af því í mínum huga, já það þarf að gera það kleift fyrir nýja forystu að komast inn til að byrja alla þá mikilvægu vinnu sem við þurfum að vinna sem allra fyrst,“ segir Sólveig Anna. Það væri hins vegar trúnaðarráðs að ákveða þetta en ekki hennar. Ólöf Helga Adolfsdóttir sem var formannsefni uppstillingarnefndar og núverandi starfandi varaformaður Eflingar telur aftur á móti enga þörf á að flýta stjórnarskiptum með boðun aukaaðalfundar. Ólöf Helga Adolfsdóttir starfandi varaformaður Eflingar telur enga þörf á að flýta aðalfundi félagsins.Stöð 2/Egill „Ég held að það standist bara ekki lög Eflingar. Enda eru stjórnarskipti ekki brýn nauðsyn eða einhvers konar neyðarúrræði,“ segir Ólöf Helga. Eðlilegast væri að aðalfundurinn færi fram eins og áætlað hafi verið í apríl. Það liggur ekki á að ný forysta komist að því að móta stefnuna við kjaraviðræðurnar? „Jú, að sjálfsögðu. Þau eru félagsmenn í Eflingu og alltaf velkomin hérna, núna og á næstu dögum ef þau vilja. Svo taka þau bara við í apríl,“ segir Ólöf Helga. Eitt aðalviðfangsefnið við upphaf kjaraviðræðna hverju sinni er hvort stéttarfélög sæki fram saman eða í sitthvoru lagi. Efling er aðili að Starfsgreinasambandinu og Alþýðusambandinu og það gekk á ýmsu í samskiptum forystu Eflingar og VR við heildarsamtökin við gerð kjarasamninga 2019. Sólveig Anna segir koma í ljós hvort Efling eigi áfram samleið með heildarsamtökunum. „Þetta er umræða sem mjög mikilvægt er að fari fram á hinum lýðræðislega vettvangi félagsins. Að félagsfólk sjálft taki þessa umræðu. Skoði málin, kafi af dýpt í þau og ákveði svo hvað þau vilja gera,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir.
Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Sólveig Anna segir samstarfið undir starfsmönnum Eflingar komið Sólveig Anna Jónsdóttir vonar að starfsfólk skrifstofu Eflingar skilji hvað felist í því að hún mæti á ný til forystu með endurnýjað umboð félagsfólks. Hún fái vonandi vinnufrið til að hefja undirbúning að gerð komandi kjarasamninga. Framhaldið sé undir starfsfólki komið. 16. febrúar 2022 19:20 Sólveig Anna vill stjórnarskipti sem fyrst Sólveig Anna Jónsdóttir ný endurkjörin formaður Eflingar telur eðlilegt að boðað verði sem fyrst til aukaaðalfundar í félaginu þannig að hún og það fólk sem kosið var með henni í stjórn félagsins geti sem fyrst einhent sér í að móta kröfugerð fyrir komandi kjarasamninga. 16. febrúar 2022 12:51 Starfsfólk Eflingar átti samverustund í morgun Starfsmenn á skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni kom saman til fundar í morgun klukkan 8:15. Framkvæmdastjóri stéttarfélagsins segir fundinn hafa verið rólega samverustund þar sem fólk hafi minnt sig á það mikilvæga starf sem fólk sinni fyrir félagsmenn sína. 16. febrúar 2022 09:10 Sólveig Anna aftur kjörin formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulistinn bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Eflingar sem lauk í kvöld með yfir helmingi atkvæða. Tekur hún því við formannsstól verkalýðsfélagsins í annað sinn en hún sagði af sér í október síðastliðnum í kjölfar vantraustsyfirlýsingar frá starfsfólki Eflingar. 15. febrúar 2022 22:55 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Sjá meira
Sólveig Anna segir samstarfið undir starfsmönnum Eflingar komið Sólveig Anna Jónsdóttir vonar að starfsfólk skrifstofu Eflingar skilji hvað felist í því að hún mæti á ný til forystu með endurnýjað umboð félagsfólks. Hún fái vonandi vinnufrið til að hefja undirbúning að gerð komandi kjarasamninga. Framhaldið sé undir starfsfólki komið. 16. febrúar 2022 19:20
Sólveig Anna vill stjórnarskipti sem fyrst Sólveig Anna Jónsdóttir ný endurkjörin formaður Eflingar telur eðlilegt að boðað verði sem fyrst til aukaaðalfundar í félaginu þannig að hún og það fólk sem kosið var með henni í stjórn félagsins geti sem fyrst einhent sér í að móta kröfugerð fyrir komandi kjarasamninga. 16. febrúar 2022 12:51
Starfsfólk Eflingar átti samverustund í morgun Starfsmenn á skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni kom saman til fundar í morgun klukkan 8:15. Framkvæmdastjóri stéttarfélagsins segir fundinn hafa verið rólega samverustund þar sem fólk hafi minnt sig á það mikilvæga starf sem fólk sinni fyrir félagsmenn sína. 16. febrúar 2022 09:10
Sólveig Anna aftur kjörin formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulistinn bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Eflingar sem lauk í kvöld með yfir helmingi atkvæða. Tekur hún því við formannsstól verkalýðsfélagsins í annað sinn en hún sagði af sér í október síðastliðnum í kjölfar vantraustsyfirlýsingar frá starfsfólki Eflingar. 15. febrúar 2022 22:55