Sváfu aftur á verðinum í Garðabænum: Leikurinn gekk í rúmar fimmtíu sekúndur án þess klukkan færi í gang Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. febrúar 2022 10:01 Vilhjálmur Bjarnason (fyrir miðju) og félagar á ritaraborðinu í TM-höllinni sváfu á verðinum í gær. Myndin er þó ekki úr leiknum í gær. vísir/vilhelm Tímavörðunum í TM-höllinni í Garðabænum varð á í messunni þegar Stjarnan tók á móti KA í sextán liða úrslitum Coca Cola bikars karla í handbolta í gær. Í stöðunni 23-25 fyrir KA fékk Stjarnan vítakast. Tíminn var stöðvaður á 57:25. Leó Snær Pétursson tók vítakastið, skoraði og minnkaði muninn í 24-25. En tíminn fór ekki aftur í gang eftir að dómararnir flautuðu. Enginn á vellinum virtist þó átta sig á neinu nema Gunnar Birgisson sem lýsti leiknum á RÚV og endurtók í sífellu að klukkan væri ekki í gangi. Leikurinn gekk í rúmar fimmtíu sekúndur áður en menn tóku við sér. Á þeim tíma hafði Allan Norðberg komið KA í 24-26 og Bruno Bernat varið skot frá Tandra Má Konráðssyni. Þegar leikurinn hófst aftur eftir nokkra reikistefnu var klukkan stillt á 57:43. Tímaverðirnir voru þar full nískir á að bæta við sekúndum en samkvæmt óvísindalegri könnum gekk leikurinn í 54 sekúndur án þess að klukkan færi í gang. Atburðarrásina sem hér hefur verið lýst má sjá á vef RÚV, eða með því að smella hér. Hún hefst á 1:35:00. KA vann leikinn, 25-27, og er komið í átta liða úrslit Coca Cola bikarsins. Auk KA tryggðu Valur, Selfoss, Haukar og Víkingur sér sæti í átta liða úrslitunum í gær. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem menn á ritaraborðinu í TM-höllinni sofa á verðinum. Frægt er þegar mark KA/Þórs var oftalið í leik gegn Stjörnunni í Olís-deild kvenna 13. febrúar í fyrra. KA/Þór vann leikinn, 26-27, þrátt fyrir að hafa bara skorað 26 mörk. Stjarnan kærði úrslit leiksins en dómstóll HSÍ vísaði kröfu félagsins frá. Áfrýjunardómstóll HSÍ sneri dómnum hins vegar við og féllst á kröfu Stjörnunnar að leikurinn skyldi endurtekinn. KA/Þór óskaði eftir því að málið yrði tekið upp að nýju hjá áfrýjunardómstólnum en skipan hans yrði önnur. Áfrýjunardómstólinn staðfesti svo fyrri niðurstöðu dómstólsins og leikurinn var því endurtekinn. Leikurinn fór aftur fram 27. apríl og skildu liðin þá jöfn, 25-25. Nokkrum dögum síðar tryggðu Akureyringar sér deildarmeistaratitilinn. Íslenski handboltinn Stjarnan KA Tengdar fréttir Patrekur: Það er ömurlegt að tapa, það breytist ekki Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum svekktur yfir að hans lið sé fallið úr leik í bikarkeppninni í handbolta. 16. febrúar 2022 20:19 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KA 25-27 | Stjarnan úr leik Stjarnan er úr leik í Coca Cola bikarnum eftir tap í Garðabænum í kvöld. 16. febrúar 2022 20:00 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
Í stöðunni 23-25 fyrir KA fékk Stjarnan vítakast. Tíminn var stöðvaður á 57:25. Leó Snær Pétursson tók vítakastið, skoraði og minnkaði muninn í 24-25. En tíminn fór ekki aftur í gang eftir að dómararnir flautuðu. Enginn á vellinum virtist þó átta sig á neinu nema Gunnar Birgisson sem lýsti leiknum á RÚV og endurtók í sífellu að klukkan væri ekki í gangi. Leikurinn gekk í rúmar fimmtíu sekúndur áður en menn tóku við sér. Á þeim tíma hafði Allan Norðberg komið KA í 24-26 og Bruno Bernat varið skot frá Tandra Má Konráðssyni. Þegar leikurinn hófst aftur eftir nokkra reikistefnu var klukkan stillt á 57:43. Tímaverðirnir voru þar full nískir á að bæta við sekúndum en samkvæmt óvísindalegri könnum gekk leikurinn í 54 sekúndur án þess að klukkan færi í gang. Atburðarrásina sem hér hefur verið lýst má sjá á vef RÚV, eða með því að smella hér. Hún hefst á 1:35:00. KA vann leikinn, 25-27, og er komið í átta liða úrslit Coca Cola bikarsins. Auk KA tryggðu Valur, Selfoss, Haukar og Víkingur sér sæti í átta liða úrslitunum í gær. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem menn á ritaraborðinu í TM-höllinni sofa á verðinum. Frægt er þegar mark KA/Þórs var oftalið í leik gegn Stjörnunni í Olís-deild kvenna 13. febrúar í fyrra. KA/Þór vann leikinn, 26-27, þrátt fyrir að hafa bara skorað 26 mörk. Stjarnan kærði úrslit leiksins en dómstóll HSÍ vísaði kröfu félagsins frá. Áfrýjunardómstóll HSÍ sneri dómnum hins vegar við og féllst á kröfu Stjörnunnar að leikurinn skyldi endurtekinn. KA/Þór óskaði eftir því að málið yrði tekið upp að nýju hjá áfrýjunardómstólnum en skipan hans yrði önnur. Áfrýjunardómstólinn staðfesti svo fyrri niðurstöðu dómstólsins og leikurinn var því endurtekinn. Leikurinn fór aftur fram 27. apríl og skildu liðin þá jöfn, 25-25. Nokkrum dögum síðar tryggðu Akureyringar sér deildarmeistaratitilinn.
Íslenski handboltinn Stjarnan KA Tengdar fréttir Patrekur: Það er ömurlegt að tapa, það breytist ekki Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum svekktur yfir að hans lið sé fallið úr leik í bikarkeppninni í handbolta. 16. febrúar 2022 20:19 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KA 25-27 | Stjarnan úr leik Stjarnan er úr leik í Coca Cola bikarnum eftir tap í Garðabænum í kvöld. 16. febrúar 2022 20:00 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
Patrekur: Það er ömurlegt að tapa, það breytist ekki Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum svekktur yfir að hans lið sé fallið úr leik í bikarkeppninni í handbolta. 16. febrúar 2022 20:19
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KA 25-27 | Stjarnan úr leik Stjarnan er úr leik í Coca Cola bikarnum eftir tap í Garðabænum í kvöld. 16. febrúar 2022 20:00